Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sæmi í opinberri starfsmennsku. Ef meðlimir dagskrárnefndar- innar sjálfir óska að koma fram fyrir hljóðnemann sem skemmti- liðir eða fræðslu, ætti a. m. k. að vera til annar aðili, sem dæmdi um útvarpsefni þeirra, i stað þess að þeim haldist uppi að'neyta aðstöðu sinnar til að troða sér fram fyrir aðra á dagskránni hvenær sem er, sýknt og heilagt, stundum dag eftir dag, stund- um oft á dag, og fá sér allt til erindis, þótt þeim sé ekkert á höndum, — endalaust skvaldur „um daginn og veginn", „séð og heyrt“, útvarpssagan (nokkurs konar neðanmálssögulestur) eða þá „óákveðið efni“, fyrir utan óþrotlega fyrirlestra, sem virð- ast skrifaðir upp úr alfræðiorðabókum, og þess háttar. Þessi skortur á almennri háttvísi verður ekki afsakaður með því, sem haft er eftir útvarpsráðsmanni, að þeir samþykki sjálfa sig á víxl á dagskrána til að útvega hver öðrum vasapeninga. Engin dómnefnd hefur heimild til að misnota aðstöðu sina, þótt hún geti sannað, að hún sé vasapeningalaus, öðru nær. En það er eins og sumir opinberir starfsmenn islenzkir hafi lineigð til að álíta, að algildum venjum og velsæmi í opinberri starfs- mennsku sé fórnandi, aðeins ef þeir sjá sér leik á borði að krækja sér í vasapeninga. Undarlegt, hve geð guma geta stund- um verið lítil á íslandi, þótt vér búum við mikinn sæ. Þess skal getið, að í útvarpsráði er einn maður, sem hefur ekki látið freistast til að neyta þar aðstöðu sinnar á ósmekk- legan hátt, hr. Finnbogi Rútur Valdimarsson. H. K. L. * ÞEGNSKYLDUVINNA. Öldur þegnskyldunnar ríða nú sem hæst. Lagafrumvarp er fram komið á Alþingi, sem heimilar kaup- stöðum og hreppsfélögum að leggja staðbundna þegnskylduvinnu á menn frá 16—25 ára, allt að sex vikum á ári í þrjú ár. Það hefur verið deilt um málið á prenti og á mannfundum. Post- ular hugmyndarinnar tala langt mál og fjálglegt í útvarpið um það snjallræði, að menn gefi vinnu sína, í stað þess að selja hana. Löggjöf um þetta efni virðist þó vera hótfyndni ein. Ekk- ert ætti að vera þvi til fyrirstöðu, að þeir, sem hafa efni á eða löngun til, gefi gjafir, og þá ekki síður vinnu sina en aðra hluti. Menn, sem vilja vinna fyrir engu, hljóta að geta samið við þá atvinnurekendur, sem vilja þiggja gefins vinnukraft, án sérstakrar lagasmíðar um þau efni. Langi mig til að vinna t. d. við bankastörf, eða sem búðarmaður, fyrir ekkert, fer ég ein- faldlega til næstu bankastjórnar, eða næsta kaupmanns, og býðst

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.