Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7
K
YN
N
IN
G
SUMARIÐ ER TÍMINN
Runólfur Maack og Eyjólfur Árni Rafnsson feta bæði gamlar og nýjar slóðir um þessar mundir. Saman stýra þeir stærstu verkfræðistofu landsins, VGK-Hönnun hf, sem rekur 8
starfsstöðvar um land allt þar sem starfa 260 hámenntaðir sérfræð-
ingar. Verkefnastaða fyrirtækisins hefur aldrei verið betri og mögu-
leikarnar virðast óþrjótandi. Samhliða miklum
uppgangi innanlands hefur VGK-Hönnun
unnið verkefni utan landsteinanna í vaxandi
mæli og er í raun komið í útrás af fullum krafti,
nú síðast með þátttöku í fjárfestingarfyrirtæk-
inu Geysir Green Energy.
Framkvæmdaglaðir Íslendingar hafa gjarnan
haft í nógu að snúast, ekki síst á sumrin. Þá er
tími bygginga, vegagerðar og allra þeirra fram-
kvæmda sem vinna þarf á meðan veður leyfir.
VGK-Hönnun hefur ekki farið varhluta af þeim mikla uppgangi sem
einkennt hefur íslenskt efnahagslíf undanfarin ár og engin breyting
virðist ætla að verða á. Þar sem fyrirtækið starfar á mjög breiðum
grunni eru verkefnin bæði mörg og ólík, allt frá hönnun húsa,
lagna, gatna og veita, að álverum, háspennulínum, vatnsafls- og
jarðvarmavirkjunum, ásamt rannsóknum, nýsköpun, umhverfis- og
gæðamálum, svo fátt eitt sé talið, en verkefnin skipta hundruðum.
Þessu til viðbótar bætist svo vinna fyrirtækisins á erlendri grundu en
þar er fyrst og fremst horft til umhverfisvænnar orkuöflunar með
nýtingu jarðvarma.
Starfsfólkið mikilvægast Þekkingarfyrirtæki
eiga velgengni sína að mestu leyti undir starfs-
fólki sínu, þekkingu þeirra og reynslu. Aðstaða,
umgjörð og starfsandi eru því ákaflega mik-
ilvægir þættir í rekstri fyrirtækisins og stjórn-
endum þess ofarlega í huga í daglegum rekstri.
VGK-Hönnun var nýlega valið eitt af fyr-
irmyndarfyrirtækjum ársins hjá VR og telja
Runólfur og Eyjólfur Árni það til marks um
þann árangur og vilja starfsmanna og eigenda til að skapa góðan
vinnustað. Um þessar mundir er unnið að hönnun nýrra höfuðstöfða
fyrirtækisins en með þeim kemst öll starfssemi á höfuðborgarsvæð-
inu undir eitt þak.
VGK hönnun:
Framtíðin er græn
Varðandi verkefni
VGK-Hönnunar á erlendri
grundu er fyrst og fremst
horft til umhverfisvænnar
orkuöflunar með
nýtingu jarðvarma.
Framkvæmdastjórarnir Runólfur Maack og Eyjólfur Árni Rafnsson.