Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Side 22

Frjáls verslun - 01.04.2007, Side 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 FORSÍÐUGREIN • GESTUR JÓNSSON eða legg áherslu á orð mín. Í síldinni fengu allir sem vettlingi gátu valdið vinnu. Það hljómar kannski eins og barnaþrælkun að ég var kominn í launaða vinnu á síldarplaninu sex ára gam- all. Ég var látinn vatna tunnur og sinna ýmsu fleiru sem þurfti að gera. Ég veit svo sem ekki hversu mikið gagn var í mér en ég var skráður sem launþegi og var mjög stoltur af því. Það er merkilegt að hugsa til þess að kjarasamningar verkalýðsfélags- ins í Siglufirði á þessum tíma hljóðuðu upp á fullorðinskaup frá sextán ára aldri en það voru líka sérstakir kauptaxtar fyrir fjórtán til sextán ára, tólf til fjórtán ára og tíu til tólf ára. Ég var fyrstu vinnusumrin auðvitað mjög montinn af því að fá kaup samkvæmt taxta tíu til tólf ára þótt ég væri miklu yngri. Ég held að síldarvinnan hafi gert mér mjög gott og það er mikið happ fyrir krakka að fá að taka þátt í að vinna með fullorðnu fólki og læra vinnubrögð þess. Því miður kvaddi síldin Siglufjörð og þá var þar ekki lengur vinnu að hafa. Ég fór í sum- arvinnu fyrir sunnan þegar ég var fjór- tán ára. Vann þrjú sumur hjá Íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli og í Hvalfirði og síðar eitt sumar við virkj- unarframkvæmdir við Búrfell. Ég fór til útlanda að vinna tvö sumur síðustu árin í menntaskóla. Stóð við færiband og setti saman Volvobíla í Gautaborg annað sumarið en hitt sumarið vann ég í gasverksmiðju í Kaupmannahöfn þar sem unnið var gas úr kolum. Þetta var víst síðasta verksmiðjan þeirrar teg- undar í Kaupmannahöfn. Mér var sagt að hinar hefðu allar sprungið í loft upp. Þetta voru skemmtileg sumur en ólík. Vinnan var mikið alvörumál hjá Svíunum, en Danirnir tóku lífið mátulega alvarlega og drukku flestir ótrúlegt magn af bjór í vinnutímanum. Eftir að ég fór í lögfræðinámið gerð- ist ég stundakennari við minn gamla skóla, Gagnfræðaskóla Kópavogs, og var svo í Kópavogslöggunni í tvö sumur. Ég starfaði einnig sem blaðamaður á Tímanum og skúraði Manntalsskrifstofuna á háskólaárunum,“ segir Gestur. Ætlaði aldrei að verða lögfræðingur „Eftir að ég lauk barnaskóla fór ég yfir í Gagn- fræðaskóla Kópavogs og lauk landsprófi þar. Þaðan fór ég í Menntaskólann við Hamrahlíð og er úr fyrsta árgangi þess skóla. Það hefur verið sagt um þennan árgang að við séum frekjur upp til hópa vegna þess að við vorum alltaf í elsta bekknum og þar með engir eldribekkingar til þess að aga okkur. Margir úr þessum árgangi komu úr Kópavogi eru vinir mínir í dag, þar á meðal eru Hjálmar Árnason, fyrrverandi þingmaður, Eiríkur Tómasson, prófessor við Háskóla Íslands, Guðmundur Helgason íþróttakennari og Ari Ólafsson próf- essor svo að nokkrir séu nefndir. Í MH urðum við Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Gestur er forfallinn golfari, hefur gaman af fótbolta, teflir og spilar bridge þegar tækifæri gefast og að sögn vina Gests er hann óforbetranlega stríðinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.