Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 90

Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 Lífsstíll • Myndlist • Kvikmyndir • Hönnun • Bílar • Sælkeri • Útivera o.fl. UMSjóN: Svava JónSdóttir (myndlist o.fl.) • Hilmar KarlSSon (kvikmyndir) • páll StefánSSon (Bílar) Áferðin á striganum og afstrakt form er það sem einkennir málverk maríu Ólafsdóttur, maju, myndlistarmanns. Þegar hún er spurð á hvað hún leggi áherslu segir hún: „samspil lita.“ Hún sækir í óhefðbundna liti. „stundum nota ég mörg lög af olíu.“ Hún galdrar málverkin fram á vinnustofunni sinni í Hafnarfirði en þess má geta að hún rekur ásamt fleirum Gallerí thors þar í bæ. Hún segir að í sínum huga sé myndlistin upplifun og sköpun. „Hún gefur mér innblástur og uppfyllir sköpunarþörf mína.“ listin tengist ekki bara starfi maju. Hún er aðaláhugamál hennar. Hvað skyldi gott málverk þurfa að hafa? „Jafnvægi og skemmtilegt samspil forma og lita.“ myndlist: upplifun og sköpun Svo mörg voru þau orð „líkurnar á raunverulegum bata í efnahagslífi heimsins hafa aukist umtalsvert, að mati bankastjóra alþjóðabankans, roberts Zoellicks. Segir hann að jákvæðari horfur í efnahagslífinu í Kína og aukið jafnvægi í flestum öðrum helstu hagkerfum heimsins styrki hann í þessari skoðun. Þetta kom fram í máli Zoellicks á fréttamannafundi í Beijing í Kína í gær. Í þessari viku hafa borist upplýsingar sem benda til þess að flest stærstu hagkerfi heimsins séu að ná jafnvægi á nýjan leik, eins og Zoellick sagði í Kína í gær. meðal annars eru upplýsingar um aukna framleiðslu í Bandaríkjunum, frakklandi, Þýskalandi og Kína. Sömu fréttir hafa hins vegar ekki borist varðandi framleiðslu í Bretlandi. Þar dróst framleiðsla saman í ágústmánuði eftir nokkurn vöxt næstu fimm mánuði þar á undan.“ Grétar Júníus Guðmundsson. Morgunblaðið, 3. september. Úr frjálsri verslun fyrir 35 árum María Ólafsdóttir eða Maja eins og hún er kölluð. Um myndlistina segir hún: „Hún gefur mér innblástur og uppfyllir sköpunarþörf mína.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.