Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Síða 96

Frjáls verslun - 01.11.2010, Síða 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 TEXTI: HILMAR KARLSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON Fólk RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR, eigandi Tjónavarna Nafn: Ragnheiður Davíðsdóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 28. júlí, 1954 Foreldrar: Guðmunda Jónína Helgadóttir og Davíð Ágúst Guðmundsson Maki: Jóhann Sævar Óskarsson Börn: Svavar Jóhannsson og Jökull Jóhannsson Menntun: Íslenska og hagnýt fjölmiðlun frá HÍ. Próf frá Lögregluskóla ríkisinsRagnheiður Davíðsdóttir: „Innbrot hafa færst í aukana í kreppunni og nú eru innbrotsþjófarnir orðnir bíræfnari en áður og hika ekki við að brjótast inn á miðjum degi þegar fólk er í vinnunni.“ agnheiður Davíðsdóttir stofnaði fyrirtækið Tjónavarnir í október sl. Fyrirtækið sérhæfir sig í fræðslu og fyrirlestrum um alls kyns tjónavarnir sem til­ heyra heimili og fjölskyldu. Þjónustan er ætluð starfsfólki fyrirtækja og stofnana, þ.e. Ragnheiður kemur á staðinn og heldur fyrirlestur um brunavarnir, vatnstjónsvarnir, þjófa­ og innbrotavarnir og slysavarnir innanhúss sem utan. Ragnheiður hefur mikla reynslu af hvers konar forvörnum. „Ég starfaði í lögreglunni til margra ára og kynntist þar ýmsu misjöfnu sem mótaði mjög afstöðu mína til forvarna og öryggismála og starfaði einnig sem forvarnafulltrúi VÍS þar sem ég heimsótti framhaldsskóla, fyrirtæki og stofnanir með fræðslu af þessu tagi. Ég sá samt að lögreglan var ekki framtíðarstarf og skellti mér í nám í íslensku og fjölmiðlafræði í HÍ á „gamals aldri“, og myndi án efa vera enn í námi ef ég hefði ráð á því. Það var svo ótrúlega gaman í háskólanum. Ég áttaði mig fljótt á að þörf var á þjónustu á borðvið þá sem Tjónavarnir veita. Fólk veit af hinum ýmsu hættum en það þarf að minna reglulega á ýmsa þætti er lúta að forvörnum heimilisins, eins og t.d. að skipta árlega um rafhlöðu í reyk skynjurum og að þeir þurfi að vera í hverju svefnherbergi. Þá er eitt og annað hægt að gera til að koma í veg fyrir innbrot með fyrirhyggju sem kostar enga peninga. Innbrot hafa færst í aukana í kreppunni og nú eru innbrotsþjófarnir orðnir bíræfnari en áður og hika ekki við að brjótast inn á miðjum degi þegar fólk er í vinnunni. Með ýmsum ráðum er hægt að verjast þessum óboðnu gestum. Þá er einnig hægt að forðast bruna­ og vatnstjón með því að láta þvottavélar aldrei vera í gangi á nóttunni því það kviknar í þvottavélum, þótt ótrúlegt sé,“ segir Ragnheiður og vitnar í reynslu sína af tryggingamálum.“ Ragnheiður er mikil útivistar­ kona og er í ritnefnd Útiveru: „Ég hef mikið yndi af því að ganga á fjöll og hef m.a. gengið um Hornstrandir og víðar á Vestfjörðum en ég á ættir að rekja til Haukadals í Dýrafirði sem mér finnst reyndar einn fallegasti staður á landinu. Ég ríð einnig út mér til skemmtunar og á eina meri austur í Flóa hjá systur minni og fer á bak eins oft og kostur er. Þá stunda ég líkamsrækt af miklum móð og æfi reglulega í Sporthúsinu. Ég á fjögur barnabörn, 18 ára tvíbura og stelpu og strák á 2. og 3. ári og fæ aldrei nóg af því að dunda mér með þeim og dekra við þau.“ R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.