Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 62

Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R Þ egar sú frétt barst í byrjun maí að John Browne hætti samstundis sem forstjóri BP vegna einkalífs- ins vöknuðu strax upp spurningar um hvort brott- hvarf Brownes lávarðar sýndi að samkynhneigð væri litin hornauga í bresku viðskiptalífi og af hverju einkalífið kæmi starfi hans yfirleitt við. Hvorugt er þó kjarni málsins heldur að lávarðurinn reyndi að stöðva birtingu eins síðdegisblaðanna á umfjöllun bæði um einkalíf hans og viðskiptamál. Í þeim sviptingum laug hann fyrir dómi um algjört smáatriði, hvernig hann kynntist ungum manni sem hann bjó með í fjögur ár. En við þetta bætist einnig gagnrýni á óhóflegan sparnað í öryggismálum, hugsanleg málaferli í kjölfar slyss í olíu- hreinsunarstöð BP 2005 þar sem fimmtán manns létust og 180 slösuðust, olíuleki í Alaska og meðfylgjandi umhverf- isspjöll 2006 – og síðast en ekki síst; gagnrýni á laun Brownes. Það er enn óljóst hvort Browne þarf að svara til saka um lygarnar en þær hafa þegar kostað hann starfið og starfslokasamning upp á allt að 15,5 milljónir punda (tvo milljarða ísl. króna). Það gremjulega fyrir lávarðinn er að hann ætlaði hvort sem er að hætta í lok júlí. Það góða fyrir BP er að í fyr- irtækinu var allt tilbúið fyrir valdaskiptin og það athygl- isverða er að eftirmaðurinn er Tony Hayward sem hafði gagnrýnt Browne. Sagan leiðir þó miklu fleira í ljós en einkalíf Brownes því hún snýst einnig um mann sem enskir fjölmiðlar kalla sólkónginn – og um ungan mann sem ratar úr blankheitum inn í munaðarlíf þar sem hann missir algjörlega fótanna, eiginlega sagan um Öskubusku sem lendir aftur í öskustónni. Uppgangur BP Saga BP er einnig saga pólitískra hugmynda um ríkisrekstur og einkavæðingu. Í lok 19. aldar og byrjun þeirrar síðustu var olíuleit og -vinnsla í mótun víða um heim. Í Íran var stofnað enskt fyrirtæki 1909, Anglo-Persian, sem var komið í kröggur 1914. Nokkrum vikum áður en fyrri heimstyrjöldin braust út, ákvað Winston nokkur Churchill, þá yfirmaður í flotamálaráðuneytinu að ríkið skyldi eiga ráð- andi hlut í fyrirtækinu til að tryggja hernum olíu. Í stríðinu var þýskt fyrirtæki, starfrækt í Englandi, British Petroleum, tekið inn í Anglo-Persian og það nafn síðan tekið upp. Raforkufyrirtæki voru þjóðnýtt á 3. áratugnum og á næsta áratug millilandaflug. Þegar Verkamannaflokkurinn kom til valda eftir stríð rifjuðu menn þar á bæ upp samþykkt sem flokkurinn hafði gert 1918 um þjóðareign „framleiðslutækja, dreifingar og viðskipta“ eins það hét á máli þeirra tíma. Á 5. áratugnum Fall sólkonungsins hjá BP: TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR • MYNDIR: ÝMSIR Breskir fjölmiðlar hafa líkt falli Brownes lávarðar úr forstjórasætinu hjá BP við fall sólkonungsins. Hann sagði af sér vegna ástarmála við ungan mann, en það vó þyngra að hann laug fyrir dómi. Fall hans þykir enn eitt dæmið um misheppnaða tilraun til að breiða yfir óþægilegan sannleik en líka um einangraða stjórnendur. DRAMB ER FALLI NÆST
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.