Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0
HVAÐ SEGJA ÞAU UM ÁRAMÓT?
ANDRI ÞÓR GUÐMUNDSSON,
forstjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar:
Endurskipulagningu lauk
FORRÁÐAMENN FYRIRTÆKJA
Hvaða árangur ert þú ánægðastur með
innan þíns fyrirtækis á árinu?
Á liðnu ári hefur Ölgerðin styrkt mark
aðs stöðu sína í öllum mikilvægustu
vöru flokkunum. Þrátt fyrir minnkandi
eftir spurn höfum við náð að halda eða
auka sölu síðasta árs sem er frábær
árangur miðað við efnahagsumhverfið.
Fjár hagslegri endurskipulagningu
fyrirtækisins lauk svo farsællega á árinu
með aðkomu nýrra öflugra fjárfesta.
Áttu von á því að gjaldeyrishöftin verði
afnumin á næsta ári?
Það verður að gerast en hvort ég eigi von
á því sú verði raunin á næsta ári er önnur
saga.
Óttast þú fjármagnsflæði frá landinu
með afnámi gjaldeyrishafta?
Já, ég óttast óstöðugleika og veikingu
krónunnar.
Hvað telur þú að sé algengasta um
ræðuefnið á meðal stjórnenda núna?
Því miður eru það efnahagsmálin og það
umhverfi sem fyrirtækjum er búið með
aukinni skattheimtu. Það er hins vegar
vaxandi þungi í umræðu um nýsköpun
og jákvæðni. Það er nauðsynlegt að
stjórnendur fyrirtækja öðlist kjark og
áræði og hætti að vera stöðugt í vörn
vegna efnahagshrunsins.
Finnst þér bankarnir hreyfa sig hraðar
við að afskrifa skuldir fyrirtækja og
endurskipuleggja fjármál þeirra?
Mér hefur ekki fundist það, því miður.
Við ræður míns fyrirtækis við bankann
tóku rúmlega ár og mér sýnist mörg
önnur fyrirtæki vera að hjakka í sömu
sporunum. Það er óskandi að nýtt sam
komulag um úrvinnslu skuldamála
lítilla og meðalstórra fyrirtækja losi um
flóðgáttir í afgreiðslu mála.
Hvað var minnisstæðast hjá sjálfum
þér á árinu?
Það var auðvitað sérstaklega ánægj u
legt að geta klárað fjárhagslega endur
skipulagninu fyrirtækisins. Strákurinn
minn byrjaði flugnám og ég fékk að njóta
þess sem var frábært. Einnig voru báð ar
stelpurnar mínar fermdar á árinu. Gott ár
í alla staði.
Andri Þór Guðmundsson
FRIÐRIK SOPHUSSON,
formaður stjórnar Íslandsbanka:
Gjaldeyrishöftin voru
tímabundin neyðaraðgerð
FORRÁÐAMENN FYRIRTÆKJA
Hvernig miðar endurreisn bankanna?
Stefnt er að því að endurreisn
Íslandsbanka ljúki á næstu tveimur til
þremur árum og þá standi eftir sterkur
alhliða banki í eigu einkaaðila sem
hafa fjárfest í bankanum með það að
markmiði að auka verðmæti hans og
veita viðskiptamönnunum bestu fáanlegu
bankaþjónustu.
Hversu traust eru útlánasöfn
nýju bankanna og hversu mikil er
afskriftaþörf þeirra?
Þegar samið var við kröfuhafa Glitnis um
yfirfærslu lánasafna úr gamla bankanum Friðrik Sophusson
HVERNIG MIÐAR ENDURREISN BANKAKERFISINS?