Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 33
D A G B Ó K I N F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 33 Greiningardeildin gerir ráð fyrir að gengi krónunnar muni haldast sterkt allt fram til ársloka 2008, þrátt fyrir að Seðlabankinn muni þá hafa lækkað vexti töluvert. „Þegar Seðlabankinn fer að lækka vexti er það gert í þeirri trú og vissu að jafnvægi í efnahagskerfinu sé að verða meira,“ sagði Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur í greiningardeild Landsbankans, um framvindu og horfur krón- unnar næstu 18 mánuðina. 21. maí Arev N1, nýr fjárfestingasjóður N1 nafnið er greinilega vinsælt um þessar mundir. Enn eitt N1 nafnið var kynnt til sögunnar þennan dag þegar sagt var frá því að nýr einkafjármagnssjóður, Arev N1, hefði verið stofnaður. Í tilkynningu sagði að sjóðurinn hefði allt að þrjá milljarða króna til fjárfestinga í íslenskum neyt- endavörufyrirtækjum, aðallega á sviði heildsölu, smásölu og þjónustu. Sjóðurinn er í eigu Eignarhaldsfélagsins Arev og Icebank. Fram kom í tilkynningu að Arev N1 sé eini sjóðurinn með þessu sniði hér á landi sem fjár- festi í neytendavörufyrirtækjum, en þetta fyrirkomulag sé þekkt í öðrum geirum atvinnulífsins. Sjóðurinn hefur nú fjárfest í sex íslenskum fyrirtækjum, þ.á m. Áltaki, Sól, Vínkaupum, Yggdrasil og Lífsins tré. MS hefur selt Emmessís. 21. maí Sól kaupir Emmessís Greint var frá því að Sól hefði keypt Emmessís af Mjólkursamsölunni. Sól er þekktast fyrir að framleiða ávaxtasafa og fyrirtækið var eitt sinn í eigu Davíðs Schevings Thorsteinssonar. Samkomulagið er undirritað með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Mjólkursamsalan hóf fram- leiðslu á ísblöndu fyrir ísvélar árið 1954 og sex árum síðar var stofnað sérstakt fyr- irtæki um ísframleiðsluna. Framleiðsluvörur Emmessíss eru nú nálægt 120 talsins. 22. maí Risar sameinast á Ítalíu Þessi frétt var um stórar tölur á Ítalíu. En stjórn ítalska bank- ans Unicredit náði samningum um kaup á öðrum ítölskum risabanka, bankanum Capitalia. Kaupverðið nam 1.882 millj- örðum króna. Með kaupunum varð til næststærsti banki Evrópu á eftir HBSC. 22. maí Auglýsingin með Lalla Johns Sennilega hefur engin auglýs- ing í langan tíma vakið annað eins umtal og auglýsing Öryggismiðstöðvarinnar með Lalla Johns í aðalhlutverki. Eins og oft áður sýndist sitt hverjum. Sumir sögðu: Fyndnar auglýsingar. Aðrir: Þær sýna dómgreindarskort og mann- fyrirlitningu. Þegar Öryrkjabandalagið tók sig til og kærði auglýsinga- stofuna Himin og haf, sem framleiddi auglýsingarnar, til siðanefndar SÍA var birtingu auglýsinganna hætt. En kannski var auglýsingin búin að ná því sem hún átti að ná, þ.e. umtali. Andstæðingar auglýsingarinnar myndu eflaust orða það svo að illt umtal væri betra en ekkert umtal. Lalli Johns. Magnús Kristinsson hefur bætt Domino´s á Íslandi í safnið. 22. maí Magnús Kristinsson kaupir Domino´s Magnús Kristinsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum og fjárfestir, hefur verið duglegur við að kaupa fyrirtæki undan- farin tvö ár. Þau hafa flest tengst bílgreininni. En í þetta skiptið fór hann í matvælin því Viðskiptablaðið sagði að félag hans, Smáey, hefði eignast Futura, rekstrarfélag Domino’s á Íslandi, að fullu. Domino´s er stærsta pítsa- fyrirtæki landsins með yfir 350 starfsmenn á landsvísu og 13 verslanir. 23. maí Sameinast Byr og Sparisjóður Kópavogs? Sagt var frá því að stjórnir Byrs sparisjóðs og Sparisjóðs Kópavogs hefðu samþykkt að veita stjórnarformönnum þeirra umboð til að ganga til viðræðna um sameiningu sjóðanna. Byr er sparisjóður sem varð til við sameiningu Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóðs vél- stjóra. 19. maí Atorka selur Parlo Parlogis Atorka Group heldur áfram að vinna að því markmiði, sem félagið gaf út í byrjun ársins, að selja fyrirtæki úr eignasafni sínu hér heima. Greint var frá því að það hefði gengið frá sölu á Parlogis sem verið hefur í eigu félagsins frá árinu 2002. Kaupandi er eignar- haldsfélagið Parlo. Guðný Rósa Þorvarðardóttir verður áfram framkvæmdastjóri félagsins. Nýir eigendur Parlogis reka m.a. Transport toll- og flutningsmiðlun ehf. og DM Logistics sem einnig starfa á vörustjórnunarmarkaði. Félögin verða rekin áfram sem sjálfstæðar einingar með óbreyttu sniði. Stjórnarformaður félag- anna er Friðrik Smári Eiríksson. Guðný Rósa Þorvarðar- dóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.