Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Side 128

Frjáls verslun - 01.04.2007, Side 128
128 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 FÓLK Pro Golf sérhæfir sig í golf-kennslu fyrir alla, börn, unglinga, fatlaða, byrjendur og lengra komna. Hópkennslu, einkakennslu og fyrirtækja- kennslu. Slagorð Pro Golf er „golf fyrir alla“. Upphaf fyrirtæk- isins var að eigendurnir söknuðu þess að hafa ekki inniaðstöðu og búnað til að efla tækni sína og hæfni í golfi. Þeir tóku síðan af skarið og stofnuðu þann 19. apríl 2006 golfskóla undir nafninu Pro Golf í Gilsbúð 7 í Garðabæ. Markmið eigendanna var að bjóða upp á hágæða golfkennslu með hágæðabúnaði. Í desember 2006 myndaðist tækifæri fyrir Pro Golf að útvíkka starfsemi sína með leigusamningi við Golf- klúbb Reykjavíkur á Básum sem tók gildi frá og með 1. janúar 2007. Þar með lá beint við að auka og bæta þjónustuna og stað- setja Pro Golf golfskólann einnig í Básum, þar sem í boði eru fjöl- breytt námskeið fyrir alla aldurs- hópa með fagmennsku að leið- arljósi. Pro Golf sér um rekstur Bása, aðstöðu og þjónustu sem er opin alla daga og opin öllum einstaklingum án nokkurra skil- yrða. Það var einmitt á þessum tímapunkti sem ég var ráðin til Pro Golf. Ég kem að flestum málefnum og atburðum fyr- irtækisins á einhvern hátt. Geng í hvaða störf sem eru til þess að rekstur fyrirtækisins gangi sem best: Umsjón skrifstofu, bók- anir, innheimtu, tilboðsgerð, umsjón með Gilsbúð, Básum og starfsmönnum Bása, vörukaup og sambönd við birgja, kem að markaðsmálum og tengsla- neti ásamt ótal mörgum minni verkum sem rekstur af þessu tagi kallar á.“ Edda er gift Sveini Ásgeiri Baldurssyni rafvirkja og eiga þau þrjú börn: „Ég er stúdent frá VÍ 1978. Vann sem flugfreyja hjá Flugleiðum í 8 ár og var í verslunarrekstri í mörg ár þar til ég ákvað að gera róttækar breyt- ingar á lífi mínu og fór í Háskóla Íslands. Þar tók ég BS-gráðu í ferðamálafræðum með félags- fræði sem aukagrein. Næst tók við starfið hjá Pro Golf. Sveinn Ásgeir vann sjálfstætt við fagið í mörg ár en söðlaði síðan um og fór að vinna fyrir Húsasmiðjuna þar sem hann er nú.“ Það kemur ekki á óvart að golf skuli vera aðaláhugamál Eddu: „Það var nú ekki alltaf þannig, golf höfðaði ekki til mín þegar börnin okkar voru lítil. Mað- urinn minn hefur haft brenn- andi golfáhuga frá því hann var ungur maður og auðvitað naut hann þess að fara á golfvöllinn. Hann er félagi í Einherja sem er félag kylfinga sem hafa farið holu í höggi, en það er draumur allra kylfinga. Ég á fjögur syst- kini og það má segja að Sveinn Ásgeir hafi átt einn ríkasta þátt- inn í því að koma þeim öllum í golfið sem og foreldrum mínum. Aldamótaárið byrjaði ég að spila golf. Síðan þá hefur frítími okkar og skemmtun gengið út á golf. Flestir vina okkar eru líka komnir í golfið og auk þess höfum við eignast fjölda vina og kunningja í gegnum golfið sem er alveg ómetanlegt. Við höfum oft farið til Flórída í sumarfrí og seinni árin hefur golf verið spilað af krafti. Krakk- arnir hafa nánast alltaf komið með okkur sem hefur verið ynd- islegt. Undanfarin tvö ár höfum við hjónin farið í skipulagðar golfferðir sem eru líka alveg frá- bærar ferðir og eftirminnilegar. Næsta ferð hefur þegar verið skipulögð.“ Edda Gunnarsdóttir: „Við höfum oft farið til Flórída í sumarfrí og seinni árin hefur golf verið spilað af krafti.“ framkvæmdastjóri Pro Golf EDDA GUNNARSDÓTTIR Nafn: Edda Gunnarsdóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík, 19. ágúst 1957. Foreldrar: Gunnar Bernhard og Sigríður Guðmundsdóttir. Maki: Sveinn Ásgeir Baldursson. Börn: Hildur 26 ára, Ragna, 21 árs og Sævar 18 ára Menntun: BS í ferðamálafræði og félagsfræði frá HÍ.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.