Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 59
L A X V E I Ð I ég trúað því að a.m.k. ⅔ hlutar af veltunni stafi af sölu til félagsmanna í SVFR,“ segir Bjarni. Hann segir að margvíslegar skýringar séu á því að dregið hafi úr ásókn erlendra veiðimanna í laxveiði á Íslandi. Ein skýringin sé vafalítið sú að verðið fyrir veiðileyfin sé orðið of hátt í íslenskum krónum og margir veiðimenn telji verð hérlendis einfaldlega of hátt í samanburði við aðra valkosti í laxveiði, t.d. í Rússlandi, og þá hafi gengisþróunin örugglega haft sitt að segja. Styrking krón- unnar á síðustu árum hafi orðið til þess að verðið í erlendri mynt hafi hækkað verulega. „Það má líka leiða að því getum að e.t.v. hafi íslenskir veiðileyfasalar dregið úr markaðssetningu á veiði- leyfum erlendis vegna þess hve salan á innanlandsmark- aði hefur gengið vel,“ segir Bjarni. Á sama tíma og dregið hefur úr komu erlendra stangaveiðimanna til landsins hefur færst í vöxt að íslenskir veiðimenn fari til útlanda í veiði. Margir af kunningjum mínum hafa brugðið sér í veiði til útlanda en það er erfitt að átta sig á því hve þessi hópur er stór. E.t.v. er hann stærri en maður gerir sér grein fyrir í fljótu bragði,“ segir Bjarni en SVFR býður nú upp á takmarkað úrval veiðileyfa erlendis. Farnar voru þrjár laxveiðiferðir til Írlands á þessu vori og rætt hefur verið um að bjóða félagsmönnum í SVFR upp á veiðileyfi víðar, t.d. í silfurbokkaveiði á Kúbu og þá e.t.v. í samstarfi við aðra. „Það er heppilegra að stíla inn á að slík veiði sé utan hefðbundins laxveiðitíma á Íslandi, svona til að vera ekki með þessa vöru í samkeppni við íslensku veiðiárnar.“ Silungsveiðimöguleikar eru stórkostlega vannýttir Verðlagning á veiðileyfum er vinsælt umræðuefni veiðimanna og mörgum blöskrar verðþróunin. Bjarni segir að SVFR hafi gert sitt til að reyna að bjóða félagsmönnum upp á veiðileyfi á viðráðanlegu verði og það sé staðreynd að verð veiðileyfa hjá félaginu sé í mörgum tilvikum lægra en fyrir sambærilega veiði hjá keppinautunum, enda sætti félagið sig við lægri álagningu en margir aðrir veiði- leyfasalar. „Ég er þeirrar skoðunar að verð á dýr- ustu veiðileyfunum muni ekki hækka mikið meira. Ég heyri á öllum að toppnum sé náð. Hins vegar má búast við því að verðið í með- aldýru ánum og þeim ódýrari eigi enn eftir að hækka. Þetta er svo takmörkuð auðlind og það er ekki einfalt að auka við stangardagana, þótt dæmi séu um að menn hafi ræktað upp laxveiðiár þar sem lítil veiði var fyrir. Dæmi um það eru t.d. Rangárnar og Breiðdalsá,“ segir Bjarni, hann spáir því hins vegar að ásóknin í silungsveiðileyfi eigi eftir að stóraukast á komandi árum. Á því sviði séu stórkostlega vannýttir möguleikar. Þrátt fyrir allt tal um hátt verð veiðileyfa telur Bjarni að veltan á íslenskum veiðileyfamarkaði sé minni en margir telja. „Ég gæti ímyndað mér að veltan í sölu veiðileyfanna sjálfra sé ekki miklu meiri en um tveir milljarðar króna á ári. Það eru auðvitað miklir fjármunir. Þegar allt er talið, s.s. ýmis þjónusta við veiðimenn, hvort sem það er gisting, fæði, þjónusta leiðsögumanna eða önnur þjónusta í héraði, þá kæmi mér ekkert á óvart þótt þessi markaður velti allt að fimm milljörðum króna, fyrir utan „afleidda veltu“. Það er hugsanlega verið að selja þjón- ustu leiðsögumanna í allt að 30 ám í 30 daga á sumri. Miðað við 10 stangir að jafnaði þá eru þetta 9000 stangardagar á sumri. Veltan vegna þessa gæti numið 350 milljónum króna. Veltan vegna sölu fæðis og gistingar í veiðihúsum gæti hæglega numið einum millj- arði á sumri. Þá á eftir að gera ráð fyrir þeim fjármunum sem veiðimenn verja til kaupa á ýmiss konar veiðibúnaði. Í ljósi þess að veiði- tímabilið er víðast hvar ekki nema 90 dagar á sumri þá má e.t.v. segja að veltan í kringum veiðina, þegar allt kemur til alls, sé ótrúlega mikil,“ segir Bjarni Júlíusson. Laxveiði Elliðaár Úlfarsá (Korpa) * Leirvogsá Laxá í Kjós og Bugða * Andakílsá Grímsá * Norðurá Gljúfurá í Borgarfirði Norðlingafljót í Borgarfirði * Hítará Fáskrúð í Dölum Krossá á Skarðsströnd Víkurá í Hrútafirði * Gljúfurá í Húnaþingi * Fnjóská Laxá í Aðaldal – Nes- og Árnesveiðar Svalbarðsá í Þistilfirði * Selá í Álftafirði * Þverá í Fljótshlíð * Hólsá – Austurbakki * Stóra-Laxá Sog – Alviðra Sog – Ásgarður Sog – Bíldsfell Sog – Þrastarlundur Sog – Syðri Brú Hvítá – Laugardælir Hvítá – Stóru Ármót * Hvítá – Oddgeirshólar Hvítá – Kiðjaberg * Hvítá – Snæfoksstaðir * Silungsveiði Andakílsá Norðurá – Flóðatangi Hítarvatn á Mýrum Langavatn í Borgarfirði Efri-Haukadalsá Hraunsfjörður Ljárskógavötn Gufudalsá Grafará * Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá * Laxá í Aðaldal - Staðartorfa -Múlatorfa -Hraun -Presthvammur Litlá í Kelduhverfi * Grenlækur 1 og 2 Steinsmýrarvötn * Eldvatnsbotnar Tungufljót Sogið - Ásgarður -Þrastarlundur -Bíldsfell -Alviðra Varmá / Þorleifslækur * = Umboðssala Veiðisvæði SVFR F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 59 „Ég er þeirrar skoðunar að verð á dýrustu veiðileyfunum muni ekki hækka mikið meira. Ég heyri á öllum að toppnum sé náð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.