Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 56

Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 s t u ð u l l Það hefur viljað brenna við að menn telji skorta á þjónustulund opinberra fyrirtækja. Hjá ÁTVR, sem verður 90 ára árið 2012, hafa menn lengi lagt sig fram um að vera ekki í þessum hópi. Miklar breytingar hafa orðið á fyrirtækinu frá því það tók til starfa árið 1922 og til dagsins í dag. Þróunin hefur verið „frá afgreiðslu yfir í þjónustu“ og nú njóta viðskiptavinir ÁTVR þjónustu sem grundvall- ast á trausti, hæfni og samvinnu þar sem ánægja viðskiptavinarins er höfð í fyrirrúmi. „Það þótti talsvert djarft af okkur sem ríkisfyrirtæki að ætla að taka þátt í ánægjuvoginni á sínum tíma,“ segir Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ÁTVR. „Við dembdum okkur þó í það óhrædd árið 2003 og byrjuðum með að vera neð- arlega í hópi þeirra fyrirtækja sem voru mæld það árið. Síðan vorum við komin upp fyrir hann árið 2005 og það ár vorum við efst í hópi smásöluverslana. Árin 2006 og 2007 fórum við aftur niður en í fyrra hafði þetta snúist algerlega við á ný. Erfitt er að segja til um hver sé ástæðan fyrir því. Við reynum að sjálfsögðu alltaf að bæta okkur ár frá ári bæði í ábyrgðar- og þjón- ustuhlutverkinu. Árin 2003 og 2005 unnum við til fjölda verðlauna; sem ríkisstofnun til fyrirmyndar, fengum Íslensku gæðaverðlaunin og vefurinn okkar var valinn besti fyrirtækjavefurinn. Hugsanlega skýrir umbótavinnan þessi ár að hluta árangurinn þegar við vorum hæst í flokki smásöluverslana árið 2005.“ - Hvað gerðist árin 2006 og 2007, þegar ánægjan fór aftur niður, sofnuðuð þið þá á verðinum? „Það getur vel verið. Hugsanlega hefur almenningur verið búinn að taka eftir þessu og byggja upp væntingar sem við náðum ekki að fylgja eftir. Eitthvað gerðist. Það er á hreinu að við náðum ekki að uppfylla væntingar eins og við höfðum lagt upp með árið 2006 þegar við urðum aftur neðarlega í ánægjuvoginni. Þegar ánægjuvogin fer Fá fyrirtæki hafa tekið markaðsmál sín jafn föstum tökum og ÁTVR. Það hefur orðið stökk- breyting á þjónustu fyrirtækisins í formi aukins úrvals af vínum, fágaðrar þjónustu, lengri opnunartíma, stórbættra húsakynna og fjölda sölustaða. Sumir segja að þjónusta sé orðin svo góð að búið sé að tækla þörfina á að selja vín og bjór í matvöruverslunum. TexTi: fríða björnsdóttir • Mynd: geir ólafsson o.fl. stökkbreytingin á átVr Gömul mynd sem sýnir örtröðina sem oft myndaðist í ríkinu við Lindargötu. Menn voru óduglegir við að fara í röð á þessum tíma.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.