Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 41

Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 41
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 41 af frumkvöðlastarfi. Samhoud fjallaði um nauðsyn þess að þjóðin þjappaði sér saman um ákveðin gildi en Taylor deildi með gestum þeim lærdómi sem hann hefur dregið af áralöngu og árangursríku frumkvöðlastarfi. Auk þeirra flutti Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, erindi um þau tækifæri sem felast í framtíð Íslands. Guðjón Már Guðjónsson var fundarstjóri, hann fjallaði um nauðsyn á framtíð- arsýn og hélt samantekt á fundinum. Hermann segir að um fjögurhundruð manns hafi mætt á mál- þingið og að hann telji að flestir hafi farið af þinginu með bjartar vonir um hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. „Málþingið var hugsað sem kveikja að því að leysa úr læðingi einhverja krafta sem fólk ber í brjósti og í framhaldi af henni var svo ákveðið að fara á stað með hugmyndasamkeppnina.“ Vegleg verðlaun Fyrstu verðlaun fyrir bestu viðskiptahugmyndina eru ein milljón króna, önnur verðlaun fimmhundruð þúsund krónur og þriðju verðlaun tvöhundruð og fimmtíu þúsund krónur. Vinningshöfum stendur einnig til boða að fá fagráðgjöf sérfræðinga við að þróa hug- myndina áfram. Þá mun N1 hjálpa til við að skapa viðskiptatengsl milli eiganda vinningshugmynda og mögulegra samstarfsaðila, s.s. fjárfesta og þróunaraðila. Dómnefnd skipa Hermann Guðmundsson forstjóri N1, Guðjón Már Guðjónsson hugmyndaráðuneytismaður, Jeff Taylor, stofnandi monster.com, Ragnheiður H. Magnúsdóttir frumkvöðull og Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Árni segir að þrátt fyrir að um sé að ræða peningaverðlaun fyrir bestu hugmyndirnar sé ekki síður mikilvægt að líta til þess að N1 ætlar að aðstoða vinningshafana við að koma hugmyndunum á fram- færi. „Aðalmálið er hugmyndirnar en ekki umbúðirnar utan um þær. Hugmyndirnar þurfa ekki á nokkurn hátt að vera tengdar eða falla að starfsemi N1 og við vitum ekki fyrirfram hvað kemur út úr keppn- inni en vonum að þær verði sem fjölbreyttastar. Ef ákveðin hugmynd tengist starfsemi okkar munum við að sjálfsögðu athuga möguleika á að vinna með viðkomandi að framgangi hennar, en ef ekki ætlum við að aðstoða þátttakendur við að komast í samband við rétta aðila, hvort sem það er við að stofna fyrirtæki eða til vöruþróunar.“ Allar góðar hugmyndir verða studdar „Við ætlum okkur einnig að tengja saman hagsmunaaðila sem gætu nýtt sér hugmyndirnar,“ segir Hermann. „Með þessu á ég við að N1 mun nýta tengslanet sitt til að koma á samstarfi milli hugmynda- smiðanna og þeirra sem gætu hrint hugmyndinni í framkvæmd. Einnig teljum við skynsamlegt að tengja saman aðila með svipaðar hugmyndir ef slíkt kemur upp á. Hugmyndin er sú að þrjár innsendar hugmyndir fái formlega viðurkenningu en ef það verður offramboð á góðum hugmyndum munum við ekki henda þeim í ruslið. Við áskiljum okkur fullan rétt til að verðlauna fleiri hugmyndir sérstaklega ef við teljum þær verð- skulda slíkt. Annaðhvort með því að vekja sérstaka athygli á þeim og koma þeim í vinnslu eða með því að bæta við verðlaunum. Ein leið sem hefur verið rædd er að halda opinn kynningarfund þar sem þeir hugmyndasmiðir sem skara fram úr geti kynnt hugmyndir sínar fyrir hugsanlegum fjárfestum. Þetta er vel þekkt form erlendis og ekkert því til fyrirstöðu að framkvæma slíkt hér,“ segir Hermann. Frestur til 30. september Að lokum segist Hermann þeirrar skoðunar að atvinnulífið eigi að stuðla meira að nýsköpun en það hafi gert í gegnum tíðina en ekki ýta ábyrgðinni yfir á stjórnvöld og menntakerfið eins og gert hefur verið. „Stór og burðug fyrirtæki eiga að taka samfélagslega ábyrgð og ein leið til þess er að stuðla að nýsköpun sem gerir atvinnulífinu gagn með því að auka veltuna í hagkerfinu.“ Frestur til að leggja inn hugmyndir er til 30. september og að sögn Hermanns og Árna er stefnt að því að dómnefndin vinni hratt og skili áliti sínu um miðjan október. Nánari upplýsingar um hugmyndasam- keppnina er að finna á www.n1.is/start. Jeff Taylor, bandarískur frumkvöðull og stofnandi monster.com, Hermann Guðmundsson forstjóri N1, Salem Samhoud, hollenskur frumkvöðull og Guðjón Már Guðjónsson hugmyndaráðuneytismaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.