Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 86

Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 K YN N IN G SUMARIÐ ER TÍMINN Opin kerfi ehf. • Höfðabakka 9 • 110 Reykjavík • Sími 570 1000 • Fax 570 1001 • www.ok.is GÁFAÐAR GRÆJUR Verslaðu HP vörur eingöngu hjá viðurkenndum HP sölu- og þjónustuaðilum. Upplýsingar um söluaðila má finna á www.ok.is og www.prentarar.is P IP A R • S ÍA • 7 1 0 1 1 HP Photosmart D7160 er einn hraðvirkasti ljósmyndaprentarinn á markaðnum í dag. Í honum eru sex aðskilin litablekhylki sem tryggir myndunum þínum bæði skerpu og dýpt. HP Photosmart R837 myndavélin er 7,4 megapixla og býður upp á fjölda möguleika til að laga myndir á einfaldan hátt, eins og t.d. óæskilegan glampa í augum. Litríkt sumarfrí með HP Photosmart Nýju HP Photosmarttækin tala saman, milliliðalaust. Engin tölva! Þú einfaldlega tengir myndavélina beint í prentarann eða stingur minniskortinu í hann og prentar út myndirnar þínar. HP Photosmart Í SUMAR Verslun Opinna kerfa var opnuð í febrúar á þessu ári í höf-uðstöðvum fyrirtækisins á Höfðabakka 9. Opin kerfi hafa þjónað íslenskum fyrirtækjum og stofnunum undanfarin 22 ár, með HP vélbúnaði, hugbúnaði, ráðgjöf og þjónustu. Versluninni er ætlað að koma til móts við nýjan markhóp fyrirtækisins sem er hinn almenni neytandi. Halldóra Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs Opinna kerfa, segir að vöruúrvalið í nýju versluninni sé mjög fjölbreytt og gott. Þar fáist ýmis búnaður sem hentar einstaklingsmarkaðinum mjög vel, s.s. fartölvur, borðtölvur, myndavélar, skjáir og prentarar auk margvíslegs annars tölvubúnaðar. Nær allur búnaður í versl- uninni er framleiddur af HP enda er HP eini framleiðandinn í heim- inum sem er með heildarlausnir þar sem öll tækin eru fullkomlega samhæfð. Vöruúrvalið er fjölbreytt HP hefur sótt mjög á í framleiðslu fjölnota- tækja sem eru allt í senn, prentarar, ljósritunarvélar, skannar og jafnvel faxtæki og fæst mikið úrval slíkra tækja í versluninni á Höfðabakka. Það nýjasta í þeirri tækni er að bleksprautuprentarar eru orðnir ódýr- ari í rekstri og fjölhæfari en laserprentarar. Myndavélarnar og prentararnir fara sérstaklega vel saman því að einn möguleiki þeirra er að aðeins þarf að stinga minniskorti úr myndavélinni í prentarann til að prenta út ljósmyndir. Þá eru til prentarar með innbyggðum litaskjá svo að skoða má, breyta og laga myndirnar áður en þær eru prentaðar út. Allt er þetta hægt án þess að nota tölvu. Prentararnir eru flestir með sex aðskildum litahylkjum en þannig verður hver blekdropi 33% minni en ef notað er eitt hylki með öllum litunum. Þar með minnkar bleknotkunin umtalsvert án þess að það komi niður á gæðum útprentunarinnar. Loks hafa rannsóknir sýnt fram á 200 ára litfestu nýja VIVERA bleksins á HP pappír. Ein af vinsælli fartölvunum er með 17“ skjá og lyklaborði í fullri stærð en segja má að slíkar fartölvur leysi af hólmi borðtölvur án þess að það komi mikið niður á skjástærð og afli. Að sjálfsögðu fæst líka í versluninni margvíslegur hugbúnaður frá Microsoft, Adobe og vírusvarnir frá Mcafee. Í versluninni fæst einnig tölva sem sameinar allar ljósmyndir, hreyfimyndir, tónlist, sjónvarp, útvarp og DVD. Tækið sem er ekki stærra en gamla VHS afspil- unartækið, gerir stafræna skemmtun að leik einum. Sérverslun sem þörf var á Verslunarstjórinn, Sigurbergur Árnason, segir ljóst að mikil þörf hafi verið fyrir slíka sérverslun sem leggi áherslu á HP vörur. Mikill kostur sé að bæði lager og verkstæði séu á sama stað og verslunin. Um leið sé gott aðgengi að öllum helstu sérfræðingum Opinna kerfa, svo að hægt sé að veita fólki bestu þjón- ustu sem völ er á. Viðtökurnar frá því verslunin var opnuð hafa verið frábærar og allir verið ánægðir með framtakið. Ný glæsileg HP sérvöruverslun Opin kerfi: Opin kerfi eru með netverslun á www.fartolvur.is. Þar má skoða allar vörur sem í boði eru og fá góðar lýsingar á þeim. Fólk getur pantað vörurnar á síðunni, sótt hana síðan eða fengið hana senda. Halldóra Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs Opinna kerfa og Sigurbergur Árnason verslunarstjóri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.