Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9
RITSTJÓRNARGREIN
ÁR ER LIÐIÐ frá því bandaríski fjárfestingarbankinn
Lehman Brothers, sem þá var fjórði stærsti fjárfestingar-
banki Bandaríkjanna, varð gjaldþrota. Honum var leyft
að fara á höfuðið. Flestir telja að fall hans hafi markað
upphaf þeirrar bankakreppu sem reið yfir heiminn í
kjölfarið og leiddi m.a. til hruns íslenska banka- og
fjármálakerfisins. Margir þekktustu og stærstu bankar
í Evrópu og Bandaríkjunum nötruðu og riðuðu til
falls og hefðu ekki bara lent í kreppu, heldur hrunið ef
stjórnvöld í viðkomandi ríkjum hefðu ekki gripið inn í
og bjargað þeim; þ.e. notað fé almennings til að forða
þessum risabönkum frá falli. Án þessara björgunar-
aðgerða hefði hrinan farið af stað og bankar um allan
heim – líka þeir sterku á Norðurlöndum – hefðu sogast
inn í niðurstreymið. Í raun varð „dulbúið bankahrun“
úti um allan heim fyrir um ári. Íslensk stjórnvöld höfðu
ekki burði til að bjarga íslensku bönkunum.
Engu að síður eru útlát íslenskra skattborg-
ara enn ófyrirséð vegna hrunsins.
NOKKRAR BÆKUR hafa verið skrif-
aðar um bankahrunið á Íslandi, aðdraganda
þess og ástæður. Þetta var þessum og hinum
að kenna. Bönkunum, stjórnendum þeirra,
útrásarvíkingunum, fjölmiðlum, stjórn-
málamönnum, flokkunum, Fjármálaeftirlit-
inu, Seðlabankanum, erlendu bönkunum
fyrir að lána okkur og áfram mætti telja.
Bankarnir voru orðnir tíu sinnum stærri en
íslenska hagkerfið og hefðu átt að vera búnir
að flytja sig yfir hafið í aðra mynt. Krónan
dugði ekki undir þessum kringumstæðum.
Bakland bankanna var veikt. En eftir á vilja
fæstir viðurkenna að hafa gert neitt rangt eða að hrunið á
Íslandi sé beinlínis þeim að kenna. Reyndin er sú að flestir
sváfu á verðinum og voru mjög meðvirkir í gósentíðinni.
Ýmsir sáu blikur á lofti þegar allt lék í lyndi, eins og með
ofurhátt gengi krónunnar á tímum ótrúlegs viðskiptahalla
ár eftir ár og miklar erlendar lántökur. En enginn – og þá
á ég við enginn – gerði sér grein fyrir umfangi vandans,
hvað þá að einhver sæi bankahrunið fyrir eða hrun stórra
erlendra banka og alþjóðlega bankakreppu.
EN KLIKKUÐU íslensku fjölmiðlarnir? Bæði já og
nei. Þeir sáu það ekki fyrir, frekar en erlendir fjölmiðlar, að
útlánabólan í heiminum spryngi og allar lánalínur á milli
banka – sem og traust – ættu eftir að þorna upp. Tíðar
umræður urðu um að útrásin væri tekin að láni. Hvaðan
koma peningarnir? var spurt. Svarið var ætíð það sama;
lán frá þekktum erlendum bönkum. Enginn fjölmiðill
ÁR LIÐIÐ FRÁ HRUNINU:
Klikkuðu fjölmiðlarnir?
Án björgunar-
aðgerða hefði
hrinan farið af
stað og bankar
um allan heim –
líka þeir sterku á
Norðurlöndum –
hefðu sogast inn í
niðurstreymið.
fór hins vegar í nákvæma rannsókn á raunverulegri stöðu
bankanna á blómatíma þeirra og kafaði ofan í virði útlána
og hverjum þeir væru að lána. Bankaleynd hefði líkleg-
ast komið í veg fyrir þá rannsóknarvinnu. En allir vissu
þó – og það fór ekki leynt – að græðgin tók völdin og að
viðskiptablokkirnar þrjár, sem áttu tæplega helming af 50
stærstu fyrirtækjum landsins, virkjuðu bankana af miklum
ákafi í útþenslu fyrirtækja sinna. Þær lögðu raunar líka
kapp á að eignast alla stærstu fjölmiðla landsins.
FJÖLMIÐLUM VAR svolítil vorkunn. Hvernig
áttu þeir að túlka það þegar stærstu og þekktustu bankar
í heimi, með herskara sérfræðinga í áhættu, jusu fé í
íslenska banka og íslensku útrásarvíkingana og treystu
þeim til fulls? Fyrst þekktustu bankar í heimi voru
tilbúnir að ausa fé í Íslendingana hlytu þeir að vera
traustsins verðir. Bankarnir voru auk þess einkavæddir og
því sögðu allir sem svo: Hvað kemur okkur það við þótt
einhverjir erlendir bankar ausi fé í t.d. Landsbankann og
Jón Ásgeir, er það ekki þeirra mál?
HVERNIG ÁTTU fjölmiðlar að meta það þegar
Fjármálaeftirlitið sagði frá hverri úttekt sinni af annarri
um þanþol íslensku bankanna og að þeir stæðust prófið?
Hvernig áttu fjölmiðlar að túlka það þegar bankarnir
fengu háar einkunnir frá erlendum matsfyrirtækjum þótt
þau hefðu um tíma árið 2006 bent á nokkrar hættur, t.d.
krosseignatengsl? Margt var sagt lagfært í rekstri bank-
anna en ýmsum, m.a. undirrituðum, fannst sem verið
væri að mála skrattann upp á vegg þótt ekki gengju hrak-
spárnar út á bankahrun heldur harða lendingu íslenska
hagkerfisins. Ekkert erlendu matsfyrirtækjanna sá fyrir
bankakrísu um allan heim – heldur ekki þeir erlendu fjöl-
miðlar og bankamenn sem fjölluðu svo títt um Ísland.
KLIKKUÐU ERLENDIR fjölmiðlar sem skrif-
uðu ekki um hættuna á alþjóðlegu bankahruni vegna
útlánabólunnar? Eða þá alþjóðlegar eftirlitsstofnanir?
Eftir stendur að stærstu bankar heims hefðu flestir
hrunið ef ríkisstjórnir viðkomandi ríkja hefðu ekki gripið
inn í með almannafé og forðað bönkunum frá gjaldþroti.
Fjölmiðlar spegla andrúmið. Núna er aukin umræða í
fjölmiðlum um stórskuldugar þjóðir, eins og Breta og
Bandaríkjamenn, og hvort það sé siðferðilega rétt að færa
skuldir einkafyrirtækja, yfir á almenning, og bjarga t.d.
risabönkum.
NÚ ÁRIÐ er liðið frá hruninu. Það er auðvelt að
vera vitur eftir á og dómharður, en ég held að þjóðin
eigi ennþá eftir að skilja hvað gerðist og hvers vegna hún
sofnaði á verðinum. Tekur græðgin aftur völdin?
Jón G. Hauksson