Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Síða 78

Frjáls verslun - 01.11.2010, Síða 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 bankanna um fjármögnun Íslandsbanka og Arion banka var tugum milljarða létt af ríkissjóði og bankarnir fengu stöðu til að geta tekist á við aðsteðjandi vandamál. Ég vil nefna annað sem áunnist hefur en það eru viðamiklar breytingar innan bankanna sjálfra. Stjórnkerfi þeirra hefur verið endurskipulagt svo og allt áhættu­ og upplýsingakerfi. Vinna við að koma að nýju á tengslum við erlenda banka er í markvissum farvegi, sem og leit að framtíðareigendum sem geta skapað traust og stöðugleika á bankakerfinu hér. Við skulum ekki gleyma því að það tók örstutta stund að glata niður áratuga­ trausti bankakerfisins á Íslandi og það mun taka okkur langan tíma að byggja traustið upp að nýju, bæði innan lands og utan, og þetta traust byggist einvörðungu á gerðum okkar. Það sem hefur tekið lengri tíma en við vonuðumst til í upphafi er annars vegar endurskipulagning á fjárhag einstaklinga og fyrirtækja og hins vegar að opna sam­ skipti við erlenda aðila. Margvíslegar ástæður liggja þessu til grundvallar. Endurfjármögnun bankanna lauk ekki fyrr en seint á árinu 2009 og sköpuðust þá fyrst möguleikar á að hefjast handa. Vinna við endurskipulagningu var vel á veg komin á vormánuðum 2010, en vandinn reyndist hins vegar víðtækari en menn sáu fyrir þegar af stað var farið og vil ég nefna nokkur dæmi í því sambandi. Lausnir sem stóru bank arnir þrír beittu sér fyrir í upphafi voru of flóknar og náðu væntanlega ekki nægilega langt til þess að einstaklingar og forsvarsmenn minni fyrirtækja væru reiðubúnir að ganga til samninga. Það skipti þó væntanlega meira máli að vandi skuldugra einstaklinga og fyrirtækja lá miklu víðar en hjá bönkunum þremur og hvorki minni fjármálafyrirtæki (eignar leigur, kortafyrirtæki, sparisjóðir) né opinber fyrirtæki (íbúðalánasjóður, ríkis sjóður, lánasjóður sveitarfélaga) eða lífeyrissjóðir höfðu lokið fjárhagslegri endurskipulagningu eða breytt vinnu­ reglum til að takast á við vandann með stóru bönkunum. Birtist þetta t.d. í því að þótt gefið væri eftir og lagað til hjá bönkunum gat niðurfelling í vissum tilvikum verið skattlögð sem skildi skuld ­ ara í meginatriðum eftir í óbreyttri stöðu. Það hjálpaði heldur ekki til að dómur féll í júní sl. í þá veru að nokkrir af al­ geng ustu lánasamningum síðustu 8­10 árin hér á landi voru dæmdir ólöglegir og í framhaldi af því skapaðist óvissa um vaxtakjör á slíkum samningum, sem leystist ekki fyrr en í september. Til að tefja endurskipulagninguna enn frekar var sífellt látið í veðri vaka, m.a. af nokkrum þingmönnum, að einhvers meira og betra væri að vænta hinum megin við hornið. Allt leiddi þetta til þess að einstaklingar og forsvarsmenn fyrir tækja sáu ekki ástæðu til að ganga til samninga um skuldamál sín, þó svo að innifalið í samningum bank­ anna væru ákvæði þess efnis að skuldarar glötuðu í engu rétti til leiðréttinga ef al­ m enn ar breytingar kæmu fram síðar þeim í hag. Það var fyrst á haustmánuðum 2010 sem tekið var í heild á þessum málum og er það von mín að við sjáum gjörbreytingu á endurskipulagningu á skuldamálum á næstu mánuðum. Annað sem hefur tekið lengri tíma en við vonuðumst til í upphafi er að taka upp eðlileg samskipti við erlenda banka. Þarna spilar eflaust margt inn í. Í fyrsta lagi skulum við ekki gleyma því að sú leið var farin hér á landi að láta lánardrottna gömlu bankanna, og þar á meðal eru allir helstu bankar á Vestur löndum, bera verulega skarðan hlut miðað við það sem annars staðar hefur gerst. Í Glitni banka einum, svo dæmi sé tekið, hafa lánardrottnar tapað milli 1.500 og 2.000 milljörðum króna, sem samsvarar rúmlega landsframleiðslu eða fjórum sinnum fjárlögum ríkisins. Í öðru lagi er því ekki að leyna að töfin á Icesave­samningunum hefur haft það í för með sér að hvorki erlendir bankar né matsfyrirtæki hafa vilj að eiga eðlileg samskipti við Ísland. Þótt ánægjulegar undantekningar sé að finna um erlenda fjármögnun íslenskra fyrirtækja ber að hafa í huga að annars vegar er í raun um erlend félög að ræða, þótt höfuðstöðvar séu hér á landi, og í öðrum tilvikum eru vaxtakjör verulega fyrir ofan það sem ætla má að fengist ef sam­ skipti væru eðlileg. Forsendan fyrir því að koma þessum málum á rekspöl er að ganga frá samningum um ágreiningsmál við erlend ríki, ríkissjóður fái matseinkunn viður kenndra matsfyrirtækja og í kjölfarið á því koma svo bankar og önnur íslensk fyrirtæki. Sumum finnst þetta merkilegt og við getum haft skoðanir á því hversu sanngjarnt eða eðlilegt þetta ferli sé. Stað reynd málsins er hins vegar sú að við erum ekki nafli alheimsins og það eru aðrir en við sem ákveða leikreglurnar, við erum hins vegar afar háð því að þessi mál komist í eðlilegan farveg sem fyrst. Hversu traust eru útlánasöfn nýju bankanna og hversu mikil er afskrifta­ þörf þeirra næsta árið? Gæði útlánasafna ráðast í meginatriðum af tvennu. Vinnubrögðum sem viðhöfð eru við lánveitingar og eftirfylgni með safninu annars vegar og svo hins vegar hvernig almennt efnahagsástand er á því svæði sem útlánin taka til. Efnahagsástand hér hefur verið slæmt, en gera má ráð fyrir að það fari hægt batnandi. Miklar niðurfærslur útlána við endurfjármögnun bankanna hafa endur­ speglað þetta ástand og er það trú mín að núverandi niðurfærsla/matsverð eigna nægi til að mæta afskriftaþörf í tengsl­ um við endurskipulagningu lána hjá ein­ staklingum og fyrirtækjum. Átt þú von á því að gjaldeyrishöftin verði afnumin á næsta ári? Ég á ekki von á því að gjaldeyrishöftin verði að fullu afnumin á næsta ári. Ég geri mér þó vonir um að Seðlabankinn geti stigið einhver skref í þá átt því mikil og vaxandi þörf er á að komast út úr nú­ verandi stöðu, en það verður að stíga hvert skref af varúð. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir hvað við er að eiga, t.d. eru eignir gömlu bankanna afar miklar og þeim fjármunum þarf að koma til kröfuhafa. Ég óttast að gjaldeyrishöftin hverfi ekki að fullu fyrr en varanleg lausn er í sjónmáli að því er gjaldmiðilsmál okkar varðar. Óttast þú fjármagnsflæði frá landinu með afnámi gjaldeyrishafta? Ef öll gjaldeyrishöft yrðu afnumin fljótlega væri ástæða til að óttast verulegan fjár­ magnsflótta frá Íslandi. Það er því lykil at­ riði að höftin séu afnumin í áföngum og hvert skref sé tekið af varúð. HVAÐ SEGJA ÞAU UM ÁRAMÓT?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.