Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 61

Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 61
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 61 kaffiáhuginn lifnar „Áhugi minn á kaffi vaknaði fyrir alvöru síðasta árið sem við vorum í Bandaríkjunum eftir að ég kynntist kaffihúsaeiganda þar. Ég spurði hvort hann væri til í að kenna mér að brenna kaffi og það sem ég þyrfti að vita til að getað opnað kaffihús á Íslandi. Í framhaldi af því vann ég hjá honum í tæpt ár, lærði að smakka og brenna kaffi og blanda kaffidrykki áður en við fluttum heim. Mamma er mjög góður kokkur og mikil matarmenning er á heimili foreldra minna og ég held að áhugi minn á kaffi og mat- argerð almennt eigi rætur sínar þar. Þegar við fluttum heim voru tiltölulega fá kaffihús á Íslandi. Hugmyndin var upp- haflega að opna kaffibrennslu og kaffihús með fjölbreyttum kaffidrykkjum en það kom fljótlega í ljós að slíkt myndi ekki ganga upp. Við ákváðum því að setja á stofn kaffi- brennslu á efri hæðinni í trésmiðjunni hans pabba í Njarðvíkum. Húsnæðið var 300 fermetra lager sem við breyttum í brennslu. Því næst keyptum við kaffibrennsluofn og kaffibaunir í Bandaríkjunum af manninum sem ég hafði verið að vinna hjá og fluttum inn. Næsta skref var að koma vörunni á framfæri í verslunum eins og Hagkaupum og Samkaupum og það gekk hægt og bítandi. Í fyrstu skráðum við fyrirtækið undir heitinu Sælkerakaffi, sem mér þykir alveg skelfilegt í dag, en nafnið Kaffitár á vinkona mín sem lagði það til. Í fyrstu gleymdum við því en svo kom það upp aftur og við breytum nafninu,“ segir Aðalheiður. reka átta kaffihús Fyrsta kaffihús Kaffitárs er stofnað í litlu horni í Kringlunni árið 1994 en tveimur árum seinna opnar Kaffitár í Bankastræti og í dag rekur Kaffitár átta kaffihús, fimm í Reykjavík og þrjú á Suðurnesjum. Aðalheiður segir að frá fyrsta ári hafi vöxtur fyrirtækisins verið 20 til 30% á ári. „Persónulega tel ég að galdurinn á bak við góðan rekstur felist í mikilli vinnu og því að hafa gaman af því sem maður er að gera. Maður verður einnig að vera opinn fyrir nýjum tækifærum og kunna að notfæra sér þau. Fyrstu árin unnum við langan vinnudag aðalHEiður Í kaFFitári Aðalheiður Héðinsdóttir í Kaffitári. kaffitár er rekið með hugmyndafræði sem er niðri á jörðinni og allar ákvarðanir teknar að vel ígrunduðu máli. Við höfum aldrei anað að neinu og sú stefna hefur borgað sig. nafn: Aðalheiður Héðinsdóttir. fædd: 23. apríl 1958. Maki: eiríkur Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Vísindagarða HÍ og forstöðumaður Viðskipta- stofnunnar HÍ. Börn: Andrea 29 ára, Héðinn 23 ára og Bergþóra 21 árs. Starf: Forstjóri kaffitárs. Aðalheiður situr í stjórn eftirfarandi félaga: Samtök iðnaðarins Tækniskóli Íslands ÁTVR – stjórnarformaður

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.