Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 80

Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 SUMARIÐ ER TÍMINN Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í guðfræði, byrjaði að stunda göngur, einkum fjallgöngur, árið 1989. „Ég hlustaði á mjög áhuga- verðan fyrirlestur Ísaks Hallgrímssonar læknis í Háskólabíói og þar kom fram að vel væri hægt að ganga á fjöll þó að maður væri lofthræddur. Það hreif. Ég var kominn upp á fjall daginn eftir og síðan hef ég gengið nokkuð reglulega á fjöll, langmest í nágrenni Reykjavíkur. Seint myndi ég kalla mig fjallgöngukappa en þetta er góð og heilsusamleg tómstundaiðja. Trú og fjöll „Göngurnar styrkja mig bæði líkamlega og andlega,“ segir Gunnlaugur. „Það er nálægðin við náttúruna sem gefur manni mest og að komast út úr skarkala borgarlífins, ekki síst fyrir mann eins og mig sem vinnur við skrifborð alla daga. Það er alltaf ein- staklega notaleg tilfinning að komast upp á fjall, alveg upp á topp. Mér finnst það alltaf mikilvægt að hætta ekki við fyrr en komið er alla leið. Þá finnst manni sem maður hafi náð sínu marki. Því fylgir á stundum allt að því trúarleg tilfinning enda hefur mætur Íslendingur komist þannig að orði að Íslendingar séu hvergi trúaðir en á fjöllum. Og Biblían hefur margt athyglisvert að segja um fjöllin. Einn af vin- sælustu sálmum Gamla testamentisins - Sl 121 - byrjar á orðunum: „Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp?“ Framhaldið má túlka á þann veg að Guð sé tengdur fjöllunum með sérstökum hætti, enda opinberaði Guð lögmál sitt fyrir Móse á Sínaífjalli, Jesús flutti sína frægustu ræðu á fjalli og svo mætti lengi telja.“ Árleg Strandarkirkjuganga Frá árinu 1990 hefur Gunnlaugur - án þess að missa ár úr - gengið í góðra vina hóp frá Heiðmörk og niður í Selvog - alltaf laugardaginn eftir verslunarmannahelgi. Um átta klukkustundarlanga göngu er að ræða. ,,Við ljúkum göngunni jafnan niðri í Strandarkirkju og höfum þar nokk- urs konar helgistund, einhver göngumanna talar til okkar og svo förum við saman með faðir-vorið. Þess hugmynd fæddist eftir að ég las ævisögu Helga læknis Ingvarssonar á Vífilsstöðum um jólin 1989. Þar kom fram að hann hafði um áratugaskeið gengið að Strandarkirkju í þeirri trú að það yrði sér og sínum til heilla. Fyrstu gönguna fórum við þrír saman. Við áttum það sameiginlegt að hafa allir verið í framhaldsnámi úti í Lundi. Síðan hefur fjölgað í hópnum og flest höfum við verið rúmlega tuttugu talsins. Ég gæti þess vandlega að halda alltaf þessum degi lausum. Langoftast höfum við fengið rigningu stóran hluta leiðarinnar en það skiptir engu.“ Árleg Keilisganga Af öðrum hefðum Gunnlaugs á þessu sviði má nefna árlega Keilisgöngu á jóladag. „Þangað höfum við bræður og stundum fleiri fjölskyldumeðlimir og vinir gengið hvern jóladag í rúman áratug. Við leggjum yfirleitt af stað strax upp úr hádegi. Þessi ganga er orðin algjörlega ómissandi hluti í jólahaldi mínu. Það er einstaklega hressandi að ganga á þessum mesta helgidegi ársins og hangikjötið bragðast svo margfalt betur þegar heim er komið eftir slíka göngu. Ein jól dvaldist ég í Danmörku og þá var það fyrst og fremst Keilisgangan sem ég saknaði og ekki var fjöllum fyrir að fara í nágrenni Kaupmannahafnar.“ Að semja á göngu „Ég hef ekki farið í skipulagðar gönguferðir erlendis eins og nú er farið að tíðkast. Fyrir tveimur árum dvaldist ég þó á Krít í tvær vikur og gekk þá daglega rúma 10 kílómetra, stundum í allt að 40 stiga hita. Það er auðvitað ekki í frásögur fær- andi. En á þessum tíma var ég að semja tímaritsgrein og fannst það afskaplega gefandi að standa upp frá lestrinum í skugga trjánna og fá mér langan göngutúr í sólinni. Þá hafði ég alltaf með mér blað og blýant, settist niður einu sinni eða tvisvar á leiðinni og punktaði hjá mér þær hugmyndir sem fæddust á göng- unni. Margt sem ég hafði verið að glíma við í lestrinum heima við hótelið opnaðist fyrir mér á göngunni. Niðurstaðan varð sú að þarna varð til grein sem ég tel einhverja þá bestu sem ég hef skrifað. Reynsla mín er sú að góðar hugmyndir fæðast mikið frekar á göngu, einkum ef gengið er upp í móti, heldur en við skrifborð. Þannig að fyrir þá sem eru að skrifa eða semja hugverk af einhverju tagi eru göngur mjög góður kostur. Þetta vissi Halldór Laxness auðvitað enda fór hann í daglegar göngur og hafði blýants- stubb og blað með sér.“ Gunnlaugur A. Jónsson efst í Grindaskörðum, hálfnaður í Strandarkirkjugöngu sumarið 2005. Gunnlaugur A. Jónsson: Fjallgöngur með trúarlegum blæ Gönguhópurinn framan við Strandarkirkju.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.