Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 41
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 41 ... TIL RUNÓLFS ÁGÚSTSSONAR, FRAMKVÆMDASTJÓRA FRAMKVÆMDASVIÐS KEILIS: Hverjar verða áherslur nýs háskóla á Keflavíkurflugvelli og hvað má reikna með mörgum nemendum í byrjun? Nám á þremur stigum „Hlutafélagið Keilir er eins konar rammafyrirtæki utan um menntun á mismunandi skólasviðum. Heildarhlutafé er á fjórða hundrað milljónir og má segja að þrír aðilar leggi ámóta mikið af mörkum hver um sig, það er Háskóli Íslands, nokkur af lykilfyrirtækjum útrás- arinnar á Íslandi og svo heima- menn á Suðurnesjum. Til stendur að bjóða nám á þremur stigum. Fyrsta verkefnið er frumgreinadeild þar sem fólk sem hefur ekki stúdentspróf á þess kost að afla sér undirbúnings stefni það á háskóla- menntun. Í annan stað er fagskóli, svo sem í fluggreinum ýmiss konar. Þriðja sviðið þar sem við hyggjumst hasla okkur völl er alþjóðlegt rannsóknartengt háskólanám þar sem settir verða upp fimm meginklasar, það er á sviði orku- og auðlinda- nýtingar; öryggis-, alþjóða- og stjórnmála; flugs, samgangna og þjónustu; íþrótta, heilbrigðis og heilsu; og lista, hönnunar og afþreyingar.“ … TIL ORRA HLÖÐVERSSONAR, FRAMKVÆMDASTJÓRA FRUMHERJA: Samruni skoðunarfyrirtækjanna Frumherja og Aðalskoðunar hefur verið ógiltur af Samkeppniseftirlitinu. Var þessi samruni ekki borin von þar sem þessi fyrirtæki eru þau einu á skoðunar- markaðnum? Undir viðmiðum samkeppnislaga „Við töldum svo ekki vera. Heildarstærð bifreiðaskoðunarmark- aðarins á Íslandi er undir viðmiðunarmörkum samkeppnislaga þar sem kveðið er á um tilkynningu til stjórnvalda í kaupum sem þessum. Þess vegna var það metið svo af okkar hálfu, að með því að greina aðra og óskylda starfsemi Frumherja frá bifreiðaskoð- unum ættu kaupin að geta gengið í gegn jafnvel þótt eignarhald beggja félaga yrði á sömu hendi. Þessu eru samkeppnisyfirvöld greinilega ekki sammála. Þau telja að önnur og óskyld starfsemi á vegum eigenda Frumherja muni hindra samkeppni á bifreiðaskoð- unarmarkaði.“ … TIL PÁLS Á. JÓNSSONAR, FRAMKVÆMDASTJÓRA MÍLU HF.: Míla er nýtt fyrirtæki utan um grunnnet Símans. Hver er stefna fyrirtækisins og hvert er bókfært virði þess? Áttaviti og lögum okkur að þörfum „Míla mótar stefnu sína í gegnum svokallaðan áttavita. Áttavitinn er eins og nafnið gefur til kynna sú stefna sem fyrirtækið hefur tekið. Hann tekur til framtíðarsýnar, mark- hópa, loforða, gilda, markmiða, þjónustu, persónuleika, nafns og staðsetningar á markaði. Framtíðarstefna Mílu er grundvölluð á nið- urstöðum mörkunarvinnunnar, það er að þarfir og óskir viðskiptavina séu okkar drifkraftur. Framtíðarsýn okkar er: Míla er mikils metinn viðskiptafélagi í fjarskiptum. Saman skilgreinum við þarfir viðskipta- vinarins og beitum okkar sérfræðiþekkingu til þess að veita góða þjónustu og laga okkur að þörfum viðskiptavina okkar. Míla rekur fjarskiptanet sem nær um allt land og gerir Mílu kleift að þjóna öllum með sama hætti. Míla gerir þannig þjónustuaðilum á fjarskiptasviði mögulegt að ná til viðskiptavina sinna, leigir farsímarekendum leigu- línur í radíóstöðvar og leigir þeim húsnæði undir búnað úti um land. Bókfærðar eignir alls eru 19,2 milljarðar króna og bókfært eigið fé er nær 3,8 milljarðar kr.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.