Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 93
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 8 93
uppljóstrarinn
steven soderbergh situr ekki auðum
höndum frekar en fyrri daginn og
sendir frá sér tvær kvikmyndir á
árinu. Þegar hefur The Girlfriend
Experience verið sýnd á ýmsum kvik-
myndahátíðum en mun ekki fara í
almenna dreifingu í Bandaríkjunum.
um er að ræða ódýra kvikmynd sem
soderbergh gerði á fáeinum vikum og
fjallar um unga gleðikonu sem býr á
manhattan. myndin hefur meðal ann-
ars vakið athygli fyrir það að í aðalhlut-
verkinu er tvítug klámstjarna, sasha
Grey, sem þrátt fyrir ungan aldur
hefur leikið í hátt á annað hundrað
klámmyndum. Öllu viðameiri er The
Informant, sem frumsýnd verður í lok
september. sú kvikmynd er byggð á
sönnum atburðum og á margt sam-
eiginlegt með þeirri ágætu mynd The
Insider. Í myndinni leikur matt damon
háttsettan mann innan landbúnaðar-
fyrirtækis sem safnar upplýsingum um
verðsvindl og afhendir FBi, sem vill fá
hann til að vitna gegn fyrirtækinu. The
Informant verður tekin til sýningar hér
á landi í lok október.
Matt Damon í hlutverki uppljóstrarans.
Menntun
Hin danska lone scherfig, sem þekkt-
ust er fyrir hina vinsælu Ítalska fyrir
byrjendur, frumsýndi nýjustu kvikmynd
sína, An Education, á sundance-
kvikmyndahátíðinni og fékk hún
áhorfendaverðlaunin. Þetta er fyrsta
enskumælandi kvikmynd scherfig og
gerð í Englandi. nick Hornby skrifar
handritið og byggir það á minningum
blaðakonunnar lynn Barbie. An
Education gerist í upphafi sjöunda
áratugarins og segir frá sautján ára
stúlku, Jenny, sem lendir í ástarsam-
bandi við veraldarvanan mann, david,
sem er mun eldri en hún. Hún hrífst
af lífsstíl hans og allar áætlanir um
að sækja um háskóla í Oxford verða
að engu. Í hlutverki Jenny er ung og
lítt þekkt leikkona, Carey mulligan,
sem hefur leikið í nokkrum þekktum
breskum sjónvarpsseríum og er Jenny
fyrsta aðalhlutverk hennar í kvikmynd.
Í hlutverki davids er Peter saarsgaard.
Aðrir leikarar eru Emma thompson,
Alfred molina, rosamunda Pike og
Olivia Williams.
Vegurinn
rithöfundurinn Cormac mcCarthy, sem
skrifaði skáldsöguna No Country For
Old Men, sem Coen-bræður gerðu úr
eftirminnilega óskarsverðlaunakvik-
mynd, er höfundur The Road en fyrir
hana fékk hann Pulitzer-verðlaunin eft-
irsóttu fyrir tveimur árum. um miðjan
október verður frumsýnd kvikmynda-
útgáfa af The Road. Gerist myndin
eftir að jörðin hefur verið lögð í rúst,
aldrei er gefið upp af hverju. Faðir og
sonur eru á suðurleið til að forðast
kaldan, endalausan vetur. Á leið þeirra
þurfa þeir að forðast flóttamenn,
skipulagðar hersveitir og mannætur.
leikstjóri er John Hillcoat, ástralskur
leikstjóri sem ekki hefur leikstýrt áður
utan heimalandsins. Í hlutverkum
feðganna eru viggo mortensen og
kodi smit-mcPhee. Í minni hlutverkum
eru Charlize theron, Guy Pearce,
robert duvall og molly Parker.
Viggo Mortensen í hlutverki sínu í The
Road.
hafi verið út úr klefanum. Teddy hefur persónulegan
áhuga á geðveikum morðingjum þar sem eiginkona
hans féll fyrir hendi eins slíks. Þegar til eyjarinnar
er komið rekast þeir félagar fljótt á þagnarmúr sem
virðist einkenna bæði starfsmenn og sjúklinga. Stutt
er frá stríðslokum og ljóst er að starfandi yfirlæknir
á sér skuggalega fortíð. Teddy fer fljótt að halda að
hann hafi verið sendur til eyjarinnar vegna fortíðar
sinnar þegar læknar fá áhuga á heilsufari hans.
Honum gengur samt vel í rannsókninni en fær
neitun þegar hann óskar eftir aðgangi að skjölum
sjúkrahússins. Þegar fellibylur dynur á eyjunni fara
undarlegir hlutir að gerast sem gera það að verkum
að Teddy einangrast, trúir ekki félaga sínum og fer að
lokum að efast um minni sitt.
Auk fyrrnefndra leikara eru fleiri góðir leikarar í
myndinni og ber þar fyrst að nefna Max Von Sydow
í hlutverki yfirlæknisins, Ben Kingsley sem stjórnar
geðsjúkrahúsinu og Michele Williams sem leikur
látna eiginkonu Teddys, en hann er oftar en ekki
með hugann við hana.
Mörg járn í eldinum
Nokkuð er síðan Paramount kvikmyndafyrirtækið
keypti réttinn á skáldsögu Dennis Lehane og þar á
bæ höfðu menn fyrst í huga Wolfgang Pedersen til
að leikstýra myndinni og var Robert Downey jr. þá
orðaður við myndina. Ekkert varð úr því og um tíma
leit út fyrir að David Fincher myndi leikstýra Shutter
Island og þá með Brad Pitt í aðalhlutverki. Þegar
þeir félagar sáu sér ekki fært að gera myndina vegna
anna við önnur verkefni var leitað til Scorsese sem sá
þarna gott tækifæri fyrir sig og Leonardo DiCaprio
þar sem ljóst var að myndin um Theodore Roosevelt
yrði sett í biðstöðu.
Um þessar mundir er Martin Scorsese með
mörg járn í eldinum. Áður hefur verið minnst á
heimildarmyndina um George Harrison og nú er
áætlað að The Rise of Theodore Roosevelt verði gerð
2011. Þá er undirbúningur hafinn á Sinatra, sem
Scorsese mun leikstýra. Miklar umræður hafa verið
um hver muni fara með hlutverk stórsöngvarans
en ekkert er ákveðið í þeim efnum. Ekki kæmi þó
á óvart ef Leonardo DiCaprio yrði fyrir valinu ef
hann vill á annað borð bregða sér í hlutverkið, en í
myndinni verður áhersla lögð á tengsl Franks Sinatra
við mafíuna. Áður en kemur að þessum tveimur
kvikmyndum mun Scorsese að öllum líkindum
leikstýra The Silence sem fjallar um tvo presta sem
ferðast til Japans á átjándu öld til að boða kristna trú
og lenda í miklum hremmingum.
BíóFrÉTTIr