Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 74

Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 Margir kannast við nöfn þekktra fræði-manna og ráðgjafa án þess að muna nákvæmlega hvað þeir eru frægir fyrir. Þetta á við um viðskiptafræði og stjórnun eins og aðrar fræðigreinar. Hver hefur ekki heyrt einhvern minnast á Abraham Maslow, Henry Mintzberg, Michael E. Porter og Peter F. Drucker eða verið í hópi þar sem sagt er frá John Kotter, Karl Albrecht og Stephen R. Covey svo dæmi sé tekið. Hin hliðin á sama peningi er þegar umræðan er um þarfapíramídann, helstu skipulagsgerðirnar, virð- iskeðjuna og tilvistarkenningu fyrirtækisins. Önnur dæmi um eitthvað sem hljómar kunnuglega er þegar einhver kastar fram „Pétursprinsippinu“ eða „Park- insonslögmálinu“. Hverjir eru þessir menn sem svo oft er fjallað um, hvað eru þeir þekktir fyrir og hvað má af þeim læra? Hér er stórt spurt og stundum er fátt um svör. Fyrir áhugasama er þetta úrvals ritgerðarefni. Um hvern og einn sem tilheyrir úrvalshópi kenningakónga eru til viðamiklar upplýsingar. Bæði hefur umtalsvert verið skrifað um þessa einstaklinga og hver og einn þeirra hefur samið fjölda ritverka sem í mörgum til- fellum hafa verið þýdd á fleiri tungumál. Umfangið af fyrirliggjandi efni er í raun slíkt að það getur verið erfitt að ná utan um það og átta sig á aðal- atriðunum. Fyrir starfandi stjórnendur er löng ritgerð á hinn bóginn ekki alltaf besti miðillinn. Oft henta betur stuttar og hnitmiðaðar greinar. Það er því mark- miðið með þessari grein og öðrum sem munu fylgja í kjölfarið að auðvelda stjórnendum að rifja upp áherslur og meginskilaboð frá nokkrum þekktum kenningakóngum. Ætlunarverkið er að grípa niður og gefa eftir föngum innsýn í nokkrar þekktar stjórnunaraðferðir og lögmál. Að setja innihald á bak við kunnugleg nöfn og rifja upp kjarna málsins. Það er fyrst og fremst innsýn, þekking og áhugi greinarhöfundar sem ræður valinu á kenningakóng- unum og um hvaða framlag þeirra er fjallað. Alls eru það fimmtán einstaklingar sem hafa orðið fyrir valinu að þessu sinni. Valið á þeim er ekki hlutlægt eða kerfisbundið. Byggt er á reynslu annars vegar og hins vegar á nokkrum heimildum þar sem fjallað er um fjölmarga fræga kennimenn viðskiptafræðanna. Að hluta til eru heimildirnar vefsíður kenningakóng- S T J Ó R N U N TEXTI: RUNÓLFUR SMÁRI STEINÞÓRSSON Þekkt lögmál og stjórnunaraðferðir: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, fjallar hér um kenningakóngana í stjórnun. Þetta er fyrsta grein hans af nokkrum um þekkta fræðimenn á sviði stjórn- unar. Hver hefur ekki heyrt einhvern minnast á Abraham Maslow, Henry Mintzberg, Michael E. Porter og Peter F. Drucker? Eða um „Pétursprinsippið“ og „Parkinsonslögmálið“. KENNINGA KÓNGARNIR Dr. Runólfur Smári Steinþórsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.