Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9
k V i k m y n d a g E r ð
Hvernig hófst ferillinn?
Samúel: „Leikstjórnaráhugi minn
kviknaði í Versló en ég var í vídeónefnd
þar í tvö ár. Í kjölfarið fór ég að vinna við
eftirvinnslu á sjónvarpsþáttum hjá Birni
Brynjólfssyni hjá Hugsjón og fór síðan
sjálfur að gera tónlistarmyndbönd. Þá var
Gunni Palli einmitt „free-lance“ klippari
hjá fyrirtækinu og þar lágu leiðir okkar
fyrst saman. Ég fékk Gunna til að klippa
tónlistarmyndband sem gekk mjög vel og
varð það vinsælt að Skífan fékk mig til að
gera myndband fyrir hljómsveitina Sálina
hans Jóns míns. Við Gunni ákváðum að
vinna myndbandið í sameiningu. Upp
frá þessu fórum við síðan að vinna saman
að öllum verkefnum. Við gerðum heilan
helling af tónlistarmyndböndum, t.d.
með Stuðmönnum, Skítamóral og fleiri
hljómsveitum.
Vendipunkturinn var þó myndband
fyrir Sálina sem hét „Á nýjum stað“ en það
hlaut Edduverðlaunin fyrir besta myndband
ársins. Þá fóru auglýsingastofurnar að sýna
okkur áhuga og biðja okkur fyrir verkefni
og við hösluðum okkur völl á þeim markaði
hægt og rólega. Árið 2004 komum við
hingað upp í Saga Film og höfum verið hér
síðan.“
Gunnar: „Við Samúel komum úr ólíkum
áttum; hann var í Versló en ég kem úr MH
þar sem ég var í vídeónefnd. Þaðan lá leið
mín til Íslensku kvikmyndasamsteypunnar
þar sem ég var svokallaður „runner“ eitt
sumarið við vinnslu á kvikmyndinni
Perlur og svín og einnig danskrar myndar.
Síðan fékk ég ýmis verkefni við að
klippa myndir og vann m.a. í hálft ár
með Hrafni Gunnlaugssyni. Ég klippti
heimildamyndina Popp í Reykjavík auk þess
sem ég klippti mikið af „trailerum“ fyrir
Kvikmyndasamsteypuna. Í kjölfarið færði
ég mig yfir í sjónvarpið og flutti mig þá til
Hugsjónar þar sem ég klippti t.d. nokkra
þætti af Íslenskum sakamálum og Íslenska
kjötsúpu (Johnny National).“
Þið hafið hlotið fjöldann allan af
verðlaunum og útnefningum?
Samúel: „Já, við höfum tvisvar
sinnum fengið Edduverðlaun fyrir
tónlistarmyndbönd, fyrrgreint myndband
með Sálinni og svo „Crazy Bastard“ með
Quarashi, Sveppa, Audda og Pétri, sem
var meira flipp en nokkuð annað, en þótti
svona athyglisvert.
Við höfum hlotið nokkrar slíkar
tilnefningar á Eddunni og í þrígang á FM
hátíðinni.
Fyrsta auglýsingaherferðin sem
fólk man líklega eftir gerðum við fyrir
sjónvarpsstöðina Sýn og var með Eiði
Smára og Sveppa í aðalhlutverkum. Hún
var valin bæði sjónvarpsauglýsing ársins
og herferð ársins 2004 á Ímarkhátíðinni
það árið. Þá áttum við jafnframt
Almannaheilla auglýsingu ársins sem var
fyrir V-daginn og kallaðist „Ertu vinur í
raun?“ Þetta ár (2004) unnum við þrennu
eða fullt hús! Það var gríðarlega gaman,
sérstaklega þar sem við vorum nýir í
bransanum.
Síðan höfum við fengið ýmsar
tilnefningar og í ár áttum við metár, með
alls 15 tilnefningar. Þar af voru fjórar af
fimm í flokknum sjónvarpsauglýsing ársins
en í fyrra hrepptum við verðlaun fyrir bestu
sjónvarpsauglýsinguna, Jesúsauglýsinguna
svokölluðu, sem eflaust er umdeildasta
auglýsing þessa áratugar.“
Gunnar: „Það er dálítið merkilegt
að auglýsingin sem við gerðum fyrir
Vínbúðina, „Láttu ekki vín breyta þér í
svín“ er orðin að eins konar stuttmynd.
Hún hefur farið víða um heiminn og verið
tilnefnd nær alls staðar. Hún er núna
tilnefnd til Cresta-verðlaunanna. Hún
vann líka á kvikmyndahátíðinni í Cannes í
vor en það var í fyrsta skipti í þrjú ár sem
við ákváðum að fara ekki til Cannes!
Það er líka gaman að segja frá því að
við gerðum auglýsingu fyrir Samsung í
Bretlandi sem var valin ein af 50 bestu
sjónvarpsauglýsingunum í þar í landi í ár.
Hún hlaut að auki verðlaun í New York
fyrir mánuði síðan, svokölluð Telly Award,
en við vorum einmitt að fá styttuna heim,
sem er hönnuð af sama fyrirtæki og gerði
Óskarsstyttuna frægu. Aðalleikarinn í henni
Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hafa unnið saman sem leikstjóratvíeyki
í nokkur ár og hafa engir íslenskir leikstjórar fengið jafnmargar tilnefningar og verðlaun
fyrir tónlistarmyndbönd og auglýsingar og þeir félagar.
margVErðlaunað
lEikstjóradúó
TexTi: hrund hauksdóttir • Mynd: geir ólafsson