Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 64

Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 Þessi ferðasaga Íslendinga síðustu fjóra áratugina er merkileg. Aftur og aftur hafa efnahagskreppur á 40 ára tímabili leitt til stórfelldra búferlaflutninga til nálægra landa. Á tíma- bilinu 1890 til 1970 höfðu landsmenn hins vegar að mestu hægt um sig. Íslendingar flúðu fyrst land sitt og svo einhverju næmi árið 1876 – árið eftir að Askja gaus. Það var landflótti vegna nátt- úruhamfara og markaði upphaf svokallaðra Vesturferða sem gætti að einhverju leyti fram til 1914. Þó er aðeins hægt að tala um landflótta á 9. áratug 19. aldar. Þá fækkaði fólki beinlínis vegna flutnings til Ameríku, mest til Kanada. Þetta var vegna harðinda og erfiðleika í kjölfar þeirra árin 1882 til 1889. Og allan þennan tíma Vesturferðanna voru Íslendingar að spá í hvort ekki mætti finna betra land en þetta guðs volaða sker, þar sem þeir höfnuðu þúsund árum fyrr. Harðindi heima ráku á eftir og von um betri hag dró. Allar aðrar Evrópuþjóðir veltu þessu sama fyrir sér á sama tíma. Bylgja Vesturferða varð hugsanlega snarpari á Íslandi, þann stutta síma sem hún stóð, er hún stóð skemur en í flestum öðrum Evrópulöndum. Fjárfesting í nýjum heimi Til að flýja land þarf peninga. Fólksflótti er fjárfesting. Hugsanlega voru Vesturferðir Íslendinga á árunum frá um 1875 til 1914 mesta fjárfesting í sögu þjóðarinnar. Ja, nema ef vera skyldi landnám Íslands þúsund árum áður. Fyrir flutning til Ameríku losaði fólk um þá fjármuni, sem það átti heima, og fjárfesti í fari til nýrrar heimsálfu. Sumir spöruðu fyrir farinu í mörg ár og allir lögðu allt sitt undir. Sennilega fjárfestu um 15 þúsund Íslend- ingar í Nýja heiminum á tínum Vesturferð- anna. Þegar mest gekk á fækkaði fólki á Íslandi og mikið fjármagn fór úr landi. Hugsanlega munaði meira um fjármagnið en fólkið. Orsök flóttans vestur um haf var kreppa í landbúnaði vegna hafíss og kulda. Eftir 1890 er ekki hægt að tala um fólks- flótta frá Íslandi í nær 80 ár. Fyrst eftir 1890 var mjög góður vöxtur í efnahagslífinu í heilan aldarfjórðung og ekki lengur ástæða til fólksflótta vegna harðinda. TexTi: gísli kristjánsson Íslendingar voru lengi ekki gjarnari á að flýja land sitt en margar aðrar Vestur-evrópuþjóðir. Tíður landflótti Íslendinga núna síðustu 40 árin er hins vegar sérstakur í evrópsku samhengi. Þessa fjóra áratugi má greina í sex stutt landflóttaskeið. landFlóttasaga ÍslEndinga l a n d F l ó t t i M Y N D : G R ÍM U R Ó LI G E IR S S O N Íslensk fjölskylda yfirgefur landið. sex landflóttaskeið: 1876• 1882-1889• 1969-1970• 1977-1978• 1987-1989• 1993-1996•

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.