Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Síða 65

Frjáls verslun - 01.04.2007, Síða 65
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 65 Nokkrum dögum áður en Browne sagði af sér voru launamál hans til umræðu í fjölmiðlum og það ekki í fyrsta skipti. Í tengslum við aðalfund kom í ljós að laun hans hefðu reyndar lækkað um tæpan þriðjung frá 2005 þegar þau náðu hámarki. Greint var frá því að árslaun hans væru komin niður í tæpar 5 milljónir punda (650 milljónir króna). Þá var giskað á að þegar hann hætti í júlí hyrfi hann á brott með rúmlega 20 millj- ónir punda í greiðslum og hlutabréfum, en það heyrðust jafnvel nefndar tölur eins og 70 milljónir punda, allt eftir því hvernig hlutabréfaverðið var fram- reiknað. Þrátt fyrir andóf ýmissa hluthafa sam- þykkti launanefnd fyrirtækisins launa- kjör Brownes. Á undanförnum tveimur árum hefur gengi hlutabréfa í BP lækkað um rúm tíu prósent. Hins vegar varð methagnaður í fyrirtækinu í fyrra, nam 15 prósentum enda olíuverð hátt. Nú horfir þegar í aðra átt, á fyrsta ársfjórðungi þessa árs dróst hagnaðurinn saman um 17 prósent. Ástir og einkalíf Málið sem hratt Browne úr forstjórastóli BP tengist sambandi hans við ungan mann, Jeff Chevalier, sem er 34 árum yngri en lávarðurinn. Browne var aldrei við kvenmann kenndur. Móðir hans var ungverskur gyð- ingur sem lifði af helförina, var mjög sterkur persónuleiki og fylgdi oft syni sínum við margvísleg tækifæri þar til hún dó 2001. Fljótlega eftir að hún lést virðist Browne hafa haft samband við vefsíðu sem sérhæfir sig í að útvega auðugum karlmönnum fylgisveina og varð viðskiptavinur þar. Í febrúar 2002 leigði Browne Jeff Chevalier fyrir 150 pund á klukkutímann. Chevalier er kanadískur, kominn undir þrítugt. Eftir að hafa hitt Browne nokkrum sinnum á þessum forsendum hætti ungi maðurinn skrifstofuvinnu, tók upp fast samband við Browne, flutti til hans og árið 2003 var hann farinn að koma fram sem lagsmaður Brownes við hin ýmsu tækifæri. Lífsstíllinn var í takt við árslaun Brownes á þeim tíma, 7 milljónir punda. Chevalier fékk allt sem hann langaði í; fín föt, tölvur og hvað sem hugurinn girntist. Þeir flugu um heiminn á fyrsta farrými og Browne varð stórmóðgaður ef hann fékk ekki sæti 1A, nema hvað hann múðraði ekki þegar rollingurinn Mick Jagger var farþegi í sömu vél og fékk það sæti. Best kunni Browne þó við einkaþotur sem hann lét BP taka á leigu. Þeir sóttu óperusýningar og listviðburði um allan heim, dvöldu í höllinni sem Browne á í Feneyjum, lúx- usíbúðinni í Cambridge eða heimilinu í Chelsea í London, hittu Tony Blair, Gordon Brown, Romano Prodi og fólk úr skemmtanaheiminum eins og Jude Law, Siennu Miller, Hugh Grant og Elton John. Þegar Blair kom í kvöldmat hjá Browne voru engir aðrir viðstaddir en Anji Hunter, fyrrum ritari Blairs sem var farin að vinna hjá Browne, og svo Chevalier. Blair kunni vel að meta franska rauðvínið frá 1983 sem Chevalier vissi að kostaði þrjú þúsund pund á flösku, tæpar 400 þúsund krónur. En það er á við þriggja mánaða leigu á lítilli íbúð í úthverfi London. Blair var hinn alúðlegasti, ávarpaði Chevalier með nafni og skýrði út fyrir honum atriði í samræðunum sem honum datt í hug að ungi maðurinn skildi ekki. Chevalier tók eftir að líf Brownes snerist um að vera á réttum stöðum á réttum tíma með réttu fólki þar sem allt miðaðist við við- skiptahagsmuni. Chevalier gat ekki séð að Browne ætti neina vini aðra en viðskiptavini. Og allt í kringum hann hafði verðmiða – Browne reykti fjóra smávindla á dag sem hver kostaði 20 pund svo að vindlareikningur hans hefur verið um 2.400 pund á mánuði, um 300 þúsund krónur, sem eru þokkaleg mánaðarlaun í Englandi. Og þegar Chevalier braut krystalsglas hjá Browne vissi hann að það kostaði 2.000 pund stykkið, um 260 þúsund krónur. En húsráðandinn var ekkert að erfa það við hann. Browne hjálpaði Chevalier að setja upp lítið fyrirtæki sem seldi hringitóna í farsíma en reksturinn gekk ekki upp. Smám saman hætti glæsilífið líka að ganga upp hjá Chevalier. Hann fór að fá hræðsluköst, fannst óþægilegt að hitta allt þetta fólk Browne var nátengdur bæði Tony Blair forsætisráðherra og ekki síður Gordon Brown fjármálaráðherra sem tekur við af Blair á næstunni. Browne var aðlaður 2001, á sæti í lávarðadeildinni, en hefur ekki stundað setur þar. L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R Jeff Chevalier og John Browne í lúxusíbúð þess síðarnefnda á Ítalíu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.