Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 79

Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 79
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 79 HVAÐ SEGJA ÞAU UM ÁRAMÓT? GUNNAR HELGI HÁLFDANARSON, formaður bankaráðs Landsbankans: Vonast til að sjá gjörbreytingu á endurskipulagningu skuldamála FORRÁÐAMENN FYRIRTÆKJA Hvernig miðar endurreisn banka­ kerfisins? Henni miðar á margan hátt vel, þótt sumt hafi tafist um of. Á undanförnum vik um tókst t.d. víðtæk samstaða með stjórnvöldum og aðilum á fjár mála­ markaðnum um úrræði til handa heim­ ilum og smærri og meðalstórum fyrir­ tækju m í skuldavanda. Sú viðspyrna sem skuld ugir aðilar og reyndar þjóðfélagið allt fær með þessum úrræðum ætti að reynast drjúg þegar sól tekur að hækka á ný. Hins vegar virðist ljóst að núverandi banka kerfi er of stórt þegar tekið er mið af umsvifum og hagvaxtarspám næstu ára. Ólík markmið helstu hagsmunaaðila sem standa að fjármálafyrirtækjum lands ins kunna að draga úr æskilegum hraða nauðsynlegrar uppstokkunar og því er mikilvægt að þeir sem hafa slag ­ kraft leggi sig alla fram við að flýta þess­ ari þróun. Ef litið er til Landsbankans þá miðar endurreisn hans vel. Í apríl sl. tók til starfa nýtt bankaráð sem eingöngu var skipað á faglegum forsendum. Í júní­ byrjun réð bankaráðið nýjan banka­ stjóra, þrautreyndan bankamann í breyt ingastjórnun og stefnumótun. Nýi banka stjórinn hefur ásamt starfsmönnum látið verkin tala, hrundið af stað og stýrt viðamiklu stefnumótunarverkefni, gjör­ breytt skipulagi, ráðið fimm nýja fram­ kvæmdastjóra á sama tíma og hann hefur verið sannur fulltrúi góðra gilda í bankarekstri. Við bankann starfa nú sam tals átta framkvæmdastjórar (fjórar konur og fjórir karlar) sem allir voru ráðnir eftir hrun. Starfsmenn hafa tekið fullan þátt í þessum breytingum og lagt sig fram við að læra af fortíðinni og lagfæra það sem betur má fara undir öflugri forystu bankastjóra og hans nánustu sam starfsmanna. Við skynjum betri anda og aukna bjartsýni á þessum stóra vinnustað. Hversu traust eru útlánasöfn nýju bankanna og hversu mikil verður afskriftaþörf þeirra næsta árið? Ég get að sjálfsögðu eingöngu svarað fyrir hönd Landsbankans í þessu sam­ hengi en það hefur komið fram að stór hópur viðskiptavina er í erfiðleikum og vanskilum. Það er útilokað á þessari stundu að svara því hver afskriftaþörfin verður en við teljum að þau úrræði sem ég gat um hér að framan, samfara því að atvinnulífið eflist á ný, verði til þess að gæði útlánasafnsins aukist verulega. Átt þú von á því að gjaldeyrishöftin verði afnumin á næsta ári? Ég tel ólíklegt að það verði gert að fullu. Mér kæmi hins vegar ekki á óvart þótt reyndar yrðu einhverjar leiðir til að létta á mesta þrýstingnum. Óttast þú fjármagnsflæði frá landinu með afnámi gjaldeyrishafta? Já, ég geri það og tel að áður en höftin verði afnumin að marki sé nauðsynlegt að byggja upp sterkan gjaldeyrisforða í landinu og þá bæði hjá Seðlabanka og bönkunum. Ekki síður verður að vera búið að takmarka gjaldeyrisáhættu þeirra sem ekki hafa tekjur í erlendum gjald­ miðl um, nægjanlegt traust verður að vera á styrkleika alls fjármálakerfisins og lagaleg óvissa tengd neyðarlögunum eins lítil og mögulegt er. Þegar þetta er allt fyrir hendi er hægt að afnema höftin að talsverðu leyti. Við megum þó ekki gleyma því að við búum við gjaldmiðil sem að öðru óbreyttu á langt í land með að endurheimta trúverðugleika í frjálsum alþjóðlegum viðskiptum. Gunnar Helgi Hálfdanarson

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.