Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 108

Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 108
108 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 SUMARIÐ ER TÍMINN „Ég veiddi minn fyrsta lax í Mýrarkvísl í Suður- Þingeyjarsýslu í kringum 1980,“ segir Pétur Björnsson, stjórnarformaður Ísfells. „Síðan fór ég í árlegan veiðitúr í Víðidalsá frá árinu 1998 og af og til í Hafralónsá í Þistilsfirði frá svipuðum tíma. Vorið 2004 stofnaði ég veiðifélag ásamt sjö félögum mínum og tókum við á leigu Hafralónsá. Síðan hef ég stundað stangveiði töluvert.“ Pétur segist hafa alist upp við fiskveiðar þannig að allur veiðiskapur heilli sig og þá sérstaklega stangveiði. „Þegar ég er í stangveiði hvíli ég hugann frá öllu öðru en viðfangsefni dagsins en þetta reynir jafnframt duglega á líkamann. Auk þess fylgir þessu mikil útivera og góður félagsskapur.“ Stærsti laxinn sem Pétur hefur veitt var 17 pund og og var hann veiddur í Hafralónsá sem er uppáhaldsá Péturs. Þess má geta að Pétur á sumarbústað í Öxarfirði í fallegu og vel grónu umhverfi. Stutt er í nátt- úruperlur eins og Ásbyrgi, Dettifoss, Mývatnssveit og á Melrakkasléttuna sem hann segir að sé vanmetin perla í íslenskri náttúru. Pétur og eiginkona hans dvelja í bústaðnum lungann úr sumrinu auk þess að dvelja þar í nokkra daga á öðrum árstímum. „Þetta er okkar annað heimili þannig að ég sinni vinnu minni þaðan þegar við dveljum þar lengi.“ Þess má geta að Litlaá í Kelduhverfi er í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá bústaðnum og svo er klukkutíma akstur í árnar í Þistilfirði og í Laxá í Aðaldal. Pétur getur því sinnt áhuga- málinu þegar hann dvelur í bústaðnum. Pétur Björnsson: Stærsti laxinn 17 pund Pétur Björnsson. „Þegar ég er í stangveiði hvíli ég hugann frá öllu öðru en viðfangsefni dagsins en þetta reynir jafnframt duglega á líkamann.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.