Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 88

Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 K YN N IN G Gagnavarslan ehf. er nýtt sprotafyrirtæki á Íslandi og er sennilega eina fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Þar er virkjað íslenskt hugvit til að þróa nýjar leiðir í skjala- og upplýsingastýringu og varðveislu. Brynja Guðmundsdóttir stofnaði Gagnavörsluna í nóvember 2007. „Það hafði verið gamall draumur minn að stofna eigið fyrirtæki og ákvað ég loksins að láta hann rætast,“ segir Brynja. „Þá sameinaði ég áhugamál mín í eitt fyrirtæki auk þess að hafa að leiðarljósi að finna tækifæri á markaðnum sem aðrir voru ekki að sinna.“ Erlendis eru varðveisluhús yfirleitt í einnar til tveggja klukkustunda fjarlægð frá höfuðborgum enda er þetta starfsemi sem á heima úti á landsbyggðinni. Með nútímatækni og samgöngum er fjarlægð ekkert vandamál. Við höfum keypt glæsilegt varðveisluhúsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ, en það er gamla varnarliðssvæðið. Að auki höfum við unnið að því að koma upp útibúum úti á landi svo að við náum að dekka hvern landsfjórðung fyrir sig. Mikill kostnaður fylgir því að koma upp öflugum varðveislustöðum og því mikilvægt að hafa fáar en stórar einingar. Gagnavarslan er að þróa leiðir til að varðveita meðal annars skjöl, menningarminjar, listaverk, textíl, filmur, myndir og aðra muni. Fyrirtækið vinnur að sjálfsögðu eftir ströngum öryggis- og gæðastöðlum.“ Samstarf við ýmiss söfn Gagnavarslan hefur átt í viðræðum við Þjóð- minjasafnið um að koma á samstarfi milli fyrirtækisins og safnsins og fá ráðgjöf frá sér- fræðingum safnsins um það hvernig best sé að varðveita til dæmis textíl, filmur, myndir Gagnavarslan Nýtt og spennandi þekkingarfyrirtæki Baldur Hallgrímsson, Jóhann Pétur Herbertsson og Brynja Guðmundsdóttir í vörsluhúsnæðinu á Ásbrú í Reykjanesbæ.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.