Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 98

Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 Ég kom til starfa hjá Seðlabankanum í nóvember 2008 til þess að vinna við erlenda greiðslumiðlun sem Seðla- bankinn þurfti að taka yfir eftir fall viðskipta- bankanna. Þetta var yfirgripsmikið verk- efni enda fóru gjaldeyrisfærslur hjá Seðla bankanum frá um það bil 200 á mánuði yfir í næstum 24.000 á mánuði eftir hrunið. Álagið á starfsfólk Seðlabankans var því gríðarlegt og mikil vinna fór í að koma upp þeim verkferlum sem nauðsynlegt var til að allt gengi snurðulaust fyrir sig. En sem betur fer starfar frábært starfsfólk hér í Seðlabankanum, svo þetta tókst með mikilli vinnu. Þegar mótmælin voru í vetur fyrir utan Seðlabankann var aðalvinnuaðstaða þeirra sem voru í greiðslumiðluninni örfáum metrum frá. Stærsta fundarherbergið í bankanum var notað og þarna sat hópur starfsmanna með eyrnatappa og heyrnartól og reyndi eftir bestu getu með bros á vör að koma greiðslum áleiðis. Allt skyldi komast á sinn stað, ég hef sjaldan upplifað eins mikla vinnusemi og starfsánægju.“ Kristínu var boðin staða aðalbókara hjá Seðlabankanum og tók hún við því starfi 1. september. „Starfið sem aðalbókari felst aðallega í daglegum rekstri deildarinnar sem ber ábyrgð á bókhaldi, bakvinnslu og fjárhagsupplýsingum bankans. Ég mun áfram vera í ýmsum sérverkefnum sem skapast hafa vegna efnahagshrunsins og tel ég það forréttindi að fá tækifæri til þess að leggja mitt af mörkum í þessum málum.“ Kristín er uppalin í Bandaríkjunum en þegar kom að því að fara í framhaldsnám heillaði Danmörk. „Maðurinn minn á ættir að rekja til Danmerkur og árin þar voru mjög skemmtileg. Fyrir utan að eignast góða vini öðlaðist ég tungumálakunnáttu sem er mikilvægt þegar kemur að samskiptum við Norðurlöndin. Börnin höfðu líka gott af þessu enda sjá þau heiminn í öðru ljósi eftir að hafa búið erlendis.“ Kristín er með M.Sc. gráðu í fjármálahag- fræði frá Copenhagen Business School og M.Sc. gráðu í endurskoðun frá Álaborgarhá- skóla. „Ég hef alltaf haft gaman af námi en það þarf þá líka að vera praktískt til þess að það geti fangað athygli mína. Að vissu leyti eiga þessi tvö svið vel saman. Ég hef stundum sagt að hagfræðingunum veitti ekki af smá bókhalds- þekkingu og að endurskoðendum veitti ekki af kúrs í hagfræði.“ Þegar kemur að áhugamálum er fjöl- skyldan ofarlega í huga. „Með fjögur börn er af nógu að taka á heimilinu. Við notum mikinn tíma með börnunum en ég hef líka verið aðeins að prófa mig áfram í ljósmyndun og myndlist. Allt sem viðkemur matargerð hefur ávallt heillað mig og þegar ég er heima eyði ég mestum tíma í eldhúsinu umvafin fjölskyldunni. Maðurinn minn, Kári Krist- insson, er hagfræðingur og lektor við við- skiptadeild Háskóla Íslands, svo umræðurnar á heimilinu snúast ansi oft um efnahagsmál og pólitík. Við höfum líka gaman af því að ferðast, bæði með börnunum og svo bara við tvö hjónin saman. Síðasta fríið hjá okkur fjölskyldunni var í ágúst til Spánar þar sem tengdaforeldrar mínir lánuðu okkur hús. Þar dvöldum við í tvær vikur í miklum hita og nutum þess að slaka á og hlaða batteríin eftir erilsaman vetur. Næsta frí verður eflaust afs- löppunarhelgi hjá okkur hjónunum þar sem við höfum mikla gleði af því að skreppa burt yfir helgi og upplifa nýjar borgir.“ nafn: kristín Hannesdóttir. fæðingarstaður: reykjavík, 6. júlí 1978. foreldrar: Hannes Hafsteinsson og soffía Jóhannsdóttir. maki: kári kristinsson. Börn: Jakob ingi, 14 ára, melkorka maría, 12 ára, victor kári, 5 ára og kristófer tómas, 4 ára. menntun: B.sc. gráða í viðskiptafræði frá HÍ, m.sc. gráða í fjármálahagfræði frá Copenhagen Business school, m.sc. gráða í endurskoðun frá Álaborgarháskóla. Kristín Hannesdóttir: „Með fjögur börn er af nógu að taka á heimi- linu. Við notum mikinn tíma með börnunum en ég hef líka verið aðeins að prófa mig áfram í ljósmyndun og myndlist.“ aðalbókari seðlabanka Íslands KRISTÍN HANNESDÓTTIR Fólk Stílhreint vinnuumhverfi Verið velkomin í sýningarsal okkar í Hallarmúla 4 og Hafnarstræti 93 á Akureyri. Fáðu nánari upplýsingar og ráðgjöf í síma 540 2000 eða sendu fyrirspurn á netfangið husgogn@penninn.is Fansa húsgagnalínan fæst í sérsniðnum lausnum sem upp fylla grunnþarfir notandans fullkomlega. Húsgögnin eru hönnuð af Valdimari Harðarsyni, arkitekt og eru framleidd á Íslandi. Í Fansa línunni er lögð mikil áhersla á að nýta rýmið sem best og að einingar í línunni passi saman þannig að möguleikarnir í uppröðun eru miklir. Það gerir að verkum að húsgagnalínan hentar fyrir ólík rými, stór og smá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.