Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9
n æ r m y n d a F a ð a l H E i ð i H é ð i n s d ó t t u r Í k a F F i t á r i
en í dag er reksturinn orðinn mjög góður og fyrirtækið stendur
vel. Því er skipt í tvennt, annars vegar eru kaffihúsin og hins vegar
heildsalan sem selur kaffi til verslana og fyrirtækja. Á síðastliðnu ári
veltum við um 710 milljónum sem skiptist nokkuð jafnt milli beggja
hlutanna. Mitt aðalstarf í dag er einhvers konar leiðtogahlutverk en
ég læt aðra að mestu um daglegan rekstur enda með alveg frábært
starfsfólk og stjórnendateymi. Hjá mér fer mikill tími í ferðalög, oft-
ast við kaffikaup en einnig sem dómari við að velja uppskerur ársins
í ýmsum löndum.
Kaffi sem við notum kemur aðallega frá Mið- og Suður-Amer-
íku en mest frá Níkaragva. Þegar fyrirtækið komst upp í þá stærð
að geta keypt og flutt inn tuttugu feta gáma með nítján tonnum af
kaffibaunum beint frá kaffiræktunarlandinu breyttust allar forsendur
og við gátum farið að versla beint við framleiðendur. Í dag flytjum
við inn þrettán slíka gáma á ári beint frá bændum auk þess sem við
kaupum nokkra gáma í gegnum milliliði,“ segir Aðalheiður.
Helsta nýjungin súpa og brauð
„Helsta nýjungin hjá okkur undanfarið er að við leggjum meiri
áherslu á mat í kaffihúsunum. Í upphafi skilgreindum við okkur
eingöngu sem kaffifyrirtæki og ætluðum að halda okkur við það.
Við höfum nokkrum sinnum í gegnum tíðina gert skoðanakannanir
meðal viðskiptavina okkar og alltaf komið vel út hvað varðar kaffið
en síður þegar kom að mat. Í framhaldi af því ákváðum við að þróa
hádegisverðarlínu og léttar veitingar sem hafa mælst mjög vel fyrir. Í
dag starfa hjá okkur tíu konur í Njarðvík sem eru á vöktum við að
smyrja brauð sem við seljum á kaffihúsunum,“ segir Aðalheiður.
líður vel við eldavélina
Aðalheiður segir að auk reksturs Kaffitárs hafi hún áhuga á ferða-
lögum og útivist. „Fjölskyldan á litla sumarhöll á hjólum sem við
notum mikið til ferðalaga innanlands. Maðurinn minn er með golf-
dellu en ég spila svona meira með í góðra vina hópi. Ég hef einnig
mikinn áhuga á matargerð og er góður kokkur og líður best við
eldavélina og fjölskyldunni þykir það ekkert leiðinlegt.“
Þess má geta að Aðalheiður var Íslandsmeist-
ari í keppninni Lagt á borð, á landsmóti Ungmenna-
félags Íslands sem haldið var í Keflavík árið 1984.
allar ákvarðanir vel ígrundaðar
„Rekstur fyrirtækis eins og Kaffitárs byggir á því að leita uppi tækifæri
en eins og staðan er í dag er ekkert ákveðið í hendi sem við ætlum að
S
Ag
T
U
M
A
ð
AL
H
ei
ð
i
H
éð
in
S
d
ó
TT
U
R
:
Hildur Petersen, stjórnarformaður Pfaff og Kaffitárs:
til í allt með stuttum fyrirvara
„Við Aðalheiður höfum þekkst í um áratug
og deilum ríkri ást á öllu sem tengist mat.
ég man eftir því þegar hún sagði mér að hún
ætti það til að tapa sér í eldhúsinu, þá skildi
ég alveg hvaða andrúmsloft hún var að tala
um. Aðalheiður og eiríkur maður hennar eru
miklir gestgjafar og mér finnst frábært að sjá
hvað þau reiða fram glæsilega máltíð með lít-
illi fyrirhöfn en lykillinn að því er falinn í þeim eiginleika þeirra að
kunna að láta fólk vinna með sér. gestirnir fá umsvifalaust einhver
verkefni, bretta upp ermar og vinna til jafns við þau að matarund-
irbúningnum. Það þýðir ekkert fyrir jafnvel lunkna endurskoðendur
að ætla að lýsa yfir getuleysi sínu á þessu sviði því þá eru þeim
fundin verkefni við hæfi, svo sem barþjónustan. Og auðvitað eru
þetta alltaf skemmtilegustu stundir boðsins.
ég hef veitt því sérstaka athygli hvað Aðalheiður nýtur mikillar
virðingar hvar sem hún kemur og held ég það sé fyrst og fremst
vegna þess hversu blátt áfram og trúverðug hún er. Svo hefur hún
þann eiginleika sem ég met mikils en það er að vera til í allt eða
allavega flest og það með stuttum fyrirvara. Á 17. júní síðastliðinn
hringdi ég í hana snemma að morgni og spurði hvort þau hjónin
væru tilbúin að klífa Helgafell í Hafnarfirði með okkur eftir hádegi
og svarið var auðvitað já. Og við komnar á toppinn nokkrum tímum
síðar.
Mér hefur líka fundist unun að því að fylgjast með hversu
natin hún er í rekstri kaffitárs. Því það þarf mikinn þroska hjá
frumkvöðlum eins og Aðalheiði að koma fyrirtækinu upp á næsta
stall þar sem fagstjórnendur eru teknir við daglegum rekstri en
skapa sér jafnframt rými sem ásýnd og þungamiðja rekstursins.
Henni hefur tekist að varðveita heimilislegt andrúmsloft í
fyrirtækinu auk þess sem henni er eðlislægt að hafa alltaf eitthvað
skemmtilegt í gangi. eitt frábært dæmi um það var á síðustu
Ljósanótt þegar Aðalheiður sló upp balli í höfuðstöðvum kaffitárs
í njarðvíkum og réð danskennara til að kenna öllu starfsfólkinu
latneska dansa í vikunni fyrir ballið.“
Þorsteinn Bjarnason, innkaupastjóri Olís og svili:
óhrædd við að prófa nýja hluti
Helstu kostir Aðalheiðar er þeir að hún á
auðvelt með að fá fólk með sér í að fram-
kvæma hlutina. Hún hefur sannfæringarkraft
og trú á verkefninu á þann hátt að þeir sem
eru í kringum hana hrífast með. Þar sem ég
hef þekkt hana í 32 ár eða svo hefur maður
orðið var við þessa framtakssemi. Þannig
var að þegar hún bjó í Madison í Wisconsin í
Bandaríkjunum og eiríkur eiginmaður hennar var við nám varð hún
að finna sér eitthvað að gera á meðan. Hún fékk því ættingja og
vini til að koma með fullar töskur af lopa og svo sat hún við og