Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 65
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 65
l a n d F l ó t t i
Þó komu fyrir stöku ár þar sem brott-
fluttir voru nokkur hundruð fleiri en
aðfluttir; seinast árið 1912.
Árin milli stríða voru vissulega erfið
– sérstaklega í kreppunni eftir 1930 – en
þá var kreppa um allan heim og ekkert
að fara. Ameríka tók ekki við fólki í
áratug.
áberandi heimakærir
Árin eftir 1890 héldu landsmenn sig
heima í miklu meira mæli en margar
aðrar Evrópuþjóðir. Enginn umtalsverður
fólksflótti varð árin fyrir fyrri
heimsstyrjöld eða strax eftir styrjöldina
eins og varð víða í Evrópu. Og ekki
heldur eftir síðari heimsstyrjöld.
Norðmenn urðu til dæmis ítrekað
fyrir verulegum landflótta á 20. öldinni
og alveg fram yfir 1960. Fjórðungur
þjóðarinnar fór. Á Íslandi kom aðeins
þessi eina umtalsverða bylgja landflótta
til Ameríku milli 1880 og 1890 en í
Noregi urðu bylgjurnar fimm, sú síðasta
eftir síðari heimsstyrjöld.
Flest ár liðinnar aldar fóru aðeins
fleiri frá Íslandi en komu. Hins vegar
voru þessar ferðir nokkuð jafnar og ekki
miklar.
Til dæmis eru engin sérstök merki um
brottflutning íslenskra kvenna til Ameríku
eftir síðari heimsstyrjöld. Vissulega fluttu
nokkrar konur vestur en ekki svo margar
að þess sjái stað í hagtölum.
síldin fór og fólkið á eftir
Þessi stöðugleiki í flutningum að og frá
landinu var aldrei meira áberandi en á
síldarárunum miklu fyrst eftir 1960. Þá
ríkti algert jafnvægi. Árin frá 1962 til
1968 fóru innan við 400 manns úr landi
á ári og álíka margir komu. Þetta voru
nánast bara stúdentar að fara og koma.
Eftir þetta byrja tölur um búferla-
flutninga að sveiflast mjög mikið: Fólk
ýmist streymir úr landi eða inn aftur.
Hrun síldarstofnsins 1967–68 sagði
ekki mjög til sín fyrr en einu til tveimur
árum eftir að veiði brást. Það var ekki
fyrr en árið 1969 að fólk fór að streyma
úr landi, mest til Svíþjóðar en einnig til
Danmerkur og jafnvel Ástralíu. Sumir
komu fljótt aftur en nú var komið los á
mannskapinn.
óstjórnarár
Umtalsverður fjöldi fólks fór síðan úr landi
árin 1977 og 1978 eða um þúsund fleiri
en aðfluttir. Og enn varð flótti árið 1987
og 1988. Þessi síðasttöldu flutningsár
voru erfiðleikar í hagstjórninni, gengisfall
og tímabundið atvinnuleysi.
Enn á ný fóru fleiri en komu árin
1991 til 1993 vegna atvinnuleysis. Þau
árin fóru margir til Noregs, einkum
iðnaðarmenn og læknar og hafa ekki
komið aftur.
Litla alþjóðlega tölvukreppan eftir alda-
mótin 2000 leiddi líka til þess að fleiri
fóru en komu en það var þó allt smávægi-
legt miðað við sveifluna sem nú stendur.
Núna á fyrstu sex mánuðum ársins
2009 er fólksflóttinn orðinn álíka mikill
og var árin 1970 og 1995. Þau ár fóru
um 1600 fleiri íslenskir ríkisborgarar úr
landi en komu til landsins. Núna á hálfu
ári höfðu 771 fleiri farið en komið.
Þarna er miðað við íslenska ríkis-
borgara. Straumurinn úr landi er enn
meiri í ár ef erlent verkafólk er einnig
talið. Stórfelldir flutningar útlendinga
að og frá landinu eftir 2005 eru nýmæli
í sögu okkar.
búslóðin strax í gámana
Fólksflutningar síðustu 20 ára bera
einnig með sér að fólk fer strax. Kreppan
er ekki fyrr skollin á en búslóðin er
komin í gáma. Svona var þetta ekki áður.
Vesturferðir náðu til dæmis hámarki árið
1887 eftir að verstu harðindaárin voru
afstaðin. Það tók nokkur ár að komast
af stað.
Sama gerðist eftir síldarhrunið, sem
varð algert árið 1968. Það var ekki
fyrr en árið 1970 að brottflutningur
náði hámarki. Það var árið sem fyrsti
skuttogarinn, tákn endurreisnarinnar,
kom til landsins.
Núna er fólk laust við. Margir hafa áður
búið í öðrum löndum. Vinnumarkaður
er opnari, atvinnuréttindi stöðluð og
tungumálakunnátta meiri. Þröskuldurinn
á leiðinni úr landi er lægri en áður.
1870 -10
1871 -28
1872 -119
1873 -319
1874 -417
1875 -63
1876 -1,143
1877 -72
1878 -460
1879 -369
1880 -94
1881 -47
1882 -189
1883 -1,279
1884 -29
1885 -149
1886 -529
1887 -2,029
1888 -1,189
1889 -654
1890 -209
1891 -120
1892 -250
1893 -730
1894 -115
1895 -95
1896 -95
1897 -95
1898 -95
1899 -95
1900 -456
1901 -586
1902 -418
1903 -469
1904 -287
1905 -206
1906 -93
1907 -69
1908 -25
1909 -68
1910 -174
1911 -613
1912 -608
1913 -135
1914 29
1915 -87
1916 -295
1917 233
1918 -394
1919 -215
1920 314
1921 -379
1922 -60
1923 -7
1924 -284
1925 309
1926 58
1927 237
1928 67
1929 141
1930 709
1931 -312
1932 206
1933 439
1934 -39
1935 -22
1936 -294
1937 -268
1938 29
1939 173
1940 35
1941 -476
1942 -101
1943 66
1944 -171
1945 310
1946 81
1947 641
1948 -140
1949 -238
1950 280
1951 -607
1952 -555
1953 392
1954 310
1955 41
1956 -230
1957 563
1958 -151
1959 104
1960 -312
1961 -593
1962 -193
1963 -78
1964 -98
1965 -99
1966 32
1967 -6
1968 -399
1969 -1,315
1970 -1,564
1971 -172
1972 431
1973 -305
1974 351
1975 -326
1976 -1,051
1977 -1,009
1978 -700
1979 -525
1980 -540
1981 183
1982 645
1983 230
1984 -271
1985 -508
1986 -261
1987 1,208
1988 1,466
1989 -1,086
1990 -681
1991 286
1992 205
1993 -267
1994 -861
1995 -1.637
1996 -1.038
1997 -574
1998 -233
1999 158
2000 62
2001 -472
2002 -1.020
2003 -613
2004 -438
2005 118
2006 -280
2007 -167
2008 -477
janúar
- júní
2009
-771
aðfluttir umfram brottflutta 1870-2009