Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 46

Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 m á r G u ð m u n d S S o n , n ý r S E ð l A b A n k A S t j ó r i , í n æ r m y n d „Þetta var 16. aldar hús, orðið nokkuð lúið og hafði hlotið hæfilega mikið viðhald,“ segir Einar um húskostinn. Þarna varð smám saman til dálítil félagsmiðstöð hóps stúdenta, þar á meðal Íslendinganna. „Við vorum á þessum tíma hættir að deila um pólitík þótt hvor hefði sína skoðun,“ segir Einar. Vinátta þeirra hefur staðið föstum fótum til þessa dags en þó pólitík beri oftast á góma þegar þeir hittast, þá er hún hætt að verða þeim að alvöru rifrildisefni, eins og var fyrrmeir. „Ég held að með tíð og tíma höfum við báðir færst inn að miðjunni og svo erum við ekki eins vígdjarfir nú og áður,“ segir Einar. ákaflega hæfur hagfræðingur „Í dag er Már ákaflega hæfur hagfræðingur og ég held ekki að bernskuskoðanir hans hafi þar nokkur áhrif,“ segir Einar. Hann hefur ekki trú á að kenningar Karls Marx hafi mikil áhrif á störf seðlabankastjóra. Einar lýsir Má sem góðum félaga, ljúfum í umgengni en ákveðnum. „Hann er viss í sinni sök, efast sjaldan um að hann hafi á réttu að standa en er alltaf til í að rökræða,“ segir Einar. „Hann hefur enga minnimáttarkennd gagnvart sjálfum sér og það skiptir ekki síður máli í núverandi stöðu en fagið. Hann þorir að halda fram sínum sjónarmiðum og standa við þau.“ Már er einnig að sögn kunningja hans fyrirferðarmikill og honum liggur hátt rómur. „Mér skilst að hann hafi einhvern tíma lagt stund á lúðrablástur og leikið í lúðrasveit. En hann þarf yfirleitt ekkert hjálpartæki svo að heyrist í honum. Það heyrist vel hvar hann er. Honum liggur þannig rómur,“ segir Stefán Jóhann. „Hann er kjarnyrtur og hress og til í spjall þegar tími leyfir. Hann hefur gaman af að tala og talar þá hátt og skýrt, en er þó ekki langorður,“ segir Stefán Jóhann. „Már er nákvæmnismaður og gerir miklar kröfur um fagleg vinnubrögð,“ segir Stefán Jóhann. „Ég geri ráð fyrir að margir hafi fengið skjöl sín með athugasemdum til baka frá honum. Ég þekki það af eigin raun.“ of góður með sig? Ragnar Stefánsson tekur undir þessa lýsingu á Má, segir að hann sé góður félagi, einlægur og með mikið sjálfstraust. Og upptekinn af fræðunum. „Hann er kannski einum of góður með sig,“ segir Ragnar. „Ég benti honum einu sinni á það og hann sagði þá að hann hefði vel efni á því. En hann var í sjálfu sér aldrei einstrengingslegur sem kommúnisti en samt upptekinn af hinni fræðilegu hlið.“ Aðspurður nefnir Ragnar að það hafi vissulega verið rætt í Fylkingunni hvort umbylting þjóðfélagsins, sem var lokamarkmiðið, yrði blóðug eða ekki. Trotskíistar voru allir á því að byltingin myndi verða alþjóðleg. „Við töldum að alþýða manna ætti að keyra fram þessa þjóðfélagsbyltingu án þess að hún yrði blóðug þótt okkur væri líka ljóst að afleiðingarnar gætu verið blóðugar,“ segir Ragnar og vísar þar til reynslu frá Spáni og Chile. Ragnar telur ekki endilega að viðhorf Más frá Fylkingartímanum hafi breyst við hagfræðinámið. Enn síður reiknar hann með að marxisminn hái Má við störf í Seðlabankanum. „Ég geri ráð fyrir að út frá hans sjónarmiði reyni hann að gera undirstöður efnahagslífsins stöðugri. Því fari hann í þetta starf,“ segir Ragnar. Og að mati Ragnars ætti núverandi fjármálakreppa í heiminum síst að koma marxistum á óvart. Kenning Karls Marx um kreppur auðvaldsins er lykilatriði í þessum fræðum. Samkvæmt Marx lýkur síðustu kreppunni með alheimsbyltingu öreiganna. Er þetta síðasta kreppan? Fræðin fyrst Már hefur skrifað mikið um hagfræðileg efni. Á ritaskrá hans eru ekki færri en 37 lengri og styttri ritsmíðar um hagfræðileg efni. Utan vinnu og utan fræða sinna hefur Már að sögn hægar um sig. Hann er þó áhugamaður um útivist og gönguferðir í félagi við Elsu Þorkelsdóttur konu sína. Með í för er jafnan heimilishundur- inn Mozart, svört skepna af ættum amerískra cocker-spaniela. Már sækir líka sund, les bækur, hlustar á tónlist og annað það sem hressir sál og líkama eftir átök vinnunnar. Þá voru þau Elsa kona hans byrjuð að iðka golf í Basel. Skólafélagar frá námsárunum í Englandi hafa einnig með sér óformleg samtök – Essex-félagið. Starf í þessu félagi hefur þó orðið minna en upphaflega var ætlað vegna anna félaganna við önnur störf og flutninga milli landa. skólabróðir: „Í dag er Már ákaflega hæfur hagfræðingur og ég held ekki að bernskuskoðanir hans hafi þar nokkur áhrif.“ Einar Kr. Guðfinnsson þingmaður um hagfræðinginn Má Guðmundsson. Flokksbróðir: „Hann er kannski einum of góður með sig. Ég benti honum einu sinni á það og hann sagði þá að hann hefði vel efni á því.“ Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur um byltingarsinnann Má Guðmundsson. starfsbróðir: „Mér skilst að hann hafi einhvern tíma lagt stund á lúðrablástur og leikið í lúðrasveit. en hann þarf yfirleitt ekkert hjálpartæki svo að heyrist í honum.“ Stefán Jóhann Stefánsson hagfræðingur í Seðlabankanum um yfirmanninn Má Guðmundsson. Sagt uM MÁ guÐMuNdSSON: ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 70 37 0 8 /2 0 0 9 Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki. HLUNNINDI SEM FYRIRTÆKJASAMNINGUR VEITIR: • Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. • Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. • Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða Icelandair. • Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum. + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? ECONOMY COMFORT Meiri þægindi, góð vinnuaðstaða, rafmagnsinnstunga fyrir tölvu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.