Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 59

Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 59
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 59 s t u ð u l l atriða í þjónustu vínbúðarinnar lendir vöruúrvalið í 1. sæti (4,7) í vínbúðinni Heiðrúnu og viðmót starfsfólks er í öðru sæti með 4,5. Einar segir að kröfur um vöruúrval séu mismunandi eftir því hvar spurt er, en ljóst sé að höfuðborgarbúar séu kröfuharðastir varðandi vöruúrval almennt. tekur tíma að aðlagast breyttum opnunartíma Afgreiðslutími hefur breyst mjög á undanförnum árum. Hvað geturðu sagt um hann? „Flestir viðskiptavinir koma á föstudögum, milli 25-35 þúsund tals- ins. Næstflestir koma í vínbúðirnar á laugardögum, 15-20 þúsund. Laugardagssalan er í takt við þróun í þjóðfélaginu og kemur fram í verslun almennt. Svipaður fjöldi kemur í búðirnar á milli 12-13 og milli 19 og 20 en reyndar eru aðeins þrjár verslanir á landinu sem anna kvöldinu. Þótt sölutíminn hafi færst fram á kvöldið og fram eftir laugardögunum virðist fólk vera nokkurn tíma að átta sig á breytingunum. Lengi eftir breytingu koma flestir rétt fyrir „lokun“ á þeim tíma sem hún var áður, en síðan breytist þetta hægt og rólega. Ef sölutíminn er aftur lengdur kemur nokkur hópur á elsta lokunar- tímanum, stærsti hópurinn á þeim lokunartíma sem síðast var í gildi og færri rétt fyrir nýja lokunartímann. Þessi kauphegðun breytist ekki hratt.“ árið 1986 nam heildarsalan um 3,2 milljónum lítra og þar af voru seldir 250.000 lítrar af brennivíni. Vörutegundir voru 550, þar af 80 rauðvíns- og 90 hvítvínstegundir. Verslanir átVr eru nú 49. Heildarsala er um 20 milljónir lítra og vörutegundir um 1700, þar af tæplega 600 rauðvíns- og 330 hvítvínstegundir. Vín fyrir saltfisk Umræður um áfengisneysluna hér á landi leiddu til þjóðaratkvæðagreiðslu um bann við framleiðslu, neyslu og innflutningi áfengis. Bannið kom til fram- kvæmda árið 1912 en var aflétt að hluta til árið 1922 en þá þvinguðu Spánverjar Íslendinga til að kaupa vín frá Spáni í skiptum fyrir saltfisk sem þeir keyptu héðan. innflutningur var þá heim- ilaður á áfengi undir 21% að styrkleika. Öl var þó áfram bannað. ÁTVR hefur haft samfélagslega ábyrgð á dagskrá sinni um nokkurt skeið. Hvernig er henni sinnt? „Á undanförnum árum hefur áhersla á samfélagslega ábyrgð orðið ríkari þáttur í starfseminni en áður var. Skilríkjaeftirlitið er fyrirferð- armesti þátturinn og má í því sambandi minna á sjónvarpsauglýsingu sem kemur að þessu atriði og hefur vakið töluverða athygli að und- anförnu. Hún byggist á raunverulegri upplifun eins af starfsmönnum auglýsingastofunnar sem gerði auglýsinguna. Önnur herferð „Láttu ekki vín breyta þér í svín“ hefur einnig vakið athygli. Auglýsingin var tilnefnd til verðlauna í flokki samfélagslegra auglýsinga á auglýs- ingahátíðinni Eurobest. Þótt verðlaunin kæmu ekki í hlut Vínbúð- anna var þetta mikill heiður. Ímyndarsköpunin mikilvæg Sú ímyndarsköpun sem á sér stað í þessum auglýsingum hefur orðið fyrirtækinu til framdráttar. ÁTVR er byggt upp á tveimur stöplum, annars vegar að selja áfengi og hins vegar að einhverju leyti að hindra aðgengi fyrir þá sem ekki mega kaupa áfengi. Við getum ekki veit þjónustu án ábyrgðar og getum ekki verið í því að vera of ábyrg án þess að veita þjónustu. Þetta tvennt verður að haldast í hendur; góð þjónusta og ábyrgð – ábyrgð og góð þjónusta. Við erum einnig meðvituð um að koma í veg fyrir að óæskileg vara komi inn á markaðinn, eins og t.d. áfengt hlaup, sem er beinlínis markaðsett fyrir ungt fólk og jafnvel krakka. Við vinnum því að samfélagslegri ábyrgð á mörgum sviðum.“ Einar segir að lokum að ÁTVR leggi mikla áherslu á að skapa fyrirtækinu góða ímynd á sem flestan hátt og um leið að mæla ánægju viðskiptavina sinna og geri það þétt, bæði með ánægjuvoginni og með því að kanna afstöðu viðskipavina í hinum einstöku vínbúðum. „Þetta hefur hjálpað okkur gríðarlega að bregðast rétt við því að um leið og eitthvað gerist í þjón- ustunni kemur það fram í ánægju viðskiptavinanna.“ Fjöldi viðskiptavina í Vínbúðunum. dæmigerður föstudagur. Hvaða dagar eru vinsælastir í Vínbúðunum?

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.