Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 53

Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 53
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 53 s t u ð u l l var Michael Ballack, fótboltamaður úr Chelsea og þjóðarhetja Þjóðverja.“ Hverju þakkið þið árangursríkt samstarf? Samúel: „Í þessum bransa verður alltaf að þakka fólkinu sem er í kringum mann. Eins og auglýsingastofunum sem treysta okkur fyrir handritunum sínum. Það þarf auðvitað að ávinna sér þetta traust og það hefur okkur Gunna tekist á síðustu árum og því höfum við fengið stór og góð verkefni. Hlutverk leikstjórans er svo að bæta einhverju við; finna nýja vinkla, sem gerir það að verkum að handritið verður enn betra. Við Gunni höfum oft komið að handritum nánast fullgerðum eða komið inn í ferlið þar sem sjálf hugmyndavinnan á sér stað. Við höfum líka komið með hugmyndir sjálfir.“ Gunnar: „Já, okkar góða samstarf er kannski merkilegt í ljósi þess hversu ólíkir við erum, meira að segja foreldrar okkar botna ekkert í þessu samstarfi. Við erum eins og svart og hvítt. Sem er líklega einmitt góður grunnur. Við eigum sinn vinahópinn hvor og ég bý úti á Nesi en Samúel uppi í Mosfellsbæ, þannig að við búum eins langt í burtu frá hvor öðrum og mögulegt er! Það er hugsanlega mesti kostur samstarfsins hvað við erum ólíkir. Auk þess þekkjumst við mjög vel og virðum styrkleika hvor annars og því hefur níu ára samstarf okkar verið mjög farsælt.“ Uppáhalds íslenska auglýsingin - sem þið hafið ekki gert sjálfir? Gunnar: „Góð ímynd frá Íslandi“ fyrir Icelandair sem Lárus Jónsson leikstýrði. Engin spurning, vildi að ég hefði gert hana sjálfur.“ Samúel: „Auglýsingar eru jú börn síns tíma en ég get nefnt eina uppáhalds sem er frá sama leikstjóra, Lárusi, og var unnin fyrir Símann – internet.“ Hvernig veljið þið fólk í hlutverk? Samúel: „Við erum með „casting director“, eins og það kallast, sem tekur fólk í prufur og kemur með tillögur. Við notumst mikið við fólk af götunni og stundum einnig módel og leikara. Útlendir kollegar okkar hafa veitt því eftirtekt að fólkið í auglýsingunum okkar er ekki með stífan, ýktan leikstíl, eins og gjarnan er í amerískum auglýsingum, heldur fremur afslappaðan. Það má segja að það sé eitt af einkennum okkar auglýsinga.“ Tvíeykið Samúel Bjarki leikstjóri og Gunnar Páll leikstjóri eiga stuttan en glæsilegan feril að baki í gerð tónlistarmyndbanda og auglýsinga. margVErðlaunað lEikstjóradúó

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.