Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 29
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 29 stjörnu-Oddi er dæmi um sprota- fyrirtæki sem náð hefur að hasla sér völl á sínu sviði. Það er framleiðsla nákvæmra mælitækja við hafrannsóknir og matvælaframleiðslu. Og hjá Stjörnu- Odda er stefnt á vöxt en hann verður tæpast á Íslandi: Markaðurinn er of lítill og gjaldmiðillinn ónýtur. Stjörnu-Oddi hefur verið til í nær aldar- fjórðung, fyrst sem ráðgjafafyrirtæki eiganda síns en síðan sem framleiðandi ýmissa mælitækja til hafrannsókna og matvælaframleiðslu. Upphafsmaðurinn, Sigmar Guðbjörnsson, segist hafa alist upp við sögur af fiskum og hátterni þeirra. Og hann segir að áhugamálin séu fiskur og tækni! Þetta sameinar hann í frumkvöðlastarfi sínu hjá Stjörnu-Odda. Sigmar kom heim frá Danmörku árið 1993 eftir nám og síðar vinnu við að þróa farsímastaðlana NMT og GSM. Hann segir að sig hafi langað að gera eitthvað spennandi og kom heim að eigin sögn sprengfullur af hugmyndum og trú á tækni – og ekki alveg reynslulaus af frumkvöðlavinnu. Fyrstu fimm árin fóru í þróunarvinnu við að búa til mælitæki við fiski- og hafrannsóknir. „Hafrannsóknir eru grein þar sem menn eru vanir að vinna við púsl þar sem marga kubba vantar. Það er spennandi,“ segir Sigmar. Fiskurinn fyrstur Árið 1999 var ráðist í að endurhanna alla framleiðsluna og hefja undirbúning fyrir að koma fullbúnum mælitækjum á markað. Mælum frá Stjörnu-Odda er til dæmis komið fyrir á eða í fiskunum og þau safna upplýsingum um ferðir fisksins og hegðun. Við endurheimtur er hægt að lesa upplýsingarnar sem safnast hafa. Hjá Stjörnu-Odda er einnig að finna tæki sem gerir fiskifræðingum kleift að merkja fisk neðansjávar í sínum náttúrulegu aðstæðum. Hin síðari árin hafa einnig verið framleidd hjá Stjörnu-Odda fjölbreytt mælitæki til notkunar við matvælaframleiðslu, fiskeldi, í borholum og jafnvel í kjarnorkuverum. Það nýjasta er tæki til að fylgjast með áhrifum lyfja á dýr. Tæki til lyfjaþróunar er nýr markaður fyrir Stjörnu- Odda. Sigmar segir að um liðin aldamót hafi til- raunatímabilinu verið lokið og rekstrartíminn hjá Stjörnu-Odda hafist. Upphaflega vann hann einn hjá fyrirtækinu og fjármagnaði tilraunirnar með eigin fé auk þess að leggja fram ómælda vinnu. Síðan fjölgaði starfsfólki. Átta voru í vinnu þegar eiginleg framleiðsla hófst en nú eru 15 hjá fyrirtækinu auk tveggja ráðgjafa. Nýsköpunarsjóður er hluthafi en annars hefur Sigmar nýtt fé sem hann fékk við sölu á sínum hlut í símafyrirtækinu í Danmörku. Síðustu fimm ár hefur fyrirtækið verið rekið með hagnaði. Komið að mörkunum innanlands Sigmar segir að góðir möguleikar séu á vexti í fyrirtækinu en tæpast á Íslandi. Það skiptir miklu máli að stutt sé í notendur ef þróa á og framleiða afurðir í samstarfi, vinnuumhverfi er annars gott á Íslandi. „Því miður hafa rannsóknarstofnanir verið í fjársvelti og hafa einfaldlega ekki efni á að kaupa afurðirnar,ekki einu sinni til að fylgjast með fiskinum í hafinu,“ segir Sigmar. Því megi búast við að vöxturinn verði að mestum hluta erlendis þar sem markaðurinn er. Aðstæður eru að sumu leyti hagstæðari á Íslandi en var fyrir hrun bankanna. Það er auðveldara að fá menntað fólk í vinnu og tekjur í íslenskum krónum aukast. Þó er mjög erfitt að reka fyrirtæki og gera áætlanir án stöðugs gjaldmiðils. „Tiltrú á krónuna var farin löngu fyrir hrun og fyrirtækið ekki háð henni. Nær allar tekjur okkar eru í erlendri mynt,“ segir Sigmar. „Við rekstur sprotafyrirtækis verða menn að gera strax í upphafi áætlun um hvert skuli stefna og endurskoða áætlunina reglulega,“ segir Sigmar. „Það er gott að afla sér reynslu af rekstri áður en byrjað er en það eru líka mörg dæmi um fólk sem komið hefur beint frá prófborðinu og byggt upp fyrirtæki. Þarna er ekkert algilt annað en að það kostar mikla vinnu að koma sprotanum á legg.“ „hafrannsóknir eru grein þar sem menn eru vanir að vinna við púsl þar sem marga kubba vantar. Það er spennandi.“ Sigmar guðbjörnsson, stofnandi stjörnu-odda: allur vöxtur erlendis Sigmar Guðbjörnsson, stofnandi og aðaleigandi Stjörnu-Odda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.