Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 98

Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 K YN N IN G SUMARIÐ ER TÍMINN Breyttur lífsstíll Íslendinga kemur trúlega hvergi betur fram en í matarsmekk og matreiðslu. Fólk gerir sér æ betur grein fyrir hve miklu skiptir að borða hollan mat, framleiddan úr fersku og vel völdu hráefni. Því er ekki að undra að menn sæki í verslanir á borð við Fiskisögu, sem selur m.a. fisk og tilbúna fiskrétti, og Gallerí kjöt þar sem í boði er fyrsta flokks kjöt. En fólk vill meira. Það vill geta keypt tilbúna rétti sem stinga má í ofninn, setja á pönnuna eða í pottinn og reiða fram á fáeinum mínútum. Hraðinn í þjóðfélaginu krefst þess, enda er hver mínúta dýrmæt! Þá er ekki slæmt að geta komið í Fiskisögu, valið sér tilbúinn fiskrétt, stungið honum í ofninn þegar heim er komið og borið hann á borð eftir 18 mínútur og þá er sama hvort um er að ræða mat fyrir fjölskylduna eða veislumat sem sómi er að í flottustu sælkeraveislu! Fiskurinn í sælkeraréttunum er glænýr. Hann kemur á land að morgni, er seldur í Fiskisögubúðunum síðdegis og borinn fyrir fjölskyldu eða veislugesti að kvöldi. Franski matreiðslumeistarinn Eric Paul Calmon á heiðurinn að uppskriftum tilbúnu fiskréttanna í Fiskisögu og matreiðir þá líka. Sérfræðingar til ráða Fólk leitar í auknum mæli til sérfræðinga þegar keypt er kjöt í mat- inn. Þeir veita ráðleggingar um matreiðslu sem tryggir að gæðakjöt missi ekki sína góðu eig- inleika vegna mistaka „matreiðslumeistarans“ heima í eldhúsi eða úti við grillið. Ráð sérfræðinganna í Gallerí kjöti eru ómetanleg. Nýjar verslanir Eigendur Gallerí kjöts og Fiskisögu ákváðu nýlega að opna saman verslanir víða um bæ og þar verða seldar þær gæðavörur sem fyrirtækin eru þegar þekkt fyrir. Nýjar glæsi- legar verslanir hafa verið opnaðar í Búðakór, Tjarnavöllum og á Dalvegi. Opnaðar verða sameiginlegar verslanir á Sundlaugavegi, Grens- ásvegi og í Borgartúni. Á Akranesi hefur líka verið opnuð verslun Fiskisögu. Á Dalvegi er veitingastaður og í Borgartúni verður einnig veit- ingastaður og þar má taka heim með sér tilbúinn mat: ljúffenga fisk- og kjötrétti, rétti af íslenskum og erlendum toga, sem m.a. matreiðslumenn frá Frakklandi og Indlandi eiga heiður af. Verslanir á borð við Fiskisögu og Gallerí kjöt eiga sér langa sögu hjá frændum okkar Dönum og þykja ómissandi. Óhætt er að full- yrða að hér verður þeim líka vel tekið. Gaman er að benda á hvílíkar breytingar í fisksölu hafa átt sér stað með Fiskisögu. Þar bregður ekki fyrir fisksala fyrri aldar í gúmmístíg- vélum með rauðar og vatnsbólgnar hendur. Það eina sem eldri kynslóðin mun kannski sakna er fisklyktin, en vissulega má komast af án hennar í metnaðarfullri sælkeraverslun þar sem áhersla er lögð á hreinlæti og ferskar gæðavörur. Bylting í fisk- og kjötsölu! Fiskisaga og Gallerí kjöt: Viðskiptavinur á þönum fær, auk fisks og kjöts, mjólkurvörur, sósur, krydd, margs konar frystivörur og tilbúna kjötrétti í verslunum Fiskisögu og Gallerí kjöts. Úr versluninni á Dalvegi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.