Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 82

Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 SUMARIÐ ER TÍMINN Ólafur Ólafsson og sonur hans, Ólafur Orri. „Hestamennskan er bæði tilbreyting og hvíld og ég hitti mikið af skemmtilegu fólki í hestamennskunni.“ Brynja Halldórsdóttir. „Það að æfa skvass er sennilega eitthvað það skynsamlegasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur um dagana.“ Ólafur Ólafsson, stjórnarfor- maður Samskipa, byrjaði í hestamennsku þegar hann var um 10 ára. Hann og bróðir hans voru í sveit á bæ í Vatnsdal og gaf bóndinn á bænum þeim hryssuna Freyju. „Ég hætti í hestamennskunni þegar ég fór í framhaldsskóla en yngri dóttir mín og eigin- konan töluðu mig inn á að byrja aftur í hesta- mennskunni mörgum árum Ólafur Ólafsson: Tilbreyting og hvíld síðar. Við fjölskyldan stundum hestamennskuna mikið þegar færi gefst.“ Fjölskyldan á um 20 hesta. Þegar Ólafur er spurður hvað heilli hann mest við hestamennskuna nefnir hann útiveruna og að fást við jafn- skemmtilegar tilfinningaverur og hestarnir eru. Fjölskyldan hefur farið vikuferðir á hestum og sumar þeirra á hálendinu. Í sumar verður farið með góðum hópi í hestaferð vestur á Snæfellsnes. „Hestamennskan er bæði tilbreyting og hvíld og ég hitti mikið af skemmtilegu fólki í hestamennskunni.“ Brynja Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Norvikur, hefur alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum og byrjaði að æfa skvass fyrir níu árum. Áður hafði hún meðal annars lengi spilað tennis. Íþróttamiðstöðin Veggsport er skammt frá heimili hennar og einn dag- inn datt henni og eiginmanninum í hug að líta þar inn og eftir það varð ekki aftur snúið. „Reyndar hefur það skipt okkur miklu máli að öll fjölskyldan er í þessu – við hjónin og börnin okkar þrjú. Mér finnst skemmtilegast að fylgjast með börnunum mínum en dóttir mín hefur lengi verið Íslandsmeistari í skvassi og eldri sonur minn er farinn að keppa og hefur tekið miklum framförum. Sá yngri er ekki enn farinn að æfa reglulega en hann hefur átt spaða í nokkur ár og kann því vel að slá.“ Brynja segir að skvass sé skemmtileg íþrótt þar sem keppnisskapið fær útrás. Þá sé skvass ekki síður góð hreyfing og því fylgi góður félagsskapur. „Það að æfa skvass er sennilega eitthvað það skynsam- legasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur um dagana.“ Brynja æfir skvass yfirleitt á hverjum degi. „Svo koma tímabil þar sem ég er mikið erlendis og þá fer ég minna. Engu að síður hef ég líka spilað þótt ég sé á ferða- lögum. Þetta er bara spurning um að finna sal og taka skóna og spaðann með.“ Brynja Halldórsdóttir: Þá fær keppnisskapið útrás
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.