Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 121

Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 121
Hárlakk Árið 1988 gerði John Waters að margra mati bestu kvikmynd sína, gamanmyndina Hairspray, sem gerist í Baltimore í byrjun 7. áratugarins og fjallar um hina þéttvöxnu Tracy Turnblad sem dreymir um að verða dansari í sjónvarpsþáttum. Söngleikur eftir kvikmyndinni var frumsýndur á Broadway 2002 og fékk hann átta Tony verðlaun það árið. Nú hefur aftur verið gerð kvikmynd eftir söngleiknum Hairspray sem verður frumsýnd í júlí. Leikstjóri er Adam Shankman (Bringin Down the House). Shankman, sem einnig er danshöfundur, hefur fengið fríðan hóp leikara, í helstu hlutverkum eru John Travolta, Queen Latifah, Michelle Pfeiffer og Christopher Walken. Í hlutverki Tracy Turnblad er Nikki Blonsky og er þetta frumraun hennar. Nikki er lágvaxin, aðeins 1,47 m, hafði aðeins leikið í skólaleikritum og vann í ísbúð þegar henni var boðið hlutverkið. John Travolta er ekki líkur sjálfum sér í hlutverki Ednu Turnblad í Hairspray eins og sjá má á mynd- inni. Með honum er Nikki Blonsky, sem leikur Tracy Turnblad. Nancy Drew Carolyn Keene samdi margar bækur um hina snjöllu og hug- rökku Nancy Drew. Hafa flestar Nancy-bækurnar komið út á íslensku. Allt frá árinu 1939 hafa verið gerðar kvikmyndir og síðar sjónvarpsmyndir um Nancy Drew. Nýjasta útgáfan, sem einfaldlega heitir Nancy Drew, verður frum- sýnd í júní og er mikið lagt í markaðsetningu og eru margir á því að hún geti orðið ein vinsæl- asta kvikmynd sumarsins. Í mynd- inni fæst Nancy við að rannsaka morð á kvikmyndastjörnu. Sú sem leikur Nancy Drew heitir Emma Roberts og skákaði hún mörgum þekktum ungum leikkonum sem höfðu áhuga á hlutverkinu. Roberts er aðeins sextán ára gömul en hefur verið að leika frá því hún var tíu ára. Hún á ekki langt að sækja leiklistarhæfileik- ana. Faðir hennar er leikarinn Eric Roberts og náfrænka hennar er Julia Roberts. Leikstjóri Nancy Drew er Andrew Fleming. Viðtalið Hinn ágæti leikari Steve Buscemi hefur verið að færa sig á bak við myndavélina og Interview er þriðja kvikmynd hans. Áður hefur hann leikstýrt Lonesome Jim og Animal Factory, sem fengu ágæta gagnrýni en litla aðsókn. Interview er endurgerð eftir kvikmynd hollenska leikstjórans Theo Van Gogh sem eins og kunnugt var myrtur um hábjartan dag af mús- límskum öfgamanni, en þá hafði nýlega verið sýnd í sjónvarpinu mynd eftir Van Gogh sem fjallaði um hroðaleg örlög múslímskra kvenna. Buscemi leikur forhertan stríðsfréttamann sem er ekki hrif- inn þegar hann fær það verkefni að taka viðtal við fræga leikkonu sem leikur í sápuóperum. Varla er hægt að hugsa sér ólíkari mann- eskjur, hann með sínar sterku pólitísku skoðanir og hún sem þekkir aðeins þá gerviveröld sem hún lifir í. Þrátt fyrir ólíkan bak- grunn er eitthvað sem tengir þau saman og brátt verður viðtalið að nokkurs konar einvígi í orðum um tilveruna. Sienna Miller leikur sápuóperuleikkonuna. Langur aðdragandi Ákvörðun um að gera Die Hard 4 á sér langan aðdraganda. Árið 2004 var farið að undirbúa myndina og Bruce Willis samþykkti að leika í henni. Í samningi hans var klásúla sem leyfði honum að hafna handriti og voru nokkur drög skrifuð sem hann samþykkti ekki. Sagði Willis í viðtölum að þótt hann hefði samþykkt að leika í fjórðu Die Hard myndinni þá væri ekki þar með sagt að hann væri ekki orðinn þreyttur á John McClane og til að hann fengi aftur áhuga á persónunni yrði handritið að bjóða upp á eitthvað nýtt. Þegar svo rétta handritið loks fannst var ekkert til fyrir- stöðu að hefjast handa og tökur hófust seint á síðasta ári í Baltimore og Washington. Ekki gengu þær áfallalaust fyrir sig. Willis slasaðist þegar sparkað var óvart í andlit hans og þurfti að fara með hann á sjúkrahús. Ekki var það alvarlegt miðað við slysið sem staðgengill hans í áhættuatriðum, Larry Rippenkroeger, lenti í. Hann slasaðist alvarlega þegar hann féll 8 metra niður á gangstétt. Var hann fluttur á sjúkrahús, margbrotinn og voru tökur stöðvaðar um tíma. Willis leigði hótelherbergi í nágrenninu til að aðstandendur hans gætu verið hjá honum öllum stundum. Rippenkroeg- er náði sér af meiðslunum og er eitthvað aftur farinn vinna en óvíst er hvort hann geti stundað áhættuatriðin af sama krafti og áður. Heimsfrumsýning á Íslandi Í upphafi var áætlað að John McTiernan, sem leikstýrði Die Hard og Die Hard: With Vengeance (Renny Harlin leikstýrði Die Hard 2. Die Harder) myndi leikstýra Die Hard 4, en McTiernan varð uppvís að því að hafa logið að FBI um hlerunarhneyksli sem hann var þátttakandi í og viðurkenndi hann lygarnar og bíður nú dóms. Í staðinn var leitað til Len Wiseman sem er þekktastur fyrir Underworld og Underworld Evolution þar sem blóðsugur og varúlfar koma mikið við sögu. Sjálfsagt eru þetta ekki slæm skipti. Wiseman hefur sýnt að hann kann vel til verka þegar kemur að átakaatriðum og brellum, en McTiernan hefur ekki haft erindi sem erfiði í síðustu myndum sínum. Sýndi hann þó gamalkunna takta í Basic frá árinu 2003, en hefur ekki leikstýrt kvikmynd síðan. Die Hard 4 verður frumsýnd dagana 27. til 29. júní í 16 löndum og er Ísland þar á meðal. Bruce Willis og leikstjórinn Len Wiseman ræða málin meðan á tökum á Die Hard 4 stóðu yfir. BÍÓMOLAR Emma Roberts í hlutverki Nancy Drew. F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.