Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Qupperneq 12
TÍMARIT MÁI.S OG MENNINGAR
()
li! að „vera í inánuS þræll“. Hafi ég efni á að fara kauplaust
í vegavinnu, geri ég vart við mig hjá næsta vegaverkstjóra. Ef
mig langar til að stunda kaupavinnu i sveit, án endurgjalds, sný
ég mér til einhvers bónda og bið hann að lofa mér að slá
gras mér til skemmtunar. Sama máli gegnir um jarðræktarvinnu.
Enginn kraftur milli himins og jarðar getur bannað þeim Skiila
Guðmundssyni kaupfélagsstjóra og Lúðvik Guðmundssyni skóla-
stjóra að 'dnna kauplaust, ef þá langar til þess eða hafa efni
á þvi. Allar lagagreinar eru hér óþarfar.
Hitt er annað mál, hvort almennir verkamenn, það er að
segja fólk, sem hefur ekki aðra vöru að bjóða en vinnuafl sitt,
str og sínum til framdráttar, álítur það mjög heppilegt að gefa
atvinnurekendum, hverju nafr.i sem þcir kunna að nefnast, vöru
sína á þennan hátt, enda rnundi slikt verða upphaf lmngurs-
neyðar á Islandi, nema kaupmenn og framleiðendur væru uin
leið skyldaðir til að afhenda sinar vörur gefins. Virðist hitt miklu
einfaldara, að vinnandi mönnum væri bannað að selja vinnu
sína undir taxta en gefa hana. Lög um, að menn skuli gefa vinnu
sina, hafa ekki skynsamlegan tilgang, nema að þvi er snertir
eina stétt manna, og það er hátekjufólk, það fólk, sem á ekki af-
komu sína undir sölu vinnuafls síns, heldur lifir á eignum sín-
um. Slikt fólk, en ekki almenna verkamenn, mætti að ósekju lög-
skylda til að „moka skíl fyrir ekki neitt“ í kaupstöðum og
hreppsfélögum.
H. K. L.
*
EVRÓPA SVELTUR. Þegar minnzt er á hörmungar styrjald-
arinnar, mun flestum koma fyrst í hug ýmsir þeir atburðir, sem
oft er getið um í stríðsfréttum blaða og útvarps: Loftárásir á
fjölmennar borgir, múgmorð á saklausum sæfarendum eða inn-
rásir óvigra vélahersveita í hlutlaus smáriki. Ógnir af þessu tagi
eru vissulega skelfilegri en orðum taki, en þegar á allt er litið,
eru þó ef til vill aðrar afleiðingar styrjaldarinnar enn ægilegri,
svo sem hungur og margvíslegur skortur annar og sjúkdómar. í
hernumdu löndunum og viðar á meginlandi Evrópu virðist liung-
urvofan og fylgifiskar hennar nú þegar fara herjandi landshorna
milli. Hér fer á eftir stuttur kafli úr grein, sem birtist i amer-
iska tímaritinu „Life“ 24. marz þ. á. eftir fréttaritara þess i Ber-
lín, J. C. Cudaby. — Cudaby er i senn merkur rithöfundur og
meðal þekktustu stjórnmálamanna Bandarikjanna og hefur ver-
ið sendiherra þeirra víðs vegar i Evrópu. — Grein þessi fjall-
ar aðallega um ástandið á Spáni, en þangað fór liöfundurinn.