Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Side 81

Frjáls verslun - 01.11.2010, Side 81
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 81 HVAÐ SEGJA ÞAU UM ÁRAMÓT? húsnæðislán. Að okkar mati munu þær lausnir sem standa viðskiptavinum okkar til boða, ásamt lagafrumvarpi efnahags­ og viðskiptaráðherra varðandi gjald eyrislán, fullnýta það svigrúm sem bankinn hefur til að laga höfuðstól lána að efnahag einstaklinga og heimila í skuldavanda. Við höfum þegar náð ágæt­ um árangri, þótt við vildum auðvitað vera lengra komin í ferlinu, en um 14.000 viðskiptavina okkar hafa nýtt sér þær lausnir sem eru í boði. Arion banki kom á fót sérstöku ráðgjafateymi fyrir einstaklinga í því markmiði að hafa sam band við og ráðleggja þeim 1.200 við skiptavinum okkar sem við teljum að þurfi viðbótaraðstoð. Hvað varðar lán til fyritækja, sem eru um 75% af lánabók Arion banka, þá hefur okkur einnig orðið vel ágengt þar. Við erum langt komin með að endur­ skipuleggja stærri fyrirtæki og höfum hafist handa við þau smærri. Reyndar höfum við lokið vinnu við um 450 fyrirtæki og eigum um það bil 400 eftir, svo við erum meira en hálfnuð. Við gerum ráð fyrir að ljúka við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja um mitt næsta ár. En ég vil ítreka að mikilvægt er að hafa í huga þegar rætt er um varúðar­ niðurfærslur og lánabók bankans að efnahagsreikningur okkar endurspeglar það sem við teljum vera raunvirði lána m.t.t. niðurfærslna sem þegar hafa átt sér stað og skuldaaðlögunar sem við gerum ráð fyrir að þurfa að framkvæma í framtíðinni. Átt þú von á því að gjaldeyrishöftin verði afnumin á næsta ári? Gjaldeyrishöftin hafa nú verið við lýði í yfir tvö ár og hafa markað starfsumhverfi íslensku bankanna. Þau eru auðvitað skemmandi að því leytinu til að þau ein­ angra íslenskan fjármálamarkað frá um­ heiminum. Samt sem áður er hægara sagt en gert að aflétta þeim og það verður ekki gert á einu ári. Ég geri ráð fyrir að fyrstu skrefin í átt að afnámi þeirra verði tekin á næsta ári, en að í reynd verði höftin áfram í einhverju formi. Óttast þú fjármagnsflæði frá landinu með afnámi gjaldeyrishafta? Erfitt er að segja fyrir um hvað muni gerast fyrst eftir að höftunum verður aflétt. Einhver þrýstingur er til staðar frá uppsöfnuðu fjármagni innanlands sem gæti viljað út ef höftunum væri aflétt, en hins vegar myndi talsvert fjármagn líka sækja inn í landið um leið og jafnvægi kæmist á. Tíminn hefur unnið með okkur hingað til og jákvæð þróun innanlands hefur aukið líkur á árangri. Ég býst við að það ferli haldi áfram. Á hvaða leið ertu? www.nasdaqomxnordic.com Skráning á markað. Fyrir fyrirtæki sem ætla sér lengra.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.