Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 55
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 55 L A X V E I Ð I ATHYGLISVERÐAR UPPLÝSINGAR 1. Frjáls verslun áætlar að efnahagsleg umsvif lax- og silungsveiði á stöng á Íslandi séu í heildina kringum 15 milljarðar króna á ári, en samsvarandi tala var um 8,4 milljarðar fyrir þremur árum. 2. Sala veiðileyfa nemur á milli 2 til 3 milljörðum króna. Veiðileyfi hafa hækkað mjög í verði á undanförnum árum. 3. Algengasta verðið fyrir laxveiðileyfi er frá um 20 þúsund krónum fyrir dagsstöngina og upp í um 60-70 þúsund krónur. 4. Dýrustu laxveiðileyfin kosta sennilega upp í um 220-250 þúsund krónur. Innifalið í verði dýrari veiðileyfanna er yfirleitt fæði og gisting fyrir einn mann og aðgangur að leiðsögumanni. 5. Árið 2004 var talið að 55 þúsund Íslendingar væru í stangaveiði og að hinn íslenski veiðimaður eyddi að jafnaði rúmlega 42 þúsund krónum í ýmis útgjöld tengd veiði og þar vó verð veiðileyfa þyngst. 6. Samkvæmt samtölum Frjálsar verslunar við talsmenn helstu íslensku veiðileyfasalanna er ljóst að velta fjögurra stærstu félaganna nam rúmum 1 milljarði króna í fyrra. 7. Verð veiðileyfa í bestu urriðaveiðiánum (staðbundinn urriði) er sennilega hæst í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal eða hátt í 15 þúsund krónur fyrir stöngina á besta tíma. 8. Laxá á Ásum var lengi vel dýrasta laxveiðiá landsins en í seinni tíð hefur hróður annarra laxveiðiáa farið vaxandi og nægir í því sambandi að nefna ár eins og Selá og Hofsá í Vopnafirði þar sem slegist er um bestu og dýrustu leyfin. í veiðivoninni. Ódýrustu leyfin kosta ekki mikið eða niður í 1.500 til 2.000 krónur fyrir stöngina á tilraunaveiðisvæðum í Hvítá í Árnessýslu og í Jökulsá á Dal en stanga- veiðimöguleikarnir eru lítt kannaðir og menn gætu þurft að hafa verulega fyrir því að setja í laxinn. Algengasta verðið fyrir lax- veiðileyfi er frá um 20 þúsund krónum fyrir dagsstöngina og upp í um 60-70 þúsund krónur. Vilji menn gera sérstaklega vel við sig þá er hægt að fá úrval veiðileyfa, sem kosta vel á annað hundrað þúsund krónur fyrir stöngina, og dýrustu leyfin kosta sennilega upp í um 220-250 þúsund krónur. Innifalið í verði dýrari veiðileyfanna er yfirleitt fæði og gisting fyrir einn mann og aðgangur að leiðsögumanni. Laxá á Ásum var lengi vel dýrasta lax- veiðiá landsins en í seinni tíð hefur hróður annarra laxveiðiáa farið vaxandi og nægir í því sambandi að nefna ár eins og Selá og Hofsá í Vopnafirði þar sem slegist er um bestu og dýrustu leyfin. Ár eins og Norðurá, Laxá í Kjós, Grímsá, Langá á Mýrum, Mið- fjarðará, Víðidalsá, Ytri- og Eystri-Rangá standa svo alltaf fyrir sínu. Uppselt í margar ár fyrir áramót Það kostar mismikið að gista og njóta fæðis í veiðihúsunum þar sem er full þjónusta fyrir veiðimenn. Lægsta verðið, sem Frjáls verslun hefur haft spurnir af, er 7900 krónur og 12.900 krónur í Norðurá (misdýrt eftir tímabilum) en þar sem verðið er hæst verða menn að reikna með að verja rúmlega 20 þúsund krónum á dag fyrir manninn. Þar sem ekki er þjónusta við veiðimenn en veiðihús fylgja veiðileyfum, er verðið oftast innifalið í leyfunum. Þó að verð á laxveiðileyfum sé orðið veru- lega hátt í mörgum ám ber forsvarsmönnum veiðileyfasala saman um að vel hafi gengið að selja leyfi fyrir sumarið 2007. Uppselt var í margar dýrustu árnar þegar fyrir áramót og nú í sumarbyrjun er ekki um auðugan garð að gresja í þeim efnum þótt alltaf sé eitthvað um að menn forfallist og veiðileyfi losni með skömmum fyrirvara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.