Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 10
10 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9
Fyrst þetta ...
„Orðið atvinnuleitandi kom frá
atvinnulausum einstaklingi sem
ég kalla atvinnuleitanda númer
eitt,“ segir Jóhanna. „Þetta orð
höfðar til nýrra tækifæra meðan
á atvinnuleysi stendur og að
mínu mati skiptir það miklu
máli.“
Atvinnuleysi hefur mikil og
margvísleg áhrif og Jóhanna
segir nauðsynlegt að fólk
forðist að loka sig af við þær
aðstæður.
„Þegar fólk missir vinnuna
upplifir það margskonar
tilfinningar, t.d. reiði og sorg. Þá
er hætta á að einstaklingurinn
festist í ákveðnu fari doða og
vonleysis og því er mikilvægt að
viðkomandi finni sér einhvers
konar afþreyingu eða hlutverk.
Það er líka vert að benda
á mikilvægi verkalýðsfélaga á
tímum atvinnuleysis. Það er
nauðsynlegt fyrir atvinnuleit-
endur að halda áfram að greiða
félagsgjöld til þess að missa
ekki mikilvæg réttindi sem þeir
hafa áunnið sér.“
uppbygging mikilvæg
Jóhanna segir mikilvægt að
virkja einstaklinginn meðan á
atvinnuleysi stendur og jafnvel
að byrja á því á uppsagnartím-
anum.
„Fólk á að líta á atvinnuleysi
sem tækifæri og nýta tímann
til þess að auka þekkingu sína
og byggja sig upp. Það skiptir
miklu máli þegar sótt er um
annað starf að hægt sé að
sýna atvinnuveitendum fram
á að umsækjandinn hafi verið
að gera eitthvað uppbyggilegt.
Við höfum ýmislegt í boði fyrir
félagsmenn og teljum okkur
hafa náð góðum árangri. Í
dag eru 2795 VR-ingar sagðir
atvinnuleitendur en sú tala er í
rauninni ekki rétt því stór hluti
þeirra er á 50% launum og fær
atvinnuleysisbætur á móti.“
Atvinnuskapandi tengslanet
Jóhanna leggur áherslu á
að verkalýðsfélög séu ekki
atvinnumiðlun.
„Aðalviðfangsefni okkar er
alls kyns námskeiðahald. Við
erum m.a. í samstarfi við Nýttu
kraftinn og starfsemin þar hefur
reynst félagsmönnum okkar vel.
Þar er unnið metnaðarfullt starf
og stór hluti þeirra sem sóttu
fyrstu námskeiðin hefur fengið
vinnu. Lögð er áhersla á ný
tengslanet, fólk úr mismunandi
atvinnugreinum kemur saman
og hver og einn fær sinn eigin
mentor. Með þessu móti skap-
ast atvinnuskapandi tengingar.
Við erum líka í samstarfi við
Hlutverkasetrið á Laugavegi 26
þar sem boðið er upp á fjöl-
breytt námskeið, allt frá jóga til
rússnesku. Þar hafa félagmenn
okkar jafnvel fengið hlutverk og
það auðveldar þeim að finna
aftur tilgang með lífinu. Einnig
niðurgreiðum við líkamsræktar-
kort til félagsmanna, en öll
hreyfing bætir líðan okkar,“
segir Jóhanna að lokum.
Að vera atvinnuleitandi
felur í sér tækifæri
Jóhanna Elísabet Vilhelmsdóttir,
verkefnastjóri hjá VR:
Jóhanna Elísabet Vilhelmsdóttir er verkefnastjóri hjá VR og hjálpar
atvinnuleitandi fólki að byggja sig upp.
Hugaðu að heilsu og
líðan starfsmanna
Vinnuvernd ehf. aðstoðar fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á
sviði heilsuverndar, vinnuverndar og heilsueflingar
VINNUVERND
vellíðan í vinnu
www.vinnuvernd.is | s.578 0800 | vinnuvernd@vinnuvernd.is
Heilsuvernd VinnuverndHeilsuefling
Trúnaðarlæknir
Heilbrigðisþjónustuver
Læknisskoðanir
Sálfræðiþjónusta
Bólusetningar
Áhættumat
Vinnustaðaúttekt
Líkamsbeiting
Félags-og andlegur aðbúnaður
Vinnuvistfræðileg ráðgjöf
Heilsuefling á vinnustað
Heilsufarsmælingar
Heilsufarsmat
Ráðgjöf um næringu
Álags og streitustjórnun
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
AuglVinnuvernd1.pdf 2/17/09 5:07:37 PM
Atvinnuleitandi er betra orð og jákvæðara
en atvinnulaus.