Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 32

Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 forsíðu grein SPrOtaFYrIrtÆkI hvað þarf til þess að byggja upp Ísland? Hvað þarf til að byggja upp ný fyrirtæki? Þýski heimspekingurinn Hegel sagði eitthvað á þá leið „að ekkert stórkostlegt verður til án ástríðu“. Það má til sanns vegar færa þar sem oft er það trúin og viljinn til þess að gera eitthvað sem hefur úrslitaáhrif á að þetta eitt- hvað verði að veruleika. Þetta er mikilvæg lexía. Frumkvöðlar eins og Michael Dell og Anita Roddick hafa talað um þennan mikilvæga kraft, eldinn sem er drifkraftur árangurs. Mikið hefur verið skrifað og skrafað um mikilvægi ástríðu í upp- byggingu fyrirtækja en tiltölulega lítið er til af rannsóknum sem hægt er að styðjast við. Nýleg fræðigrein eftir Cardon og félaga (2009) gerir þó ágæta tilraun til þess að skilgreina um hvað þetta tal um ástríðu snýst. Ástríða frumkvöðulsins felst í sterkum jákvæðum tilfinningum sem hafa merkingu og tilgang fyrir frumkvöðulinn og þau verk sem hann vinnur. Ástríðan hefur áhrif hvort sem er í hugmyndavinnunni, uppbyggingunni eða vaxtarferlinu í gegnum áræði, þátttöku og frum- legar lausnir vandamála. Ástríðan er oft X-faktorinn sem gerir það að verkum að bæði frumkvöðullinn og þeir sem fylgja honum eru tilbúnir til þess að gera eitthvað stórkostlegt að veruleika. Margir frumkvöðlar hafa þessa ástríðu og hún smitar út frá sér. Ástríðan tryggir ekki árangur en eykur líkurnar á að uppbyggingin verði árangursrík. Það er mik- ilvægt að þessi ástríða sé til staðar þegar þörf er fyrir uppbyggingu, sérstaklega þegar á að byggja eitthvað úr litlu sem engu. Það er oft ástríðan sem brúar bilið á milli stöðu og stefnu, núverandi ástands og framtíðarsýnar. Þá er ekki þar með sagt að fólk eigi ekki að hafa neitt raunveruleikaskyn, það er ekki síður mikilvægt en það er þetta jafn- vægi á milli þess að sjá lengra en núverandi staða gefur tilefni til og að átta sig á aðstæðum sem skiptir sköpum. Oft er það ástríðan sem knýr fólk yfir næstu hæð þar sem aðstæður eru allt aðrar en í þeim öldudal sem fólk var fyrir. Um þetta snýst ástríða fyrir uppbyggingu. Það er tómt mál að tala um uppbyggingu þegar það eina sem fólk hugsar um er að viðhalda lífsstíl 2007. Eins sorglegt og það er þá þurfa æði margir að byrja aftur á byrjunarreit. Nýtt upphaf krefst ástríðu fyrir uppbyggingu. En breytingar fela í sér tækifæri og það eru frumkvöðlarnir sem þurfa að gera tækifærin að fyrirtækjum sem skapa atvinnu og verðmæti. Þeir sjá glasið hálffullt en ekki hálftómt. Tímaramminn er fimm til tíu ár. Ávinningurinn er áhugaverðara Ísland en nokkru sinni fyrr, þar sem atvinnulífið blómstrar með fjölbreyttum tækifærum en drukknar ekki ruðningsáhrifum risafyrir- tækja, þar sem lífið gengur út á að skapa verðmæti en ekki innantóm- ar bólur og þar sem drifkrafturinn er ástríðan fyrir uppbyggingu en ekki efnishyggjan. texti: dr. eyþór ívar jónsson ÁstrÍða fyrir uppbyggingu Frumkvöðlarnir sjá glasið hálffullt en ekki hálftómt. Þýski heimspekingurinn Hegel sagði eitthvað á þá leið „að ekkert stórkostlegt verður til án ástríðu“. Það má til sanns vegar færa þar sem oft er það trúin og viljinn til þess að gera eitthvað sem hefur úrslitaáhrif. Hvað ÞaRF til að byggJa Upp Ísland?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.