Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 34

Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 forsíðu grein SPrOtaFYrIrtÆkI responsible Surfing – eða Örugg netnotkun – er gott dæmi um sprota sem sprottinn er af meiði sem gæti virst alls óskyldur. Sálfræðingur, með marga fíkla á legubekknum, býr til tölvufyrirtæki. Núna vinnur Björn Harðarson tvo daga í viku í sérgrein sinni en hlúir að sprotanum aðra daga. Fyrir suma var Interetið eins og nýtt fíkniefni á markaði. Fyrir daga Netsins var ekki mikið um að fólk missti stjórn á tölvunotkun sinni. Síðan kom í ljós að það var hægt að ánetjast Netinu og nú er það viðurkennt að netfíkn getur verið jafnerfið viðureignar og hver önnur fíkn. Björn segir að núna séu liðin um tíu ár frá því farið var að leita til hans um aðstoð og leiðbeiningar vegna netfíknar. Það kom í beinu framhaldi af sérfræðivinnu hans með fíklum. Hann svaraði spurningum og kom í viðtal hjá Morgunblaðinu vegna þessa fyrirbæris. Það vakti athygli margra foreldra á vandanum. Síðan hefur umræða um netfíkn leitt til þess að fólk áttar sig á að þessi gerð fíknar er til og hún getur verið alvarleg. „Netfíkn er að því leyti ólík margri annarri fíkn að hún leiðir ekki beinlínis til heilsutjóns eða glæpa og ekki endilega til fjárhagstjóns,“ segir Björn. „Engu að síður getur hún leitt til stórvanda á heimilum og það jafnvel svo að kalla verður lögreglu til.“ Vandinn við netfíknina er að hún er tímaþjófur, veldur félagslegri einangrun og atvinnumissi. Hún hefur til dæmis sannanlega áhrif á námsárangur og leiðir til þess að unglingar hætta námi. Ósýnilegur vandi „Oftast er vandinn ekki sjáanlegur en það er samt til ákveðinn áhættuhópur og hann einangrast frá þjóðfélaginu,“ segir Björn. Netfíknin leggst þyngst á þá sem eru félagsfælnir fyrir. Að mati Björns liggur lausnin í forvörn og möguleikum foreldra á að stýra hlutfalli tölvunotkunar, félagslegra athafa og líkamlegrar hreyfingar. Og Örugg netnotkun – eða Responsible Surfing – er forrit sem hjálpar til við að hafa hemil á netnotkuninni. „Áður en við byrjuðum var auðvelt að nálgast hugbúnað til að læsa ákveðnum síðum. Þetta átti sérstaklega við um klámsíður,“ segir Björn. „Hins vegar var hvergi boðið upp á lausn sem tæki almennt á Netfíkn.“ Responsible Surfing gengur út á að læsa ýmsum síðum; loka ef hafa á eftirlit með spjallrásum og læsa fjölspilunarleikjum sem reynslan sýnir að leiða helst til ofnotkunar. Í forritinu eru einnig tímastillar þar sem hægt er að takmarka netnotkun við hámark á dag eða viku og stýra hvenær dags Netið er opið og skrá notkunina. Hugbúnaðurinn er hugsaður jafnt fyrir heimili, skóla og fyrirtæki. Hjá fyrirtækinu er nú unnið að því að koma hugbúnaðinum á erlendan markað. Fyrstu sölusamningar hafa þegar verið gerðir. Hugmyndin er að þróast úr sprota og yfir í fyrirtæki með sterka stöðu á markaði. Hugbúnaðinn er hægt að nálgast á www. netnotkun.is Jafnframt er unnið að nýrri útgáfu fyrir farsíma. Það er þrautin þyngri. Farsímaútgáfan verður ekki gerð nema meira fjármagn komi til. „Netnotkun á í auknum mæli eftir að færast yfir í farsíma og það mun gerast mjög hratt þegar farsímafyrirtækin skipta yfir í hraðari og ódýrari lausnir,“ segir Björn. Heim eftir bankahrun Núna er fyrirtækið með sex starfsmenn á Indlandi auk þess sem fólk er í hlutastörfum á Íslandi. Þegar vinnan hófst árið 2006 var mikill vandi að fá forritara hér heima vegna þess að bankarnir yfirborguðu alla. Þetta hefur nú snúist við. Björn áætlar því að farsímaútgáfan af Öruggri netnotkun verði unnin á Íslandi – einmitt vegna falls bankanna. Hins vegar er sami vandi og áður með fjármögnun sprotafyrirtækja. Björn segir að eftir þriggja ára starf hafi hann lært tvennt. Í fyrsta lagi taki svona þróunarvinna lengri tíma en menn haldi. Hitt er að það er ráðlegt að tala við aðra um hugmyndina, leita ráða hjá öðrum sem gert hafa svipaða hluti – og óttast ekki að hugmyndinni verði stolið! „Oftast er vandinn ekki sjáanlegur en það er samt til ákveðinn áhættuhópur og hann einangrast frá þjóðfélaginu.“ Björn harðarson sálfræðingur og stofnandi responsible surfing: forrit gegn netfÍkn Björn Harðarson sálfræðingur (situr) og Bjarni Magnússon hagfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.