Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Side 125

Frjáls verslun - 01.04.2007, Side 125
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 125 Æskumyndin er af Katrínu Jakobsdóttur alþingismanni. „Á þessari mynd er ég rúmlega eins árs og sit í fanginu á pabba mínum heitnum, Jakobi Ármannssyni, við ritvél- ina hans. Hann starfaði í Útvegsbankanum og kenndi í Kvennaskólanum á sínum tíma og skrifaði líka bridds- þætti í Þjóðviljann en hann var mikill bridds-maður og varð Íslandsmeistari í því spili. Ég var frá upphafi mjög spennt fyrir ritvélinni góðu og það var eiginlega sama hvað ég var að gera, ég henti öllu frá mér þegar ég heyrði pabba slá á takka, kom þjótandi og vildi sjálf fá að skrifa á ritvélina. Þetta er kannski hálf undarlegt áhugamál hjá stelpu á öðru ári en ég sé það sjálf á syni mínum sem núna er eins og hálfs árs að hann er afar spenntur fyrir því að fá að slá á lyklaborðið á tölvunni minni. Svo var ég reyndar mjög snemma spennt fyrir skrifum og um leið og ég þekkti stafina fór ég að skrifa krassandi sögur á ritvélina góðu auk þess sem ég gaf öðru hvoru út dagblað á heimilinu með helstu fréttum. Það dagblað hét Góðviljinn og var með mjög skemmtilega ritstjórn- arstefnu.“ Æskumyndin: Katrín Jakobsdóttir alþingismaður. Úr Frjálsri verslun fyrir 31 ári: Þorsteinn G. Gunnarsson. „Það sem kom mér mest á óvart var hve skemmtilegt og tæknilega krefjandi golfið er.“ Þorsteinn G. Gunnarsson, for- stjóri Opinna kerfa, segist hafa byrjað að fikta við golfið þegar hann var við framhaldsnám í Seattle í Bandaríkjunum og að hann hafi verið nokkuð virkur síðastliðin átta ár. „Það sem kom mér mest á óvart var hve skemmtilegt og tæknilega krefjandi golfið er. Maður er alltaf í keppni við sjálfan sig og svo gerir forgjafar- kerfið það að verkum að fólk með mismunandi getu keppir saman á jafnræðisgrundvelli. Golfinu fylgir mikil útivera sem mér finnst mikilvæg þar sem ég er inni alla daga. Síðan hefur komið á daginn að þetta er frábært fjölskyldusport; við erum fjögur í fjölskyldu og spilum öll. Þetta gefur okkur samverustundir þar sem ekki er önnur truflun og við höfum tíma til að spjalla og skemmta okkur saman. Við höfum sameinað sumar- leyfi og áhugamálin og erum til dæmis að fara til Sarasota í Flórída í lok sumars þar sem stefnan er að spila golf á morgn- ana og slappa síðan af á strönd- inni það sem eftir er dagsins.“ Þorsteinn segir að helsti munurinn að spila golf í útlöndum sé lengd golftímabils- ins, hitastigið og oft og tíðum ástand vallanna. „Einn besti völlur þar sem ég hef spilað golf erlendis er Pinehills Golf Club rétt fyrir utan Boston í Bandaríkjunum.“ Golf: FRÁBÆRT FJÖLSKYLDUSPORT
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.