Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Síða 89

Frjáls verslun - 01.07.2009, Síða 89
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 89 haustið er tíminn Ráðgjafahópur á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði. og margt annað. Einnig hefur verið ráðinn safnafræðingur til Gagnavörslunnar til að þróa áfram hvernig best sé að varðveita lista- verk svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að vinna með fagaðilum á markaðnum og í því sambandi hefur verið leitað til Landsbókasafns og Þjóðskjalasafnsins auk Þjóðminjasafnsins en hjá öllum þessum stofn- unum starfa margir góðir sérfræðingar með mikla reynslu. Mikil sérfræðiþekking og öflugt hugbúnaðarsvið Lykillinn að velgengni Gagnavörslunnar er öflugur eigenda- og starfsmannahópur. Í því sambandi má nefna að Nýsköp- unarsjóður keypti hlut í fyrirtækinu nú í sumar sem styrkir það enn frekar. Hjá Gagnavörslunni starfa 30 sérfræðingar með víðtæka menntun og mikla starfsreynslu, meðal annars á sviði tölvunar-, bókasafns- og upplýsingafræða, rafmagnsverkfræði, viðskiptafræði, auk sérfræðinga í verk- efnastjórnun, safna- og sagnfræði. „Öflugt hugbúnaðarsvið fyrirtækisins hefur þróað nýtt upp- lýsingastýringakerfi Core2 ECM (Enterprice Content Management) með nýrri tæknilegri nálgun á stýringu upp- lýsinga,“ segir Brynja. Core2 leggur áhersla á notendavænt og lipurt viðmót. Notandinn tengist kerfinu yfir vef- inn hvar sem er í öruggu umhverfi. Hér eru farnar alveg nýjar leiðir í hugbúnaðargerð hvað varðar þróun, kostnað og rekstur. „Okkar lausnir,“ segir Brynja „eru unnar í nánu samstarfi við notendur.“ Core2 er byggt á opnum og frjálsum hugbúnaði sem er í samræmi við stefnu stjórnvalda. Gögnin Gagnavarslan veitir heildarlausn til hagræðingar og aukinnar skilvirkni. Hluti af starfsmönnum hugbúnaðarsviðs á þróunarfundi. sem geymd eru hjá Gagnavörslunni eru því ekki í læstu heldur opnu formi. Kostnaður er umtalsvert lægri heldur en tíðkast um sambærileg kerfi. „Rétt er að bæta því við að við seljum þjónustu en ekki hugbúnað,“ segir Brynja „sem er ný hugsun á mark- aðnum. Enginn stofnkostnaður fylgir þjón- ustunni heldur einungis þekktur kostnaður í hverjum mánuði og er rekstur kerfisins og afritun innifalin í upphæðinni. Core² hentar mjög vel fyrir allar atvinnugreinar og auðvelt er að laga það sérstaklega að þörfum hvers viðskiptavinar. Sem dæmi um þetta hefur kerfið verið séraðlagað að þörfum skiptastjóra, slitastjórna og annarra með svipaðar þarfir eins og lögfræðistofur.“ Þá hefur Gagnavarslan verið að sérhæfa sig í ýmsum hugbúnaðarlausnum sem bygg- jast á opnum og frjálsum hugbúnaði til að bjóða viðskiptavinum fleiri valkosti til að spara í kostnaði vegna hugbúnaðarleyfa. Hugarfarsbreyting í kjölfar hrunsins Brynja segir að hugarfarsbreyting hafi átt sér stað í kjölfar bankahrunsins. „Mikilvægt er að gögn séu geymd á öruggan og rekj- anlegan hátt (bæði rafræn gögn og papp- írsskjöl) og að hægt sé að finna þau fljótt og auðveldlega.“ Brynja bætir við að fjár- málastofnanir, slitastjórnir og skilanefndir bankanna hafi meðal annars fengið ráðgjöf og notið þjónustu Gagnavörslunnar. Stór þáttur í þjónustunni er ráðgjöf sérfræð- inga á sviði upplýsingastýringa við að koma rafrænum upplýsingum og skjölum í ferli. Fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum upp á að sjá alveg um alla skjalastýringu og einnig að það vinni náið með skjalastjórum þeirra. Við þetta má bæta að Gagnavarslan hefur byggt upp stórt og öflugt teymi sem hefur sérhæft sig í skönnun og skráningu. Auk þess sem fyrirtækið býður upp á ráðgjöf í verkefnastjórn og ráðgjöf í ferlagreiningu til að einfalda ferla og gera þá skilvirkari. Gagnavarslan er þakklát fyrir góðar mót- tökur en náðst hefur að skapa mörg ný störf í nýsköpun og nú er einmitt verið að ráða fleiri nýja starfsmenn til að efla starfsemina enn frekar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.