Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 94
94 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0
Kvik myndir
BREYTING Á BÍÓFLÓRUNNI Í REYKJAVÍK
Kvikmyndahúsin í Reykjavík hafa verið í föstum skorðum í mörg ár.
Þar hafa ráðið lögum og lofum tveir stórir aðilar, Sena og Sambíóin,
en auk þess hefur Laugarásbíó verið rekið sem sjálfstæð eining. Á
árinu urðu þær breytingar að Sena hætti sýningum í Regnboganum
og metnaðarfullir einstaklingar stofnuðu félag sem tók við húsinu,
kallaði Bíó Paradís og þar má segja að nú sé vettvangur þeirra sem vilja
njóta kvikmyndalistarinnar eins og hún gerist best. Í haust opn uðu
svo Sambíóin nýtt og fullkomið kvikmyndahús í Egilshöll, sann kallað
lúxusbíó, svo segja má að Sambíóin hafi tekið afgerandi forystu hvað
varðar fjölda kvikmyndahúsa og sýningarsala. Bíó Paradís var kærkomin
viðbót í bíóflóruna. Í kynningu á starfseminni segir: „Bíó Paradís sýnir
nýjar áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum auk hvers
kyns eldri mynda, erlendra sem innlendra, hýsir kvikmyndahátíðir
og stendur fyrir fjölbreyttum kvikmyndatengdum viðburðum. Þá er
unnið að því að koma á reglulegum skólasýningum í húsinu þar sem
markmiðið er að efla þekkingu og menntun í þessari mikilvægu listgrein.
Hús af þessu tagi eru meðal lykilstofnana höfuðborga víðsvegar um
heim, vinsælir áfangastaðir fyrir heimamenn jafnt sem ferðamenn.
Þau má til dæmis finna á öllum Norðurlöndunum, í flestum Evrópu
löndum og í helstu borgum Bandaríkjanna og Kanada.“
Einn stærsti atburður ársins er kvikmyndahátíðin RIFF, alþjóðleg kvik
myndahátíð, sem olli ekki vonbrigðum frekar en áður. Á hátíðinni í ár,
sem hófst 23. september, voru sýndar 140 kvikmyndir frá 29 lönd um,
margar þeirra íslenskar, nýjar sem eldri myndir. Á meðal gesta á hátíðinni
var Jim Jarmusch, sem m.a. spjallaði við áhorfendur um myndir sínar og
tók þátt í umræðum um kvikmyndalistina í Háskóla Íslands.
2011
Ólíklegt er að jafnmargar kvikmyndir verði frumsýndar 2011 og á
síðasta ári og fer niðurskurðurinn þá kannski fyrst að koma í ljós.
En þegar eru fáeinar kvikmyndir nánast tilbúnar til sýningar og ber þar
fyrst að telja Rokland sem gerð er eftir skáldsögu Hallgríms Helga
sonar. Fjallar myndin um Bödda Steingríms sem snýr aftur heim á
Sauðárkrók eftir tíu ára námsdvöl í Þýskalandi og fer að kenna við
Fjölbrautaskólann. En Krókurinn reynist of lítill staður fyrir svo stór
yrtan og hagyrtan mann og Bödda er sagt upp störfum eftir að hafa
gengið fram af nemendum í helgarferð þar sem ungfrú Norðurland
fótbrotnar á söguslóðum Grettis Ásmundarsonar í Drangey. Leikstjóri
er Marteinn St. Þórsson og með hlutverk Bödda fer Ólafur Darri
Ólafsson. Rokland verður frumsýnd 28. janúar.
Ólafur de Fleur Jóhannesson er nánast tilbúinn með tvær kvikmyndir
sem fara í sýningar á árinu, Borgríki og Kurteist fólk. Fyrrnefnda
myndin fjallar um unga lögreglukonu sem svipt er ástinni, bifvélavirkja
Mennirnir þurfa að takast á við og umbera
sérviskulega eiginleika hvor annars, deila litlu
tjaldi og sofa í táfýlu þétt hvor upp við annan.
Gísli Örn Garðarsson í hlutverki sínu sem Júníor í Kóngavegi.
Með honum á myndinni er þýski leikarinn Daniel Bruhl sem leikur
erlendan ferðafélaga Júníors.
Órói er mynd um unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi
hinna fullorðnu.