Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Síða 13
TÍMAIUT MÁI.S 'OG MENNINGAR 7 „Spænska þjóðin þjáist af grimmilegu hungri og er engin von um, að bót ráðist á því sem stendur. í Pradoa (skemmtigarður í Madrid) sjáum við aumkunarverðan mannfjölda, skjálfandi af kulda og vesaldómi i hráslagalegum vetrarnæðingnum, andlitin nábleik og visin. Margir eru með einkenni hlóðleysis, pellagra og berkla á háu stigi. Fólksfjöldi Spánar, sem jókst um 250,000 á ári hverju fyrir borgarastyrjöldina, hefur farið minnkandi síð- an 1939.......... Dr. Alexis Carrel, sem fæst við rannsóknir á sjúkdómum, sem stafa af ónógri og óhollri fæðu i hernaðarlöndum Evrópu, segir, að hann hafi aldrei kynnzt jafn áhrifamiklum dæmum þess, hvernig lífsverurnar laga sig eftir aðstæðunum, sigrast á erfið- leikum fjandsamlegs umhverfis, mynda sér nýjar varnir, byggja upp andstöðu, skapa ónæmi og lifa einhvern veginn áfram. Frá læknisfræðilegu sjónarmiði ætti fjöldi Spánverja fyrir löngu að vera dauðir úr hungri. Þeir eru hálfdauðir, en þó hjara þeir áfram. Þeir eru dauðvona, voniausir, lystarlausir, úttaugaðir, ná- fölir, þreklausir, líkami þeirra hryllilega samanfailinn og merg- soginn. Og þó deyja þeir ekki. Hin sterka lifshvöt heldur þeim uppi, jafnvel þótt lifið sé ekkert annað en samfelld röð þjáninga og sársauka. Mörg eru dæmin um minnisleysi og hálfgert sjón- leysi vegna fjörefnaskorts, en berklarnir leggja þeim mun þyngri skatt á þjóðina sem næringarskorturinn verður tilfinnanlegri. Dr. J. H. Janney frá Rockefeller-stofnuninni, sem rannsakað hefur heilbrigðisástandið um allan Spán, segir, að hið veiklaða mótstöðuafl þjóðarinnar geri það að verkum, að inflúenzu-far- aldrar geti verkað á hana sem jafn mannskæð farsótt og svarti dauðinn var á miðöldunum. Greinilegast koma einkenni matarskortsins í ljós á börnunum. Kyrkingur í likamsvexti og andlegum þroska, úrkynjun og al- menn veiklun, eru glögg einkenni, sem þessi styrjaldarkynslóð ber eftir syndir feðranna. Þetta er hörmuleg arfleifð þjáninga til lianda mörgum ókomnum kynslóöum. Búrskápurinn hefur lengi verið tómlegur á Spáni, en sama máli gegnir um mörg önn- ur héruð hins hertekna meginlands. Belgir segja mér, að ástand- ið i þeirra landi sé eins hörmulegt og á Spáni, Pólverjar þjást jafnvel enn meira og frá Frakklandi berast fregnir um hinar róttækustu skömmtunarráðstafanir. Það er skortur i Noregi og sennilega í Danmörku, og þó voru þeir okkar, sem snemma í fyrrasumar spáðu hungurástandi, kallaðir hugaróramenn. En þessir „hugarórar“ eru sannarlega sorglegri heldur en „hugaróramennirnir" spáðu. Hvað mun annar vetur færa hrelklri Evrópu?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.