Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 114
114 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7
SUMARIÐ ER TÍMINN
Landsvirkjun vinnur markvisst að því að rekstur og fram-kvæmdir fyrirtækisins falli sem best að íslensku samfélagi og skapi traust tengsl. Liður í kynningu Landsvirkjunar er að
opna nokkrar af aflstöðvum fyrirtækisins fyrir ferðafólki á sumrin. Á
öðrum árstímum geta hópar í flestum tilfellum heimsótt stöðvarnar
ef málið er kannað fyrirfram.
Þúsundir gesta heimsækja stöðvar Lands-
virkjunar ár hvert til að kynna sér orkumál
og upplifa fjölbreytta menningu og fræðslu.
Þetta hefur reynst mikill styrkur fyrir upp-
byggingu á ferðaþjónustu í byggðum nálægt
virkjunum.
Fjölbreytni þess sem í boði er fyrir ferða-
menn á virkjunarsvæðum hefur aukist við
þetta og með samstarfi við heimamenn um
umhirðu og bætt aðgengi að áhugaverðum
stöðum í umhverfinu hefur ferðamanna-
straumurinn aukist í nágrenni virkjananna.
Kynning á raforkuframleiðslu Íslendinga
fellur einnig vel að hreinni ímynd Íslands
sem er kjarninn í boðskap ferðaþjónustunnar
til erlendra ferðamanna.
Með því að gera aflstöðvarnar að áhugaverðum viðkomustað
skapast vettvangur fyrir skemmtileg verkefni með heimamönnum.
Til dæmis sýningar myndlistarmanna og kynning á verkefnum sem
heimamenn eru að vinna að.
Tekið á móti ferðamönnum í sumar Við Kárahnjúka er hægt að
kynna sér framkvæmdir, koma í gestastofu Landsvirkjunar í Végarði í
Fljótsdal, fræðast þar í máli og myndum um framkvæmdir á svæðinu,
m.a. um Kárahnjúkavirkjun.
Í Kröflustöð í Mývatnssveit er gestastofa og kynning á jarðvarma
og orkuvinnslu stöðvarinnar og sýnd kvik-
mynd frá Kröflueldum.
Í Laxárstöð í Aðaldal er sýningin „Hvað
er með ásum?“ sem hefur vakið mikla athygli
sl. fjögur sumur. Styttum Hallsteins Sigurðs-
sonar af norrænum goðum er komið fyrir í
göngum og hvelfingum Laxárstöðvar. Gestir
ferðast úr mannheimum í goðheima og til
baka.
Í Blöndustöð í Húnaþingi er hægt að
fræðast um umhverfisvæna raforkufram-
leiðslu á Íslandi.
Í aðalsal Ljósafossstöðvar við Sogið verða
listaverk í eigu Landsvirkjunar til sýnis.
Í Sultartangastöð ofan Þjórsárdals er sýn-
ingin Andlit Þjórsdæla – mannlíf fyrr og nú
sem segir frá samspili manns og náttúru í Þjórsárdal í 1100 ár.
Fyrirspurnir má gera í síma 515 9000
og í tölvupósti til landsvirkjun@lv.is.
Heimsóknir í aflstöðvar
fræðandi og áhugaverðar
Landsvirkjun:
Opnunartími stöðvanna
Gestastofan í Végarði í Fljótsdal er
opin alla daga frá maí fram í október
kl. 9.00 - 17.00.
Gestastofan í Kröflu er opin kl. 12.30
- 15.30 á virkum dögum og kl. 13.00
- 17.00 um helgar.
Í Laxárstöðvum, Blöndustöð,
Sultartangastöð og Ljósafossstöð við
Sogið er opið og tekið á móti gestum
alla virka daga í sumar kl. 13.00 -
17.00 og 13.00 - 18.00 um helgar.
Á hverju ári hafa skólar nýtt sér að koma með nemendur í heimsókn í stöðvar Landsvirkjunar til að fá þar fræðslu auk þess sem fyrirtækið
veitir mörgum unglingum sumarvinnu.
K
YN
N
IN
G