Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 31
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 31
marorka var stofnað árið 2002 af VSÓ ráðgjöf og Jóni Ágústi en þá var að baki um sjö ára rannsóknar- og þróunarvinna við aðferðafræði til bættrar orkunýtingar
skipa. Rannsóknir voru unnar í nánu samstarfi við Háskóla Íslands og
Háskólann í Álaborg en vinnan leidd af doktorsverkefni Jóns Ágústs.
Núna vinna um tuttugu manns við að þróa, framleiða, selja
og markaðssetja vörur Marorku sem eru í notkun um allan heim
og á liðnu hausti fékk Marorka Umhverfisverðlaun Norðurlanda.
Fyrirtækið er í fremstu röð á sínu sviði.
„Áhuginn á þessum málum kviknaði þegar ég varð vitni að mik-
illi orkusóun og óþarfri mengun þar sem ég vann,“ segir Jón Ágúst.
„Hagkvæm orkustýring getur þýtt gríðarlegan sparnað fyrir skip,
skipafélög og útgerðir en þetta snýst líka um umhverfisvernd og
ímynd.“
Jón Ágúst er ekki í nokkrum vafa um að kröfur um hagkvæmari
rekstur, minni orkusóun, minni útblástur gróðurhúsalofttegunda og
bætta ímynd í umhverfismálum auki spurn eftir vörum, ráðgjöf og
þjónustu Marorku.
„Við sjáum það reyndar nú þegar,“ segir Jón Ásgeir „Við erum
um þessar mundir að ganga frá fleiri samningum við stór og
viðurkennd fyrirtæki erlendis en við höfum gert áður.“
Jón Ágúst segir að sérstaða Marorku á þessu sviði sé að fyrirtækið
bjóði upp á heildstæðar lausnir við orkustýringu. Í þessu felst ekki
bara þróun og framleiðsla hugbúnaðar og vélbúnaðar heldur einnig
ráðgjöf og fræðsla. Keppinautarnir hafa hins vegar fremur sinnt ein-
stökum þáttum við orkustýringu.
Tvö fimm ára tímabil liðin
„Þróun sprotafyrirtækja tekur þrjú fimm ára tímabil,“ segir Jón
Ágúst. Fyrsta tímabilið einkennist af rannsóknarvinnu og byrjun á
vöruþróun. Næsta fimm ára tímabil einkennist af áframhaldandi
vöruþróun og stöðlun ásamt framleiðslu á frumgerðum. Þriðja
fimm ára tímabilið einkennist af markvissri markaðssetningu og
sölu sem leiðir til vaxtar fyrirtækisins og verðmætasköpunar.
„Marorka er einmitt á þessu þriðja stigi núna. Við erum að
undirbúa vaxtarskeiðið,“ segir Jón Ágúst.
Til þessa hefur fjármagn komið frá Tækniþróunarsjóði, AVS,
Nýsköpunarsjóði og norrænum samkeppnissjóðum auk hlutafjár frá
núverandi eigendum.
„Þátttaka samkeppnissjóða hefur verið ein af meginforsendum
fyrir árangrinum sem við höfum náð,“ segir Jón Ágúst. Hann
reiknar með að sem fyrr verði vöxturinn fjármagnaður með tekjum
af sölu en auk þess nýju hlutafé, vöruþróunarstyrkjum og lánum.
Staðan í dag
„Á meðan íslenska krónan var mjög sterk og þensla var í
fjármálageiranum var mjög erfitt að byggja upp fyrirtækið,“ segir
Jón Ágúst. „Bæði var rekstrarkostnaður of hár miðað við það sem
var erlendis og erfitt var að fá fólk til starfa.
Eftir gengishrunið er staðan önnur því mestallar tekjur Marorku
eru í evrum og því hafa tekjur Marorku í íslenskum krónum
hækkað mjög mikið.
„Við höfum notað auknar tekjur til að stækka fyrirtækið og
ráða fleira fólk,“ segir Jón Ágúst, sem telur að bjart sé framundan
hjá Marorku, sérstaklega ef Íslendingar ákveða að byggja upp
tæknigeirann með markvissum aðgerðum.
Jón Ágúst segir að ein algengustu mistökin í uppbyggingu
sprotafyrirtækja séu að horfa til of stutts tíma. Þetta sé ævistarf þar
sem menn verði að leggja sig alla fram um að láta verkefnið ganga
upp og horfa verði til minnst 15 ára þegar lagt er af stað.
„Mikilvægt er að huga vel að því að fá með sér fólk með mikla
reynslu af uppbyggingu fyrirtækja og sem hefur þolinmæði til að
horfa til svo langs tíma,“ segir Jón Ágúst.
„Við horfum björtum augum fram á veginn,“ segir hann, „og
finnum til gleði yfir því að geta mætt í vinnuna á morgnana og
lagt okkar á vogarskálarnar við að minnka orkusóun og útblástur
gróðurhúsalofttegunda í heiminum.“
„hagkvæm
orkustýring getur
þýtt gríðarlegan
sparnað fyrir skip,
skipafélög og
útgerðir en þetta
snýst líka um
umhverfisvernd
og ímynd.“
Jón ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri marorku:
vaxtarskeiðið er næst
Starfsfólk Marorku í Borgartúni 20.