Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 8

Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 8
KYNNING8 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 P lastiðjan er leiðandi fyrirtæki á sviði framleiðslu, þróunar, hönnunar og sölu umbúða og sérhæfir sig í heildarlausnum tengdum umbúðum fyrir lítil, meðalstór og stór fyrirtæki. Fyrirtækið var stofnað árið 1973 og hefur verið rekið sem fjölskyldufyrirtæki allar götur síðan. Í fyrstu var fyrirtækið á Eyrarbakka en fluttist síðar að Gagnheiði 17 á Selfossi árið 1983. Hjá Plastiðjunni starfa tíu manns. Burðarás fyrirtækisins hefur undanfarin ár verið matvælaumbúðir og vörur fyrir matvælaiðnað. Í upphafi var einnig framleitt einangrunarplast, frauðbakkar og kassar en framleiðslan hefur á síðustu árum að mestu færst yfir í plastumbúðir fyrir gos, vatn, safa, skyr og jógúrt og fleiri sambærilegar vörur. Undanfarið hefur fyrirtækið verið að breikka framleiðslu sína, fengið nýjar vélar og endurskipulagt húsnæði sitt með hagkvæmni í huga. Axel Óli Ægisson, framkvæmdastjóri og Hans Adolf Hjartarson, fjármálastjóri segja okkur nánar frá framtíðaráætlunum fyrirtækisins og þeim nýjungum sem Plastiðjan býður viðskiptavinum sínum. Fyrirtæki vilja innlenda framleiðslu „Það sem við einbeitum okkur nú að er að auka vöruframboð okkar á öllum sviðum. Við höfum þjónað mörgum fyrirtækjum í áranna rás með ýmsan varning, meðal annars öllum vatnsframleiðendum með drykkjarflöskur og erum að auka vægi okkar á þeim markaði, auk þess sem við leggjum áherslu á plastumbúðir fyrir neysluvarning á borð við jógúrt og skyr. En í raun er okkur ekkert óviðkomandi á þeim neyslumarkaði sem við leggjum áherslu á og getum tekið allt að okkur, höfum vélar og mannskap til þess. Okkar helstu samkeppnisaðilar hafa fyrst og fremst verið erlend fyrirtæki en í því ástandi sem við búum við í dag í þjóðfélaginu er leitað meira eftir innlendri framleiðslu, svo framarlega sem hún sé samkeppnisfær í gæðum og verði og hafa fyrirspurnir til okkar aukist mikið. Hvað varðar útflutning þá höfum við enn ekki lagt áherslu á hann en inni í okkar framtíðaráformum er útflutningur og er skemmtilegt að geta sagt frá því að erlendur aðili kom til okkar fyrir stuttu að eigin frumkvæði til að kanna fyrirtækið með það í huga að panta frá Plastiðjan Góður kostur fyrir íslensk fyrirtæki Plastiðjan er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu, þróun, hönnun og sölu á umbúðarlausnum til við- skiptavina og byggir starfsemi sína á þekkingu, áreiðanleika og áratugalangri reynslu í framleiðslu umbúðarlausna. Plastiðjan er búin fullkomnum vélabúnaði og tvær nýjar vélar bíða uppsetningar.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.