Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 16

Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 16
16 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 ó lafur Grétar Gunnarsson fjöl- skylduráðgjafi, sem er annar eigenda ÓB ráðgjafar og jafn- framt varaformaður barnavernd- arnefndar Reykjanesbæjar, segir að margt breytist hjá parinu þegar barn kemur inn í sambandið en þess má geta að hæsta tíðni sambandsslita er eftir að barn fæðist. Þessi breyting er einmitt útgangspunkturinn hvað námskeiðið áhrærir. Það er byggt á rannsóknum og prófum og er þróað af Gottmanstofuninni. Hjónin og sálfræðing- arnir John M. Gottman og Julie Schwartz Gottman eiga að baki 37 ára rannsókn- arferil í vísindalegum athugunum á hjóna- bandinu, parasamböndum og fjölskyldunni. „Þjónustumiðstöðvar í öllum hverfum borgarinnar hlutu styrk úr forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til að halda námskeiðið í öllum hverfum borg- arinnar í samvinnu við ÓB- ráðgjöf sl. vetur. Kópavogsbær, Mosfellsbær, Reykjanesbær og Seltjarnarnesbær bjóða pörum á nám- skeiðið og SSF (Samtök starfsmanna í fjár- málaþjónustu) styrkir félagsmenn án þess að það minnki árlegan fræðslustyrk.“ Markmið námskeiðsins er að læra við hverju megi búast með tilkomu foreldrahlut- verksins, hvernig hægt sé að styrkja vinátt- una, kynlífið og hæfnina til að leysa ágrein- ing og að læra um þroska barna og að vera samstillt í foreldrahlutverkinu. Á námskeiðinu læra hjón og pör að efla vináttuna við makann, leysa ágreining á árangursríkan hátt, leyfa feðrum að taka virkan þátt í umönnun ungbarna, styrkja uppbyggilega tengslamyndun og samskipti ungbarns og foreldra og foreldrar læra að þekkja sálrænar og tilfinningalegar þarfir barna sinna. Á námskeiðinu er fjallað um hvernig það er að verða foreldrar, hvernig megi halda töfrunum í sambandinu eftir að barnið er komið í heiminn, hvernig eigi að hafa stjórn á streitu og ágreiningi, fjallað er um viðkvæmt samband á milli foreldra og barns og hvernig megi skapa sameiginlega arfleifð fjölskyldunnar. Margt breyttist vegna efnahagshrunsins. „Við sem vinnum með fólki og börnum finnum fyrir erfiðari samskiptum en áður og finnum meira fyrir vanlíðan fólks. Þetta bitnar á nánu sambandi þess. Atvinnuleysi foreldra og atvinnuleysi í fjölskyldum er alvarlegt mál og hefur áhrif víða í samfélaginu. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk haldi sér virku og vinni þá frekar sjálfboðaliðastörf, til dæmis með öðrum foreldrum í skólum. Skólarnir og atvinnulífið þurfa að læra að tileinka sér þann mannauð sem situr heima hjá sér núna og lætur sér leiðast og leyfir sér að verða reiðari og reiðari. Þetta getur haft ógnvænleg áhrif og ég tala nú ekki um þau heilsufarslegu áhrif sem þetta getur haft. Er það mat sérfræðinga að foreldrar, fjárhagsstaða þeirra, búseta og félagsleg staða hafi sífellt meiri áhrif á frammistöðu grunnskólanemenda. Eins og við vitum er mikilvægt að styðja börnin okkar á tímum enduruppbyggingar samfélagsins. Það er mikilvægt að vita hvar máttur okkar liggur og hvernig við getum þroskast sem samfélag.“ 22,5% í stað 67% Ólafur segir að áralangar rannsóknir sýni að tilfinningalíf para sé hinn raunverulegi grunnur að þroska barnsins og að óvild milli foreldra eða heft eða truflandi tilfinningasamband foreldris við barnið hefur varanleg neikvæð áhrif á tilfinningalegan og vitsmunalegan þroska þess. „Langtímaafleiðingarnar eru því miður minnkuð tengsl meirihluta barna á Íslandi við fjölskyldu sína löngu áður en þau byrja í grunnskóla.“ Á meðal þeirra áhrifa sem óánægja foreldra hefur á börn má nefna að samskipti foreldranna við börnin eru ekki eins jákvæð, reiði eykst og þolinmæði minnkar, erfiðleikar við lausn vandamála skjóta upp kollinum, vitsmunalegum þroska seinkar, geðræn vandamál svo sem kvíði og depurð geta verið á meðal áhrifanna, sem og aukin hegðunarvandkvæði, verri líkamleg heilsa og börn draga sig í hlé frá föður sínum. Ólafur bendir á að rannsókn sem Gottman-hjónin unnu í samstarfi við u p p E L d I ÓB ráðgjöf býður upp á forvarnarmiðaða námskeiðið „Barnið komið heim“ sem ætlað er verðandi og nýbökuðum foreldrum. Lögð er áhersla á að hjálpa pörum að styrkja sam- band sitt og búa þau undir foreldrahlutverkið. Búast má við aukinni skilnaðartíðni vegna áhrifa kreppunnar sem þýðir aukna streitu hjá foreldrum og börnum. Forvörn og fræðsla gæti spyrnt þar við fótum. VARÚÐ: HÆTTA Á AUKINNI SKILNAÐARTÍÐNI Í KREPPUNNI undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið TEXTI: svava jónsdóttir • MYND: geir ólaFsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.